Vikan - 17.04.1969, Side 49
Stutta tízkan er nú orðin
nokkuð föst í sessi og verð-
ur það sjálísagt, en tízku-
frömuðir eru sammála um að
ekki dugar að elta hana blint
og' umhugsunarlaust.
Danskur tízkufrömuður
segir: Það, að stúlka er
sautján ára tákni, að hún
geti gengið í pínupilsi er eng-
in regla, þótt margar stúlk-
ur álíti það. Flestar þeirra
toga pilsin upp úr öllu valdi
og marsera um með sín breiðu
eða mjóu læri, án þess að at-
huga að með því að lækka
faldinn um 10 cm og samt
vera í pínupilsi, geta þær gert
sjálfri sér ótrúlegan greiða.
En þó verð ég' að viðurkenna,
að ég hef séð litlar fituboll-
ur — segir sú danska — þær
voru í pínu-pínu-pilsum og
það fór þeim prýðilega, en
þær höfðu aftur á móti væn-
an skammt af „sjarma“ og
persónuieika til þess að festa
pilsin sín upp með.
Nei, þær þurfa að gæta
þess hvaða sídd fer vel á
þeim, hvað heildarsvipinn
snertir, og þá ekki bara með
því að horfa á hnjákollana,
heldur þarf að hafa aðstæðu
til þess að sjá á sér bakhlut-
ann, hnésbætur eru ekki allt-
af fallegasti hluti líkamans
til að halda sýningu á. Og
ekki er nóg að spegla sig í
kyrrstöðu og umfram allt ekki
slá því föstu að sama sídd
og fer svo vel á Onnu sé al-
veg jafn góð á Gunnu.
Sænskt tízkuhús „rann-
sakaði“ nokkrar stúlkur, sem
unnu á skrifstofu fyrirtæk-
isins. Þær voru á ýmsum
aldri, frá kornungum stúlk-
um og upp í önnnur. Þær
voru myndaðar eins og þær
litu út dags daglega og síð-
an tóku snyrti- og tízkufræð-
ingar við þeim. Þær fengu
ráðleggingar um snyrtingu,
hárgreiðslu og klæðaburð
eftir því sem við hverja átti.
í flestum tilfellum var pils-
síddin færð ofurlítið niður,
til þess að fá fallegan heild-
arsvip, og aðeins í einu til-
felli var lnin færð upp, það
var annnan í hópnum, grann-
vaxin gráhærð kona á sex-
tugs aldri, sem fékk fyrir-
skipun um að færa faldinn
upp um 10 cm.
Auðvitað má slá því föstu
að sú kona, sem komin er af
unglingsskeiðinu eigi ekki að
ganga um með pilsin uppi á
miðju læri. Hvar síddin er
fer eftir leggjalaginu og skap-
gerð. Segja má að örugg sídd
sé rétt efst á hnéskel eða um
mitt hnéð, en spegillinn og
sjálfsgagnrýni verða að skera
þar úr.
Maxi eða hálfsíðu pilsin
ætti að umgangast með var-
úð, segir danska tízkudaman
sem vitnað var í áður: T.d.
þarf sérstaklega að athuga
skó í því sambandi. Há stíg-
vél eiga sérlega ve] við hálf-
síð pils, en þau er ekki liægt
að nota innanhúss allan árs-
ins hring. Skór með þykkum
hælum, breiðri tá og ristar-
bandi, ættu að geta farið vel,
en þunna létta skó ber að
varast, þeir líta fáránlega út
með þessari sídd. Athugið
með mið-sídd að ekki má
einu gilda hvar á legg hún
er. Þar kemur aftur til heild-
arsvipur hverrar og einnar,
nokkrir sentimetrar upp eða
niður geta gert gæfumuninn,
og munið alltaf, hvaða sídd
sem þið veljið, að miskunnar-
laus gagnrýni ykkar á ykk-
ur sjálfum er það eina sem
dugir, segir sú danska að lok-
um.
Amerískt kvennablað slær
þann varnagla við mið-sídd,
að konur sem komnar eru á
miðjan aldur ættu ekki að
velja hana, hún geri þær
þunglamalegar um aldur
fram, og eins ættu stúlkur,
sem stuttar eru til hnésins
ekki að nota þá sidd.
En heildarniðurstaða virð-
ist vera hvaða sídd, sem val-
in er; að horfa ekki á aðra
til þess að fara eftir með sína
eigin sídd, heldur er það ein-
staklingurinn sjálfur, vaxtar-
lag hans, aldur og smekkur,
sem allt veltur á. ☆
fjQ
lb
III * lll
ákjósanleg skilyrði lil að flýta
fyrir strauningunni.
Gott ráð er að leggja ál-
pappír á straUborðið áður en
efsta stykkið er fest vfir.
Málmurinn heldur raka í
þvottinum, endurkastar hita
frá straujárninu og myndar
Látið nokkra dropa af
glycerini í sápukúluvatnið
handa börnunum og kúlan
verður enn fallegri á litinn.
Það er minni hætta á að
rennilásar bili í þvotti, sé
þeim rennt upp og lokað áð-
ur en flíkurnar eru látnar í
þvott. Eins er gott að smella
saman öllum smellum sem á
tauinu eru, þær verða þá
síður fyrir hnjaski.
Lauklykt af hnífum og
fingrum næst fyrr af með
köldu vatni, en heitu. Og
laukremman virðist ekki vera
eins sterk ef þess er gætt að
sneiða alltaf toppmegin fvrst
en síðast frá rótarstykkinu,
þar í virðist magnaðasta
remman liggja.
Tóbakslykt úr öskubökk-
um fer Hka fyrr ef þeir eru
þvegnir úr köldu vatni.
16- tbl- VIKAN 49