Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 44
RAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum og
unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin að tæma
vélina.
«L
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,
þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
l»vottakerfin eru:
1. Ullarþvottur 30°
2. Viðkvæmur þvottur 40°
3. Nylon, Non-Iron 90°
4. Non-Iron 90°
5. Suðuþvottur 100°
6. Heitþvottur 60°
7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°
8. Heitþvottur 90°
9. Litaður hör 60°
10. Stífþvottur 40°
11. Bleiuþvottur 100°
12. Gerviefnaþvottur 40°
Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu.
HMflB ER MRKIN HflNS NOfl?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Siðast er dregið var hlaut verðlaunin:
4 Hrönn Axelsdóttir, Bæjarhvammi 2.
Vinninganna má vitja í skrifstoíu Vikunnar.
Nafn
Heimili
16.
Örkin er á bls.
eigum einn rithöfund, sem sold-
ið er kunnur 1 Skandinavíu og
að öðru leyti lélega listamenn.
Út af hverju erum við að blása
okkur út? Það tekur því ekki,
sannast að segja, það hlýtur hver
maður að viðurkenna, sem með
sanngirni rýnir í málið.
Oft er tungunni jafnað við
þjóðernið í ræðu. fssslenzk tunga,
segja menn, á orð yfir allt sem
er hugsað á jörðu. Þýðendur
reka sig fljótt á annað. íslenzk-
an er nauða fátækt mál og sæmi-
legar bókmenntir eru illþýðan-
legar á íslenzku, vegna þess að
málið vantar það sem kallað er
á útlendum málum „núansar“.
í venjulegri orðræðu grípa menn
í hverri setningu til alls konar
tökuorða eða slangs úr ensku
eða dönsku, vegna þess að is-
lenzkan bregzt. Auk þess sem
varla nokkurt lifandi kvikindi í
veröldinni skilur þetta mál, er
það ekki einu sinni fallegt að
heyra það talað og þeir höfund-
ar, sem leggja fyrir sig að skrifa
á íslenzku eru búnir að dæma
sig í útlegð.
Tunga og þjóðerni kemur ekki
málefninu ögn við, þegar rætt
er um það, hvort lífvænlegt er
í einu landi. Tökum Sviss sem
dæmi. Þar er ein mesta velmeg-
un í Evrópu, sem bezt sést af
því, að auðmenn úr allri ver-
öldinni sækjast eftir að eiga þar
heima. Þar eru töluð þrjú tungu-
mál og þar býr fólk af þýzku,
frönsku, austurrísku og ítölsku
þjóðerni. Svissneskt tungumál
er ekki til, en iandið hefur hald-
ið uppi skynsamlegri hlutleysis-
stefnu og gætir fjármuna ann-
arra þjóða. Svisslendingar þurfa
ekki einu sinni á þeim flottræf-
ilshætti að halda að kosta
ímyndað sameiningartákn eins
og forseta eða kóng. Allt um
það líður fólki vel í þessu landi,
þar eru vel rekin fyrirtæki,
heimsfrægur iðnaður, vel stæð-
ur ríkisbúskapur og á ýmsan
hátt sönn menning.
o—o
Nú eru nokkrir íslendingar að
fara til Ástraliu og segja skilið
við það öngþveiti, sem hér hef-
ur smám saman verið að skap-
ast. Auðvitað gerir það ekkert
til. Því ekki að flytja þangað
eða eitthvað annað. Og umfram
allt að gleyma einhverju ímynd-
uðu ágæti í sambandi við upp-
runann og láta undir höfuð
leggjast að stofna þjóðræknisfé-
lög. Byggð á íslandi þarf ekki að
leggjast niður þar fyrir. Hér þarf
að opna allar gáttir fyrir að-
streymi fólks úr öllum heims-
hornum. Þjóðfélag á íslandi er
vonlaust, ef ekki er nægilegur
mannfjöldi til að standa undir
því. Hálf milljón sýnist vera al-
gert lágmark til að geta heitið
þjóð. Það líður alltof langur
tími þar til íslendingar ná þeirri
tölu af eigin rammleik. Auk þess
mundi aðflutningur fólks frá
44 VIKAN 16- tw-