Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 22
t Katarunk var ekki lengur til. Frammi fyrir þeim var land, svart af ösku og sviðnum trjástofnum, þar sem varðstöðin Jiafði áður verið. Engin merki um <líf nokkurs staðar. Pont-Briand stundi þunga nog lamdi höfðinu hvað eftir annað utan i trjástofn. — Hún er dáin, veinaði hann. — Hún er dáin; hvernig get ég þá haldið áfram að lifa.... ? Hún var ekki vond, hún var ekki illur andi.... hún var bara kona! Unaðsleg, varnarlaus kona .... dásamleg kona! Ó, guð minn, hvers vegna er ég enn lífs? — Uss, vertu ekki með þessa vitleysu, sagði Loménie og hristi hann. Svo lokaði hann allt i einu augunum og beiskur tregi gagntók hann. Enn einu sinni sá hann fyrir sér riddara með svarta grimu, umkringd- an oddveifum sínum, horfa heim til Katarunk. Og við hlið riddarans var kona hans, — og hvílík kona! Hann skar í hjartað af sársauka og þrúgandi vissu um óbærilegan skaða. Svo ná.ði hann sér aftur, og ílaug i hug, að allt hefði þetta verið skipulagt af hendi föður Orgevals. Þvi stjórnaði guð ekki þessum presti, sem þegar hafði úthellt blóði sínum fyrir hann? Þegar Loménie kom írá Quebec fyrir mánuði í broddi fylkingar manna sinna. gaf jesúítinn honum fyrirskipun: — Komdu þeim fyrir kattarnef, hvað sem það kostar. E'yddu þeim, ef þú kemst ekki hjá þvi, það gerir allt aðeins auðveldara. En ókunna fólkið hafði komið honum í opna skjöldu og hann hafði brugðizt skyldu sinni. Himinninn hafði gripið í taumana. — Leiðangursverkið fullkomnað! hugsaði hann. Og beiskjan flæddi um hjarta hans. Hann dvaldi þarna langa hríð ásamt Pont-Briand; hann hafði sig ekki burt. Svo gaf hann fyrirskipun um að snúa aftur norður. Þegar Frakkarnir voru gersamlega ohrfnir úr augsýn, kof Panis- indiáninn fram úr íylgsni sínu í fjallinu niður á árbakkann. Sítt svart hárið blakti í vindinum. Hann gekk léttilega niður að árborðinu, drúpti höfði og beygði sig i lendunum. Þannig álútur fylgdi hann árbakkanum upp að lendingarstaðnum, þar sem hann beygði af leið og gekk upp að brúnarúsunum, umhverfis þær einu sinni og svo aftur niður að ánni. Af jörðinni las hann íurðulegt ævintýri. Svo reisti hann sig upp, það var líkt og hann veðraði upp í vindinn, en gekk síðan einbeittur í átt til fjalla í norðaustri. ÞRIÐJI HLUTI WAPASSOI7 36. KAFLI Fárviðrið geisaði. Slydduslettingur lambdi þau i andlitið og gerði fötin þung af bleytu. Hópurinn barðist áfram undir trjánum; þau drógu fæturna, þunga af for og leir. Mennirnir, sem báru eintrjáningana, sem þau höfðu notað til að fylgja ánni andstreymis voru að minnsta kosti verndaðir fyrir regninu. En íæturnir á þeim flæktust í lággróðr- inum og það varð að láta tvo menn fylgja þeim með sveðjur til að höggva þá lausa. Angelique lyfti höfðinu og sá, í blágrænni birtu skóg- arins, fossana risa frammi fyrir sér eins og hvitar súlur. Þessir iðandi, freyðandi o gfallandi hvítl fossar, þessar glitrandi vatnsvoðir með þungum, votum tjöldunum eru útverðir skóglanda Ameríku. Þeir finn- ast hvarvetna, þrumandi sína upphrópun: — Þú skalt ekki komast! Þessir sérstöku fossar virðast hærri og ógengari en allir hinir. Tré 22 VIKAN 19- tbl- á valdi vindsisn undu sig æðislega eins og í krampa allt í kringum þá. Vatnið bunaði af laufunum og snögg skrumba skall á uppréttu andlti Angelique. Hún var holdvot. Vatnið