Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 27

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 27
— Nú er kreppa hér. Lang- ar þig þá ekki heim til Eng- lands? — Nei. Ég hef nóga vinnu hér og kreppan kemur aðal- lega fram í hækkuðum lífs- nauðsynjum. Og það er eins heima í Englandi. Ég reyni að skreppa í heimsókn til Leeds einu sinni á ári, þar á ég foreldra, bróður og syst- ur. — Þú segist hafa nóga vinnu hér. Hvað saumar þú í Karnabæjarsaumastofu ? Bítlaföt eingöngu? — Nei, langt frá því. Nei, einkum sauma ég hér á menn sem fylgjast með tímanum og vilja vera svolítið öðru vísi en allir hinir, ofurlítið meira „modern“. Ég fylgist með því, sem gerist í fatatízkunni um allan heim, til jiess að geta alltaf verið með í ráðum um tízkuna á hverjum tíma. Ef til vill eru 80% viðskipta- vinanna ungt fólk, en einnig lcoma hingað menn, sem hafa verið reglulegir viðskiptavin- ir mínir i mörg ár. Nei, þvi fer f'arri, að hingað komi mest bítlar. Ég held heldur ekki, að Bítlarnir. The Beat- les, stjórni tízkunni lengur. — Hvaðan stjórnast tízkan núna? — Ætli ég verði ekki að segja: Frá Englandi. Colin mátar föt á viðskiptavin. — Þegar kúnni kemur til þín og segir: Ég vil fá föt sem eru svona, og svona, og svona — saumarðu þá ná- kvæmlega eftir því, eða breyt- irðu þeim ögn til að koma þinni persónulegu snertingu að? — Stundum koma menn með teikningar, sem þeir hafa gert sjálfir, og ómögulegt er að fara eftir. Þá neyðist ég til að stinga upp á vissum breyt- ingum, til að hægt sé að gera fötin. En þegar menn koma Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.