Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 29
xm. Að morgni þess 27. febrúar var hinn 49 ára vörubílstjóri Karl Silewski að nýju sóttur í klefa sinn og færður fyrir deildar- stjóra morðdeildar Berlínarlög- reglunnar. Silewski, samanrekinn, kald- rifjaður maður, var þreytulegur og hrörlegur útlits. Eftir tólf klukkustunda samfellda yfir- heyrslu hafði hann síðastliðna nótt játað á sig, að vera hinn umræddi kvennamorðingi. Silewski var giftur, faðir tveggja, nærri fullvaxta dætra. Hann hafði ekki komizt í kast við lögregluna áður, var enginn drykkjumaður, ekki fjárhættu- spilari, atvinnuveitandi hans var ánægður með hann. Hann spil- aði í happdrættum af mikilli ástríðu, safnaði frímerkjum og hafði myrt þrjár ungar, ljós- hærðar stúlkur. Karl Silewski var andstyggilegur kynferðisaf- brotamaður, sem hafði haldið heilli borg í greipum óttans. - Þér hafið fengið játningu mína, sagði hann, þegar hann kom inn í herbergi lögreglufull- trúans. — Og þér hafið lofað mér, að ég fái að sofna, ef ég skrifi undir.... — Setjizt, skipaði Sasse hon- um, hvass í málrómi. — Svefn- þörf yðar er hægt að taka seinna til greina. Okkur er nú sem stendur hugleikið um fyrsta fórnarlamb yðar, þann 7. desem- ber. Þér hafið fullyrt að hafa ekið stúlkunni spölkorn í bíl yð- ar. .. . Silewski kinkaði kolli. Sasse lögreglufulltrúi tók tvær myndir upp úr skrifborðsskúffu sinni og lagði þær hlið við hlið á skrifborðið. — Horfið á báðar þessar myndir. Hvor þessara stúlkna var það? Silewski benti á vinstri mynd- ina, án þess að hika. Lögreglufulltrúinn horfði þýð- ingarmiklu augnaráði á sam- starfsmann sinn. — Þér munið nafnið ekki lengur. . . . Gerlinde Hoffmeister . . . gæti það hafa verið nafn hennar? — Já, sagði Silewski fljót- mæltur, — það hét hún. Núna, þegar þér segið það, man ég það. Yfirheyrslunni var lokið. Tveir einkennisklæddir lögregluþjónar færðu Silewski aftur inn í klefa sinn. Sasse flýtti sér inn í lögreglu- stjóraskrifstofuna. Hann gekk inn, án þess að berja að dyrum. — Hvað nú, spurði Steinberg lögreglumálaráðunautur æstur. — Við verðum að láta opna gröfina. En ég er nú fullviss um, að Gerlinde Hoffmeister liggur þar. Þessi undarlegi herra Sie- bert hefur notfært sér vissa lík- ingu og með köldu blóði þótzt þar þekkja konu sína. Þá mundi hann hafa frið fyrir lögreglunni. — Og hvar er þá Janine Sie- bert? spurði lögreglumálaráðu- nauturinn. — Það þætti mér einnig gam- an að vita, svaraði Sasse. — Ég óttast.... — Ég óttast það einnig, sagði Steinberg. — Jæja, við skulum nú sjá, hvað eiginmaðurinn hef- ur að segja. -— Því miður er hann nú sem stendur í verzlunarferð. Þeir á skrifstofu hans vita ekki alveg, hvenær hann er væntanlegur. Hann kvað vera í Múnchen, þar sem hann ætlar að gifta sig bráðlega aftur. Steinberg stóð upp. — Sendið skilaboð til Múnchen. Þeir eiga að taka hann höndum. Ég hugsa, að rannsóknardómarinn muni samþykkja handtökuskipunina. Sasse lögreglufulltrúi yfirgaf skrifstofu yfirmanns síns og hófst þegar handa. Afbrotið, sem hann óttaðist, hafði enn ekki verið framið. En morðinginn var nú tilbúinn, með fórnarlamb sitt á leiðinni. . Himinninn var heiðblár, snjór- inn bráðnaði á húsþökunum í smjörgulu sólskininu. Vatnið þeyttist undan hjólum bílanna. Loftið ilmaði af votu grasi, krók- usum og fjólum, sem brátt mundu springa út. Þetta var yndislegur morgunn til þess að verða ástfangin. Janine sat við hlið Júrgens í rauða sportbílnum, og sá naum- ast alla þessa dásemd. Allur áhugi hennar beindist að honum: að raddblæ hans, brosi hans, við- kvæmum hliðarsvip hans, hönd- um hans, sem hvíldu rólegar og með fullkominni stjórn á stýr- inu. Hve lengi mun hann halda það út, hugsaði hún. Hvenær skyldu allar lygar hans hleypa úr hon- um loftinu. Hvenær skyldi grím- an falla frá andliti hans og hinn sanni Júrgen koma í ljós. Sá, sem ég ekki þekki. Sá, sem ég hata? — Hvert erum við eiginlega að fara? spurði hún. — Það á að koma á óvart, elskan, sagði Júrgen. Á óvart. Janine tók sólgler- augu sín upp úr veskinu og setti þau á sig. Hve margt átti enn eftir að koma henni á óvart? Það nægði reyndar, sem gerzt hafði í