þrengdi sér alls staðar. Þykk línskikkjan hennar var gegn- drepa, þótt voidug væri, og þjónaði ekki lengur því hlutverki að halda Homorine hlýrri, en hana hafði Angelique tekið í fangið til að vernda hana fyrir vætunni. Hún fann, að hárin sem losnað höfðu undan höfuð- búnaðinum, höfðu límzt við gagnaugun. En hini'r voru einnig aumlegir ásýndum og allir námu staðar neðan undir fossinum og uppgjafarkenndin leyndi sér ekki, meðan fólkið starði upp á klettabrúnina. Joffrey de Peyrac gekk inn í hópinn og teymdi svarta folann. Hann beindi fólkinu inn í skjólið af slútandi kletti og sagði — Þarna uppi er Wapassou. — Og hvað nú, ef við finnum engan þar? hrópaði einn mannanna yfir gný fossins. — Hvað nú, ef Frakkarnir hafa lika farið þar um? Eða Irokarnir? Hvað nú, ef vinir okkar eru allir, og kofinn hefur verið brenndur? — Svo er ekki, svaraði de Peyrac. — Wapassou er of vel varið frá náttúrunnar hendi til þess. Til þess að sækjast þangað, verður maður að vita, hvað þar er að finna, og það veit enginn enn. — Kannski eru þeir dauðir, fjórmenningarnir þínir þar, hélt Clovis áfram. — O'Connel sagðist ekki hafa séð þá í marga mánuði. — Nei, þeir eru ekki dauðir, svaraði de Peyrac. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess, að forlögin gætu ekki gert okkur það. Hann tók Honorine úr fangi Angelique og hvatti fólkið til að halda áfram, en þó með mestu varkárni. Svo tók hann að klífa flughálan brattann meðfram ifreyðandi vatnsfallinu. Nokkrir mannanna höfðu fengið fyrirmæli um að gæta að og stjórna hestimum tveimur, sem með voru i ferðinni. Angelique hefði helzt kosið að fylgjast sjálf með hryssunni, en hún var örþreytt og hafði nóg með sjálfa sig. Laufin, sem stormurinn hrifsaði af trjánum, hvirfl- uðust umhverfis hana, börðu hana í andlitið og blinduðu hana. Eitt vanhugsað fótmál gat leitt af sér dauða. Hún iitaðist um til að sjá, hvort einhver félaga hennar eða barnanna þarfnaðist hjálpar. Hún sá, að Octave Malaprade, sá snilldar matsveinn, studdi Elvire, það lá við, að hann bæri hana. Monsieur Jonas, kúfró- legur að vanda, var uppörfandi sjón eins og venjulega, þótt svona rennandi votur væri hann engu fremur likur en marbendli, nýstignum úr öldum hafsins, þar sem hann ýtti Madame Jonas á undan sér og reyndi að styðja við hana, þar sem hún klöngraðist áfram hærra, móð og másandi. Florimond og Cantor höfðu tekið að sér sinn drengja Elvire hvor og báru þá á bakinu. Angelique sá syni sína klífa hægt hærra, álúta undir byrði sinni eins og sálir fordæmdra í viti Dantés, hárið eins og rennvott tjald fyrir augum þeirra. Þetta var fjarstæðukennd örvæntingarsýn. Hefði nú verið fulldimmt. hefði myrkrið hlift þeim við að horfa á æðandi fossinn rétt við hlið- ina. En í þessari misturbirtu, sem hvíldi yfir öllu, varð fossinn engu líkari en ógnandi skrimsli, sem reyndi að hremma þau til sin. Nú voru þrír dagar liðnir siðan hópurinn yfirgaf Katarunk eftir gereyðinguna. Þau höfðu aðeins tekið tvo hesta með sér, en Maupertuis og Pierre-Josqph sonur hans höfðu fengið fyrtrmæli um að fara með hina hestana aftur til Gouidsboro, og þau höfðu séð þá hverfa til suð- austurs. Allir þeir, sem ákveðið höfðu að fylgja de Peyrac áfram inn I landið vissu, að Wapassou var ekki varðstöð nema að nafninu til. Áður en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.