Vikan


Vikan - 17.04.1969, Síða 45

Vikan - 17.04.1969, Síða 45
öðrum löndum fremur bæta mannskapinn og laga ögn þá úr- kynjun, sem hér var orðin af skyldleikahjónaböndum í fá- menninu. Það þarf að moka inn útlendu fjármagni og fólki og gefa skít í þótt einhverjir vilji fara héðan til Suður-Afríku eða Ástralíu. Það er út af fyrir sig gott og blessað, að einhver forfaðir okk- ar kann að hafa skrifað Njálu. En hvaða stoð er í því, þegar ekki er hægt að kosta nútíma samgöngukerfi, sem er þó und- irstöðuatriði. Og hvaða stoð er í því, þegar við þurfum að búa við úrelt og beinlínis lélegt fræðslukerfi og þar að auki lægstu laun, sem þekkjast í nokkru siðmenntuðu þjóðfélagi og hananú! ■* Þegar landið fær mál Framhald af bls. 19 II ■■■ Skipta ártöl máli? Ef til vill í skráðri og staðfærðri heimilda- sögu. En skyndimyndir mann- legs lífs eiga sér sjaldan þau tímatalmörk, að árdagur eða ár- tal skipti þar megin máli. Þar sem straumlétt bergvatns- á fellur að ósi var forðum gott að eiga ungur yndisstundir. Köld, rangsnúin efnishyggja gerði að engu þennan glaða leik. Máttur fjármagnsins varð allt í einu það vald, sem jafnt ugga- fagur fiskur og tvifætt mann- skepna varð að lúta. Birtingurinn og bleikjan, sem renna móti léttum straumi upp í Skolakeldulækinn og fram í fljót og strengi árinnar eru ekki lengur í hættu fyrir leggjalöng- um hestastrákum, sú tíð er löngu liðin, nú eru þau framandi gullprinsa gaman. Árin líða, silungastöngin er að verða forngripur eða öllu frem- ur minjagripur, þó er alltaf í undirvitundinni einhver þörf að fá tækifæri til að endurvekja þá gleði sem sambandið við líf árinnar veitti. í Húnaþingi eru fallvötn mörg, sem í sækir fagur fiskur úr sjó. Einhverntíma mun ég hafa lát- ið orð að því liggja, að ég vildi eiga þess kost að vera einn í hópi þeirra hamingjusömu manna, sem þar dvelljast daglangt. Nokkrum sinnum tókst þetta, en fljótlega varð mér ljóst að þarna var ekki minn staður. — Of dýrt stundargaman. — Og veiðistöng- in fékk aftur að hvíla sig. Á lágum ás milli Hóps og Húnavatns stendur höfuðbólið M1Ð3PRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar, kvitt- anir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyr- irliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. Leitið upplýsinga. HILMIR hf Skipholti 33 — Sími 35320. Þingeyrar. Þar gerðust fyrr á öldum sögufrægir atburðir og þar hefur jafnan verið höfðingja og helgisetur fyrst í kaþólskum og síðar í Lúterskum sið. En þótt yfir sögu Þingeyra sé víða ljómi guðsdýrkunar og góðra siða, þá hefur veraldargleði ekki ætíð verið þar útlæg gjörr. Skamtmt frá Þingeyrum, nokkru vestar í ásnum hefur nú risið annað stórbýli, sem að vísu ber ekki jafnhátt í fyrri alda sögu, en samtíð og framtíð mun að nokkru geta. enda Ijós vottur þeirrar iðju og athafna, sem víl- lausir, íslenzkir góðbændur hafa talið sitt metnaðarmál. Einn mildan síðsumardag ligg- ur leið mín að Leysingjastöðum, þangað er engum krókur í Garðs- horn, en í þetta skipti er erindið sérstaks eðlis. Hjónin þar, Hall- dór Jónsson og Oktavía Jónas- dóttir, hafa gefið okkur feðgum kost á þeim eftirsótta munaði að leika okkur með veiðistöng á bökkum Húnavatns. Eftir að hafa notið þeirrar gestrisni og hins glaða viðmóts, sem þessum hjón- um er svo eiginleg, ókum við niður með vatninu að þeim veiði- stað, sem okkur er vísað til. Föl- ir haustlitir setja svip á um- hverfið. Engi, fjöll, móar og mel- ur hafa afklæðzt skrúði sumars- ins og frjó eru að falla í mold. Spegilslétt vatnið glampar í skini sólarinnar. Og svo byrjar veiði- skapurinn. Innan skamms liggur spriklandi bleikja við fætur unga mannsins, en það virðist sem hún hafi ekki áhuga fyrir agninu mínu. Ég verð að sætta mig við þetta og dreg mig því upp að grónum rústum úr föllnu býli Geirastaðabóndans, og með- an sonur minn leikur sér við vatnafiskinn, virði ég fyrir mér hið sögufræga umhverfi, þar sem saman fer fögur náttúrumynd og sterka og svipmikil arfsögn fornra hátta lífs og atburða. í y Þingeyraklaustri er talið að skráðar hafi verið sagnir, sem lifað höfðu á vörum þjóðarinnar allt frá landnámsöld og fram til þess tíma að menn urðu skrift- lærðir. Séra Jón Oddson, síðar prestur að Kvíabekk í Ólafsfirði gerðist 22 ára gamall djákni í Þingeyra- klaustri og þjónaði því með ágætum í 14 ár. Hann varð snemma sjóndapur svo að naum- lega var hann bóklæs. Þann 19. apríl 1795 kvænist hann þjón- ustustúlku sinni úr Þingeyrar klaustri, Þórdísi Jónsdóttur. Hún var af „almúga-fólki“. Séra Jón var gáfumaður, lærður vel og kennimaður ágætur. Hann var sagður mikill barnafræðari, frómlundaður og fáskiptinn og því sérstaklega vel látinn af sóknarbörnum sínum. Lítið var hann hneigður til búsýslu og aurasafns. Hann var því alla tíð fátækur. Á Kvíabekk var hann prestur frá 1794—1808. Það orð 16. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.