Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 48
Angelique Famhald af bls. 23 konar gufubað, með þvi að varpa rauðheitum steinum úr eldstæðinu ofan i vatnsfötur. Námumennirnir fjórir létu hendur standa fram úr ermum, tíndu til allan þann fatnað, sem þeir höfðu vfir að ráða, bættu á eldinn og bættu í súpuna, meira að segja, síðasta bitanum sínum af svínafeiti. Smám saman róaðist Elvire. Þá tók Maiaparde hana í fangið og lagði hana við hliðina á börnunum, þar sem hún féll i þungan svefn, en hún héit áfram að tala lágt og huggandi yfir henni. En / ngelique tók í öxlina á honurn og sagði: —• Nú er röðin komin að þér, vinur. Oktave Malaprade var ekki sérlega sterkbyggður. Það var hætt við að hann veiktist hastarlega ef hnnn væri mikið lengur í þessum blautu 'fötum. Hún rétti honum glas af rommi og skipaði honum, að taka af sér blauta skikkjuna, gekk jafnvel svo langt að þurrka hann sjálf með eiigin hendi, þr' ít 'vrir vandræðaleg mótmæli hans, en gekk - um leið úr s’.tugga að Florimond og Cantor væru komnir úr sín- um .görmurn ÞaO rauk hress lega upp af fatahrúgunni, frammi fvrir eldinum og í horninu stækkuðu bingir af óhreinum skóm og stígvélum mjög ört. Fótafatnaðurinn yrði að bíða til morguns, þar sem ógern- ingur var að koma honum nálægt eldinum núna. Ljósið af bjarnar- fitulampanum skein á skjálfandi, hálfnakta kroppa, frammifyrir eld- um. — Við höfum ekki gripið mikið til þeirra vara, sen við höfðum til vöruskiptanna, sagði Italinn Pourguani. — Við eigum enn eftir dálítið af teppum og rommi. — Það dugar okkur í nótt, sagði Peyrac. ítalinn dreifði rauðum teppum milli mannanna og allir vöfðu þeim um sig. Hópurinn var likastur skrautklæddum flokki Indiána þegar hann byrjaði loksins að vakna til lífsins á ný. Svo brauzt hláturinn út með hjálp rommsins og mennirnir tóku að slá kumpánlega hver á bakið á öðrum og spjalla fram og aftur um ailt það, sem gerzt hafði síðan í gær og allan síðasta mánuð. Börnin sváfu eins og örma.gna englar. Angelique litaðist ánægjulega um. Meðan stormurinn stóð höfðu þau verið einhverjar aumkvunarverðustu verur á jörðinni og hún myndi aldrei gleyma þvi að þrátt fyrir eymdina var það hvötin til að bjarga hinum veikustu og hlúa að þeim, sem lengst lifði. Hún hafði séð Malaprade hlúa að Elvire, séð Bretonann Yann rétta Jónasarhjón- unum rommgiös, áður en hann fékk sér sjálfur, Clovis kasta vatns- flöskunni sinni til Yanns og Nicholas Perrot skipa Flormond og Cantor að fara úr fötunum, í staðinn fyrir að standa skjálfandi frammi fyrir eldinum. Og Joffrey de Peyrac gaf sér ekki einu sinni tíma til að fara úr skikkjunni, fyrr en hann var fullviss um að allir hefðu étið fylli sína og væru orðnir þurrir. Nú mættust augu þeirra og hann kom til hennar og þrýsti henni lauslega að sér. — Nú er kominn tími til að hugsa um þig, elskan min. Rödd hans var þrungin gæzku og mildi. Þá, en ekki fyrr, fann hún að hún skalf enn og nötraði eins og flogaveikisjúklingur. Hann lét hana drekka vænan teyg af rommi í sjóðheitu vatni með kandíssykri út í, svo sterkan drykk, að hann hefði getað fellt naut. — Ég blessa manninn sem fann upp rommið. — Hver var það? — Ég veit ,það ekki en það ætti að reisa honurn styttu. Hún hafði aðeins óljósa hugmynd um það sem gerðist eftir þetta. Hún mundi eftir litlu baðstofunni, þar sem rauðheitum steinum var kastað í vatns- föturnar og hún mundi hvað það var dásamlegt, að íinna gufuna leika um ískaldan iíkamann og tvær hugulsamar, fimar -hendur, sem hjálp- uðu henni að þurrka sig og vöfðu hana inn í teppi, sterkar hendur. sem lyftu henni eins og barni áður en þær hjálpuðu henni að leggjast niður, og hvernig hann breiddi yfir hana mjúka loðfeldi, og hvernig dökk augu hans horfðu á hana, svo nálæg og svo fjarlæg eins og í gamla daga í draumum hennar, en nú hvarf hann henni ekki. . . . Hún heyrði hann muldra meðan hann hlúði að henni og hlýjaði henni, orð hans voru eins og atlot, eins og þau væru eins i heiminum. . . . En þetta kvöld skipti íþað ekki máli.... Þau voru öll eins og dýr, sem harð- lyndar höfuðskepnur hafa bugað með miskunnarlausiú hörku náttúr- unnar.... Þegar Angelique vaknaði um miðja nótt, fannst henni hún vera úthvild og hlustaði værðarlega á regnið bylja á þakinu og vindinn gnauða útifyrir. Skuggar léku um sótsvarta raftana neðan í loftinu. Hún lá á gólfinu á teppum og loðfeldum eins og allir hinir, og hvaðan- æva heyrðust hrotur. En hún var viss um