Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 8
Wiitlir Iríliil fást í þrem stærðum. Einnig reiðhjói í öllum stærðum. Nýja Bélstnrgerðin auglýsir . V; Sófasett fr Svefnsófar tveggja manna k Svefnsófar eins manns ir Svefnbekkir >V Svefnstólar Vr Skrifborðsstólar it Raðstólar ir Hornborð it Sófsborð k Innskotsborð 4 gerðir ir Veggspeglar með skúffu ★ Vegghillur og skápar HAGKVÆÍVIiR GREIÐSLUSKILMÁLAR Nýja Bílsturierðin LAUGAVEGI 134 - SÍM! 16541 v_____________________________________^ 8 VIKAN 19- tbI- SVARTUR KÖTT- UR OG SYNDA- KVITTUN Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei sent þér draum, þótt mig hafi oft langað til þess. En nú læt ég loksins verða af því. Mig dreymdi um daginn, að það ætti að gefa mér syndakvittun, en ég vildi ekkert hafa með hana að gera. Önnur stúlka, sem ég kannast ekkert við, var þarna í sömu erindagerð- um, og samþykkti strax þessa athöfn í sambandi við syndakvittunina, sem fram átti að fara, og mér fannst einna líkust uppskurði. Piltur var þarna líka hjá mér, og þekkti ég hann heldur ekkert. Hann var ósköp elskulegur og vildi endilega láta mig taka við syndakvittuninni. En ég ’ var ekki aldeilis á því. Þá var gripið til þess ráðs að sýna mér syndirnar mím-. Þær voru í líki kolsvarts kattar, sem va’- á stærð við mann og ófrýnilegur eftir því. Mér féll allur ketill í eld, en þá bregður svo við, að ég sé köttinn breytast í ofurlítinn kettling, fnllegan og vinalegan, en svartan þó. Því næst var ég svæfð og fannst mér þá eins og ég héldi á tilfinninffum mínum í höndunum! Þ"tta var afar einkennileff h'ðan. Pihurinn var hjá mér allan tímann o p milli svefns og vöku segi ég við hann: — Nú fyrst veit ég hvað ást er! Með fvrirfram þakklæti fvrir ráðninguna. Dísa. Flestir eru þeirrar skoð- unar, að aldrei geti verið gott að dreyma kött, allra sízt svartan, nema þá helzt að þig dreymi, að þú drep- ir kött. Uppskurður táknar að dreymandinn er hafður fyrir rangri sök, svo að þessi draumur þinn virðist vera heidur neikvæður. — Og ekki vænkast hagur strympu, þótt kötturinn breytist í elskulegan kettl- ing. — Ef ógifta stúlku dreymir kettling má hún ekki giftast þeim manni, sem hún hefur augastað á þá stundina. Draumurinn táknar sem sagt, að innan skamms munir þú kynnast manni, sem þú verður fjarska ástfangin af. En þú skalt vara þig á honum. Hann er ekki allur þar sem hann er séður og mun reynast þér illa. Ekki er ósennilegt, að þessi maður hafi hæfileika til að ná sterkum tökum á öðrum. Þess vegna viljum við end- urtaka: Vertu varkár — og bíddu, þar til þú kynnist öðrum og betri manni. FYÐIMÖRK OG FL.ÖÐ Kæra Vika! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi um miðjan marz. Fyrst ætla ég að þakka þér fyrir allt gam- alt og gott og þá allra helzt Sögu Bitlanna og Sögu Forsyteættarinnar. Jæja, nú kemur draumurinn: Mig dreymir fullt af fólki. Á meðal þess stend ég og strákur, sem ég þckki mjög vel. Fólkið er klætt eins og Arabar og við höfð- um fylgt því yfir einhverja eyðimörk. — Hvergi sést stingandi strá eins langt og augað eygir og himinninn er ljósrauður. Við vorum komin upp í hlíð, sem var þarna skammt frá. off vorum að hjálpa fólki yfir læk. Að því búnu leggjum við af stað niður hlíðina. Ég tek í höndina á stráknum, en hann vill ekki leiða mig. Fólkið kall- ar til okkar í ofboði: Flýtið ykkur! Það er að koma! Það átti við, að flóð væri að koma, og við ætluðum að hjálpa því upp á fjallið, áður en það brysti á. Þeg- ar við komum niður til fólksins, heyrum við ein- ♦hvern segja: Framhald á bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.