Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 39
þýðingu, varð Haller að viður-
kenna.
Karsch kinkaði kolli. —Við
verðum að halda okkur á þessu
spori. Jiirgen Siebert gengur hér
út og inn hjá Westphal, hann er
hinn tilvonandi tengdasonur. Við
vitum, að Westphal kallinn er á
ferðalagi. Gaby er ein heima. É'g
þori að veðja, að hún bíður eftir
honum.
— Vonandi er það þá ekki
orðið of seint.
Haller hrökk við vegna eigin
orða. Hann gaf sér strax róandi
sprautu í huganum. Það er hreint
brjálæði, sem þú gerir þér nú í
hugarlund. Getur Janine ekki
eitt einni nóttu með manni sín-
um? Ef til vill hefur hann sagt
henni hver hann er, og þau hafa
farið eitthvert saman í hamingju
sinni. Hvað gæti verið hættulegt
við það?
— Sígarettu, læknir? spurði
Karsch og rétti að honum pakka.
— Nei, takk. Hann þvingaði
sig til þess að brosa. Hann var
glaður yfir að vera ekki einn.
Þegar hann hafði ekki getað náð
í Janine í morgun, þegar hann
komst að því, að Júrgen Siebert
hafði heldur ekki gist á herbergi
sínu um nóttina, þegar þjónn
nokkur trúði honum auk þess
fyrir því, að herra Siebert væri
að því kominn að ganga í hið
arðvænlegasta hjónaband, að
hann ætlaði að giftast hinni
fögru og ríku Gaby Westphal,
þá hafði óttinn allt í einu náð
tökum á honum.
Og hann hafði ekið til Karsch
og sagt honum alla söguna. Og
leynilögreglumaðurinn hafði
þegar komið auga á veika punkt-
inn.
— Ef Janine stæði í vegi fyrir
honum, gæti hann látið sér detta
í hug, að ryðja henni úr vegi, áð-
ur en hún fær minnið aftur.
Áhættan væri ekki svo mjög
mikil, þar sem kona hans er
opinberlega nú þegar dáin. . . .
Að þessu kom Haller alltaf aft-
ur og aftur. Þrátt fyrir allar sín-
ar róandi sprautur, þrátt fyrir
allar skynsemisástæður, sem
hann sá stríða gegn þessari
stefnu.
Tuttugu mínútur yfir fjögur
kom leigubíll inn í götuna og
stanzaði fyrir framan villu
Westphals. Bílstjórinn flautaði.
— Þarna kemur hún, hvíslaði
Karsch.
Haller sá hana í fyrsta skipti.
Hún var hávaxin, grönn, glæsi-
lega klædd. Hún rétti bílstjóran-
um litla tösku, sem hann kom
fyrir í farangursrýminu.
— Við fylgjum þeim eftir,
ákvað Karsch. — Ef til vill hitt-
ír hún hann einhvers staðar.
\
Vélin til Rómar flaug klukkan
18.35.
Þegar Gaby kom inn í anddyri
flughafnarinnar, leit hún fyrst
leitandi allt í kring um sig. En
hún sá aðeins ókunn andlit. Við
r
Uarií)i$a?kat$it
ýhhi- & 'Útikuríir H □. VILHJÁLMS5DN
RÁNARGÖTU 15! SÍMI 19669
V____________________________________________J
blaðasöluna bað hún um franskt
tízkublað.
— Takið eftir. Air France til-
kynnir komu vélar sinnar frá
París.
Flugstjóri nokkur hljóp fram
hjá henni, sneri sér við, horfði
aðdáunarfullu augnaráði á fætur
hennar, brosti til hennar.
Þegar farið var fram hjá gler-
dyrunum, sem lágu út á völlinn,
var komið inn í litla kaffistofu.
Gaby settist á einn af háu bar-
stólunum. Héðan gat hún séð
sérhvern , sem kom inn í anddyr-
ið.
— Þurran vermut, takk.
Ég flýg að minnsta kosti hugs-
aði hún. Ef hann kemur ekki, þá
skjátlast mér um hann.
En hann kom.
Hún renndi sér niður af sæti
sínu og gekk nokkur skref móti
honum. Hún varð hrædd, er hún
sá útlit hans. Hann virtist vera
algjörlega utan við sig. Andlit
hans var fölt og innfallið. Ókunn
augu störðu á hana.
— Jurgen, hrópaði hún lágt.
— Já, sagði hann, — hún er
dauð.
Gaby dró hann nokkur spor
til hliðar, þar sem þau voru af-
síðis. Hann leit út, eins og
hann mundi þá og þegar falla
saman.
— Elskan, sagði hún lágt, —
þú mátt ekki hugsa meira um
það. Við erum orðin frjáls, eng-
inn getur framar komizt upp á
milli okkar. Við verðum komin
til Rómar eftir nokkrar klukku-
stundir, þá muntu gleyma þessu.
