Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 9
geta líka komið blöðrur í munninn. Þegar síðustu út- HLAUPABÖLA brotin koma, eru þau fyrstu venjulega farin að þorna og mynda skorpu. Hitinn stendur í nokkra daga. Hlaupabóla er næst eftir mislingum, mest smitandi barnasjúkdómanna, þeirra sem verða faraldur, og get- ur komið á öllum aldri, jafnvel nýfædd börn geta fengið hlaupabólu, en flest fá hana fyrir fimmtán ára aldur. Þótt sjúkdómsein- kennin og þá sérstaklega kláðinn geti verið nokkuð hvimleið, þá er þetta frek- ar meinlaus sjúkdómur, sem sjaldan hefir fylgi- kvilla, eins og t.d. misling- ar. Það er því ekki nauð- synlegt að fyrirbyggja sjúkdóminn með bólusetn- ingu enda aldrei gert. Það er vírus sem orsak- ar hlaupabólu, og smitast við snertingu eða úðun; þar er átt við að að vírusinn berst með örsmáum drop- um í útöndun sjúklingsins, sem er meira og minna mettað smitberum. Það geta liðið 2- 3 vik- ur frá smitun, þangað til sjúkdómseinkenni koma í ljós. Venjulegur meðgöngu- tími er 14—16 dagar. Fyrsta einkenni sjúk- dómsins er sótthiti, nokk- uð mismunandi hár, en oft- ast nokkuð vægur. Útbrot- in, sem eru greinilegust einkenni sjúkdómsins, geta líka verið mismunandi mikil, og koma í ljós tveim- þrem dögum eftir að sjúkl- ingur veikist. Útbrotin eru fyrst rauðir blettir. í miðj- um blettinum myndast blaðra með glærum vökva. Oftast koma útbrotin fyrst í hársvörðinn. Það er mjög táknrænt fyrir hlaupabólu að blettunum fjölgar stöð- ugt og breiðast út um lík- amann, oft mjög þétt. Það Barnið verður að vera í rúminu meðan hitinn er; annað er eiginlega ekki hægt að gera, og ekki nauð- synlegt, nema þá að gefa eitthvað við kláðanum. Það eru til bæði smyrsl og inn- tökulyf til að lina eða koma í veg fyrir kláðann, og gleymið ekki að börn með háan hita verða að drekka mikið! Það er álitið að hlaupa- bóla smiti um það bil, eða áður en útbrotin koma í ljós, en það eru ekki allir á einu máli um það hve lengi smithættan stendur. Sumir læknar halda því fram að smithættan sé úr sögunni um leið og bólurn- ar séu farnar að þorna, aðr- ir segja að skorpurnar verði að detta af, áður en smithættunni sé lokið. Yfirleitt má reikna með einni til hveggja vikna smithættu. Eins og áður er sagt eru engir alvarlegir fylgikvill- ar með hlaupabólu, en ef barnið rífur ofan af blöðru, þá geta komið nokkuð langvarandi ígerðir, sem skilja eftir ör. Það er ein ástæðan fyrir því að lina verður kláðann. Þessutan þarf að klippa neglur barnsins mjög náið og gæta B fyllsta hreinlætis, þvo því oft, sérstaklega um hend- urnar. Sá sem einu sinni hefir fengið hlaupabólu, fær hana ekki aftur. Undan- tekningarnar frá þeirri reglu eru mjög sjaldgæfar, og alls ekki ástæða til að óttast þær ... ☆ SVERRIR ÞöRQDDSSON & CO. Tryggvagötu 10 — Reykjavík — Sími 23290 FRAM er margfaldur meistari í gerð olíusíunnar. Sótmyndun, úrgangsefni og óhreinindi geta unnið á góðum samleik. Þannig hefur mörg vélin látið í minni pokann. En FRAM hefur unnið með leiftursókn og þéttri vörn. FRAM olíusían er stöðugt á verði gegn mótherjum vélarinnar. FRAM á leikinn. skorar einu sinni enn ÞRJÚ OG NÚLL 19. tbl. VIIvAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.