Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 11
;
:
.
ÍG HEF IfERIBÍAB LEIKA ALLT MITT LÍF
Það var hinn. sigursæli, brezki
forsætisráðherra, Lloyd George,
sem kom fyrstur manna auga á,
að prinsinn af Wales, Játvarður
VIII., hefði alla eiginleika til að
njóta hylli almennings og verða
þjóðhetja og sameiningartákn
brezka heimsveldisins. Prinsinn
af Wales var ungur, fríður og
lífsglaður. Þegar hann þjónaði
landi sínu í heimsstyrjöldinni
fyrri hafði hann tamið sér þann
mikilvæga kost að kunna að
blanda geði við fólk af öllum
stéttum og kynþáttum.
Það var takmark Lloyds Ge-
orges að halda brezka heims-
veldinu saman hvað sem það
kostaði og koma í veg fyrir að
nokkur þjóð innan þess sneri
baki við brezku krúnunni. f
þessu augnamiði sendi hann
prinsinn af Wales í löng ferða-
lög til brezkra nýlendna og yfir-
ráðasvæða um allan heim undir
því yfirskyni að þakka fyrir
stuðning við England í stríðinu.
Við Játvarð prins sjálfan sagði
hann, að heimsókn hans til fjar-
lægra hluta brezka heimsveldis-
ins gæti gert meira gagn til að
fyrirbyggja hugsanlegan mis-
skilning en tugir af hátíðlegum
ráðstefnum. Faðir prinsins, Ge-
org konungur V. samþykkti þessa
ráðagerð þegar í stað.
Sumarið 1919 fór prinsinn af
Wales til Kanada með brezka
herskipinu Renown, sem átti eft-
ir að verða heimili hans næstu
árin.
Fyrsti staðurinn, sem prinsinn
sté fæti á í nýja heiminum var
St. Johns á Nýfundnalandi. Þar
hafði verið útbúinn blómum
skrýddur sigurbogi, sem prinsinn
var látinn ganga undir, og stakk
hann skemmtilega í stúf við
fiskihjallana allt í kring. Þegar
hann kom til Quebec var slíkur
mannfjöldi samankominn til að
fagna honum, að horfði til stór-
vandræða og lá við stórslysum.
Hver ruddist og tróð sér sem
betur gat og mannfjöldinn kom
svo nærri prinsinum, að honum
varð um og ó. Hann var látinn
ríða hestum ásamt gestgjöfum
sínum og fylgdarliði og hafði
miklar áhyggjiu: af því, að hest-
arnir mundu fælast og troða
fólkið undir. Prinsinn hafði vit
á hestum og sá strax, að þessir
klárar höfðu ekki verið tamdir
til slíkra nota. Daginn eftir kann-
aði hann lið 27000 fótgönguliða.
Ákafinn í hermönnunum var svo
mikill, að þeir rufu fylkingarnar
og þustu í áttina til prinsins. Með
naumindum tókst nærstöddum
lífvörðum að lyfta honum hátt á
loft og setja hann upp á pall.
Konungleg járnbrautarlest flutti
prinsinn yfir þvera og endilanga
Ameríku. Þegar hann kom til
New York blésu öll skipin í höfn-
inni honum til heiðurs. Þegar
hann ók eftir Broadway rigndi
blómum og pappírsræmum yfir
hann. Móttökurnar í Bandaríkj-
unum voru alls staðar jafn stór-
kostlegar. Þær þóttu tíðindum
sæta, þar sem Bandaríkjamenn
bera takmarkaða virðingu fyrir
kóngafólki. Enda var það ekki
prinsinn sem slíkur sem almenn-
ingur hyllti, heldur maðurinn
sjálfur. „Það er bros hans sem
heillar fjöldann", skrifaði eitt
dagblaðið í New York. „Blikið í
bláum augum hans er svo kímið
og mannlegt". Eftir á að hyggja
hljómar það sem kaldhæðni ör-
laganna, en staðreynd er það
engu síður, að fleira en eitt
bandarískt blað varpaði fram
þeirri spurningu, hvort prinsinn
af Wales væri kominn til Banda-
ríkjanna í leit að brúði sinni!
Að lokinni fyrstu ferð sinni
dvaldist prinsinn í fjóra mánuði
heima í Englandi, en hélt síðan
af stað í nýja reisu, að þessu
sinni til Nýja Sjálands og Ástra-
líu. í Nýja-Sjálandi hlaut hann
hlýjar móttökur, en í Ástralíu
bar á svolitlum kulda í hans garð.
Lloyd George hafði sagt honum,
að hann gæti ekki búizt við góð-
um móttökum alls staðar, því að
afstaða manna til krúnunnar væri
misjöfn. Þegar prinsinn ók um
göturnar framhjá hundruðum
þúsunda Ástralíubúa, fékk hann
sendar glósur af og til, eins og
til dæmis þessa: „Hvar hefurðu
fengið þennan hatt“? En að öðru
leyti voru móttökumar yfirleitt
fremur vingjarnlegar en hitt.
Framhald á bls. 33.
19. tbi. VIKAN 11