— Nei, mótmælti hann, og rak
upp óstöðvandi, brjálæðislegan
hlátur, því er ekki hægt að
gleyma. Hann lyfti höndum sín-
um hægt, hélt þeim fyrir framan
andlit hennar. — Með þeim
kyrkti ég hana, veiztu hvað það
er .... þrýsta einfaldlega sam-
an .... drepa mannlega veru ....
Gaby leit í kringum sig. —-
Gerðu mér þann greiða að tala
ekki svona hátt. Það vill svo til
að við erum stödd útá flugvelli
og sérhver þarf ekki endilega að
heyra....
Júrgen hreyfði neðrivörina
fyrirlitlega. — Þetta er allt sam-
an bara venjulegt fólk, það
mundi aldrei trúa því, að morð-
ingi væri meðal þess.
— Eins og þú lítur út, gæti
það jafnvel trúað því.
Júrgen starði á hana. —
Hvernig hafðirðu hugsað þér, að
maður liti út eftir á? Er ég ekki
nógu geðslegur handa þér eða
hvað?
í flýti dró hún höfuð hans nið-
ur að sér og kyssti hann við-
kvæmt. — Ég elska þig, Júrgen,
heyrirðu það. Og ég lofa þér því,
að allt slcal verða gott.
Hann þagði.
— Komdu, skipaði hún hon-
um, — við skulum fá okkur eitt-
hvað að drekka, þá mun þér líða
betur.
Vermutglas hennar stóð ennþá
óhreyft á borðinu. Júrgen pant-
aði sér tvöfaldan vodka, drakk
hann í einu teig og lét færa sér
aftur það sama.
— f Róm er vorið komið fyrir
löngu, sagði Gaby og brosti til
hans. — Ég mundi vilja vera þar
heila viku.
Júrgen ætlaði að svara ein-
hverju. Gaby lyfti augabrúnun-
um sínum aðvarandi. Varaðu þig,
átti það að segja. Fólk situr
hérna hjá og hlustar.
Júrgen skildi.; Hann kveikti
sér í sígarettu með titrandi hönd-
um.
— Hvað er langt þangað til
við förum? spurði hann í öngum
sínum.
Rúm klukkustund.
— Pantaðirðu herbergi?
— Já. Á Savoy. Ég þekki hó-
telið. Það er á bezta stað í borg-
inni.
Þvínæst þögðu þau aftur. Þýð-
ingarlaust samtal vildi ekki
heppnast þeim. Vísar stóru
klukkunnar færðust aðeins hægt
áfram.
Hátalarinn tilkynnti brottför
vélar til Teheran.
Það var farið að rökkva. Úti
á flugbrautinni blikuðu ljósin,
sem takmörkuðu brautina.
Þjónninn bak við barborðið
fletti sundur kvöldblaði. Þau
gátu lesið fyrirsagnirnar með
honum: Þjófnaðarárás á gim-
steinasala. FórnarlambiS illa
sært. Þjófnaðurinn virtur á hálfa
milljón marka. Árásarmaðurinn
komst undan, þrátt fyrir víð-
tæka leit....
— Að tilviljun nágranni minn,
sagði Gaby við þjóninn.
Þjónninn horfði á hana með
hluttekningu. — Tæplega frið-
söm nótt, eða hvað?
— Já, það má segja það.
Júrgen ýtti tíumarkaseðli yfir
borðið og stóð upp. — Komdu,
sagði hann, •—■ ég verð að sækja
töskuna mína og þá er tíminn
kominn.
— Viltu ekki panta þér brauð-
samloku?
— Nei, sagði hann, — ég gæti
ekki komið niður einum bita.
Þegar þau gengu gegnum and-
dyrið, stefndi allt í einu grá-
hærður maður að þeim.
— Herra Siebert...!
Júrgen starði á hann eins og
vofu.
— Þér þekkið mig þó aftur,
ferðaskrifstofa Innhoff. Kona
yðar vann hjá mér.
— Auðvitað þekki ég yður,
svaraði Júrgen að lokum. — Að-
eins fyrst áttaði ég mig ekki, það
eru nú líka nokkur ár síðan við
sáumst síðast.
Gaby hafði gengið nokkur
skref áfram.
— Ég heyri ekkert lengur frá
konu yðar, hélt herra Imhoff
áfram, ótruflaður. .. Áður fyrr
skrifaði hún þó af og til...
Júrgen leit niður fyrir sig. ■—
Hún getur ekki skrifað lengur,
herra Imhoff, Janine er dáin.
Maðurinn tók um handlegg
hans. - í guðs nafni, það vissi
ég alls ekkert um. Hvenær dó
hún.
— Jarðarförin fór fram stuttu
fyrir jól.
— Krabbamein?
Júrgen kinkaði kolli. Það var
auðveldast. Imhoff lyfti hatti sín-
um utan við sig. — Ég samhygg-
ist yður, herra Siebert. Ég get
vel skilið, hvernig yður líður ...
Júrgen gladdist, þegar hann að
lokum gat kvatt. Að þurfa endi-
lega að hitta þennan mann nú.
— Hver var þetta? spurði
Gaby.
19. tbi. VTKAN 39