dag. En það, sem ég geymi handa þér, Júrgen, er heldur ekki svo slæmt. Þau óku gegnum þorp, þar sem kirkjuklukkur hljómuðu. — Hamingjan góða, sagði Júrgen og steig á hemlana. Fyrir þeim var líkfylgd, sem kom út úr kirkjugarðinum, presturinn í broddi fylkingar í öllum skrúða sínum, sorgargestirnir, eins og svartar krákur í hvítum snjón- um. Hún vissi, að hann hataði jarð- arfarir, að hann vildi helzt ekki tala um dauðann, að hann vék úr vegi fyrir sorgarskrúðgöng- um og hafði hjátrúarfullan ótta við líkvagna. Áður höfðu þau oft hlegið að því. — Hvar er konan þín annars jörðuð? spurði hún og hallaði sér aftur á bak, án þess að hafa af honum augun. — Konan mín? Hann steig á bensínið, eins og hann kæmist ekki nógu fljótt frá þessu dap- urlega þorpi. — Konan mín er grafin í Heidekirkjugarðinum í Mariendorf. Hve hann var alltaf fljótur að finna svar, lygi, án þess að and- lit hans gæfi nokkuð til kvnna. — Hvað hét hún annars að fornafni? spurði hún snögglega. Hendur hans krepptust um stýrið. — Anna, sagði hann mjög lágt, — Anna hét hún. — Anna Siebert, endurtók Janine. Júrgen leit af veginum og á hana, alvarlegur og fullur ástar. — Janine, hvers vegna erum við alltaf að tala um fortíðina? Eg hef reynt miög margt. Fyrst, eft- ir að ég kynntist þér, veit ég aft- ur, hvað það er að vera maður. Ég elska þig, Janine. Hún beit sig í vörina. Hvers konar leikur var það, sem hún tók nú þátt í? Sorgarleikur? Skrípaleikur? Gamanleikur? — Mig langar til þess að kynnast þér betur, sagði hún. Mig langar til þess að vita, hverni^ þú lifir. Hvernig þú býrð. til dæmis.... — Ég á heima í Mariendorf, svaraði hann. Hún sá á honum, að honum leið ekki vel vegna þessa umræðuefnis. — f hvaða götu? — Oh, hús í garði, þú munt kynnast því. Eg þekki það mjög vel, hugs- aði hún. Sérhvern dyraþrösk- uld. Sérhvern gluggapóst.. Bláa teppið í setustofunni. Sænsku húsgögnin, sem við kevptum fyrir fiórum eða fimm mánuð- um. Rússneski vínviðurinn minn er sennilega dauður, hann var svo viðkvæmur. En spilaklukkan stendur þar ennþá, við hlustuð- um svo oft á hana. Ó sole mio, lék hún, við keyptum hana í Venedig, þú og ég. . .. Hún raulaði lágt fyrir munni sér, tón fyrir tón. Ó sole mi-o, ó sole mi-o.. . . Þá hrökk hann í fyrsta skipti við. Hann sneri sér eldsnöggt að henni. — Hvaða lag er þetta? Hún brosti, tók af sér gleraug- un, mætti augnaráði hans. — ítalskt þjóðlag. Ó sole mio. Janine sá, að grunur hans var vakinn, sá, hvernig Júrgen horfði rannsakandi á andlit hennar. En hún vissi, að augu hennar voru jafn blá og skær og venjulega. Ég get einnig leikið, ef þess ger- ist þörf, Júrgen. Og grunur hans hvarf aftur, eins og snigill í kuð- ung sinn. Hann ætlaði að grípa ástúð- lega í hár hennar, en hún vék sér undan með lítilli höfuðhreyf- ingu. Hún gat ekki horft á hann um leið. Hvernig fór hann að því að gera augu sín svona dökk, þegar hann horfði á hana, dökk af ást, hafði hún áður haldið. Og hvers vegna þessi tilfinning, að rödd hans, að bros hans væri leikur? Allt varð stjarft og kalt innra með henni. Reyndu ekki að kyssa mig, hugsaði hún, þá mun ég öskra sannleikann upp í opið geðið á þér. Við hverja snert- ingu þína, þyldi ég þetta ekki lengur.... En hann kyssti hana ekki. Þau óku gegnum skóga og hátt yfir þeim á bláum himninum milli trjánna flaug flugvél. Hún starði á hann. — Áður fyrr flaug ég mikið. sagði hún. — É'g var flugfreyja hjá flugfélagi nokkru. f þetta sinn vaknaði grunur hans ennþá sneggra. Var hann ekki orðinn fölur, eða var það ímyndun hennar? -—- Hjá hvaða flugfélagi? spurði hann að því er virtist áhugalaust. Það veiztu jú, minn kæri. — Auðvitað hjá Lufthansa. Þú ert þó ekki búinn að glevma, hvern- ig við kynntumst á flugvellin- um í Orly, eða hvað? — Oh. hjá marokkósku félagi, svaraði hún. Þetta var leikur, sem hún kunni vel við: að trufla örvggi hans með smá athugasemd, siá Framhald á bls. 37. HVE LENGÍ MUN HANN HALDA ÞAD ÚT, HUGSAÐI HÚN. HVENÆR SKYLDU ALLAR LYGAR HANS HLEYPA ÚR HONUM LOFTINU. HVE- NÆR SKYLDI GRÍMAN FALLA FRÁ ANDLITI HANS OG HINN SANNI JURGEN KOMA í LJÓS. 19. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.