það, engu að síður að i gegnum einhvern vegginn hafði hún heyrt grís rymja. Gris! Dásamlegt! Að hafa grís í húsinu, sem þau gætu drepið og étið um jólin! Og þarna voru teppi og romm! Hvers fleira gátu þau óskað sér? Henni fannst höfuðið í senn, þungt og létt, þegar hún lyfti því ofur- lítið og sá allt fólkið, sofandi hvað innan um annað og hvað upp við annað og Kouassi-Ba sitja á hækjum sér við eldstæðið og vaka yfir þeim, eins og verndarguð, meðan hann hélt eldinum lifandi. Það var kæsandi heitt, næstum óbærilega. En Angelique naut hit- ans, eins og maður, sem verið hefur i svelti, nýtur óhófs í mat; þegar honum virðist sem matarlystin muni aldrei taka enda. Öll réttindi áskilin. Opera Mundi, Paris. Mig dreymdi Framhald af bls. 8. — Hvað ætli verði úr þessu há þeim, þótt þau leiðist! Við litum hvort á annað og brostum. Og þar með var draumurinn búinn. Fyrirfram þakklæti fyrir ráðn- inguna. Jómfrú L. Þessi strákur á eftir að koma mikið við sögu í lífi þínu. Þau verða á vegi ykkar miklir erfið- leikar og fjölmörg vandamál (eyðimörkin, en ykkur tekst að sigrast á þeim öllum. Samband ykkar verður lífseigara en flest- ir bjuggust við og mun stöðugt fara batnandi. Margir telja, að flóð í draumi tákni hamingju, svo að ekki er loku fyrir það skotið, að ykkur takist að höndla hina einu og sönnu hamingju. Saga Forsyteættarinnar Framhald af bls. 15 að Dinny og kyssti hana, næstum ofsalega, svo flýtti hann sér út. Andlitið á Dinny ljómaði í brosi, þegar hún flýtti sér til að hitta móður sína. Lafði Cherrell sat í litlu vinnuherbergi við hliðina á svefnherbergi sínu og var að sauma músselínspoka utan um ilmjurtir. — Elskan, sagði Dinny, - nú skaltu undirbúa þig undir stórtíð- indi. Þú manst að ég sagði einu sinni að ég óskaði þess að finna góða konu handa Hubert. Jæja, hún er fundin, Jean var að biðja Hu- berts, rétt í þessu. — Dinny! — Þau ætla að gifta sig strax. — En.. . . —- Það er staðreynd, elskan. Við ætlum til borgarinnar á morgun og vera hjá Diönu eða Fleur, þangað til allt er um garð gengið. Hu- bert ætlar að segja pabba frá þessu. — En Dinny, er það hægt. ... ? Dinny flýtti sér til hennar og faðmaði hana að sér. Mér er nákvæmlega eins innanbrjósts, eini munurinn er að ég er ekki móðir hans; en elsku mamma mín, þetta er allt í lagi. Jean er dásamleg stúlka, og Hubert er ástfanginn upp fyrir bæði eyru. Hann er strax miklu bjartsýnni, og henni er trúandi til að hjálpa honum í framtíðinni. — En Dinny, peningarnir? — Þau ætlast ekki til að pabbi geri neitt í þeim efnum. Þau geta vel bjargazt, og þau þurfa ekki að eignast börn strax. — Ég veit ekki. Þetta er allt svo fljótt. Hvers vegna ætla þau endilega að fá sérlegt leyfisbréf. — Framsýni. Hún þrýsti móður sinni að sér. — Það er Jean sem er framsýn. Hubert er í erfiðri aðstöðu, mamma. — - Já, ég er hrædd við þetta allt saman, og ég veit að faðir þinn er það líka, þótt hann segi ekki margt. Þær ræddu ekki meir um vandræðahliðina, en sökktu sér niður í framtíðaráætlanir fyrir hjónaleysin. — Mér finnst að þau ættu að búa hér, þangað til málum þeirra er bjargað, sagði lafði Cherrell. — Þeim finnst skemmtilegra að hafa sitt eigið húshald. Það er líka gott fyrir Hubert að hafa eitthvað sem dreifir huganum, einmitt núna. — Já, það er nokkuð rólegt hér núna, viðurkenndi lafði Cherrell. — Já, guði sé lof, tautaði Dinny. — En ég hugsa að erilsamir dag- ar séu hollir fyrir Hubert einmitt nú, svo það verður gott fyrir hann að búa með Jean í London. Þau geta fengið sér litla íbúð, það verð- ur aldrei til frambúðar hvort sem er. Mamma mín, þú skalt láta eins og þú vitir ekkert um þetta í kvöld, þótt við vitum öll að þú vitir það, það verður léttara fyrir okkur öll. Hún virti fyrir sér áhyggjufullt brosið á andliti móður sinnar og fór út. Næsta morgun voru samsærismennirnir snemma á fótum. Þau óku af stað í bíl Tasburgh fjölskyldunnar, skyldu Hubert eftir á brautar- stöðinni og hin óku áfram til Lippinghall. Jean ók og Dinny og Alan sátu í aftursætinu. — Dinny, sagði Alan, — getum við ekki fengið okkur leyfisbréf um leið? — Heldurðu að það yrði ódýrara? Hafðu stjórn á þér, þú ferð á sjóinn og eftir mánuð manstu ekki einu sinni eftir mér. — Finnst þér ég líta þannig út? Dinny virti fyrir sér veðurbarið andlit hans. —- Á pörtum. — Reyndu að vera alvarleg. — Eg get það ekki; ég sé Jean í anda klippa einn lokk af hári 48 VIICAN 19- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.