Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 13
Ilvorki í orði né verlci hafði ég gefið Fortunato ástæðu til að efast um vináttu mína.. Ég hélt áfram að hrosa framan í hann, cn hann vvssi eklci, að nú brosti ég að tihugsunni um kvalir hans...... — Nei, nei, góði vinur! Ég vil ekki misnota greiðvikni þína. Eg sé, að þú ert upptekinn. Luchesi.... — Eg er ekkert upptekinn! Komdu! — Nei, vinur minn! J'að er ekki vegna þess, að þú sért upptekinn, heldur af því, að ég sé, að þú ert með síœmt kvef. llvelfingar eru óþolandi rakar. Þær eru þaktar salt- pétri og mjög óhollar. — Föum samt! Kvefið er ekkert teljandi. Amontillado! Þú hefur verið gabbaður. En hvað Luchesi viðvíkur, þá þeklcir hann ek'ki sundur Sherry og AmontiIIado. Að svo mæltu tók Fortunato í handlegg mér. Eg setti svarta silkigrímu fyrir andlitið, sveipaði kápunni um mig, og lét hann teyma mig til hallar minnar. Það var ekkert þjónustufólk heima. Það hafði allt laum- ast burt til að taka þátt í hátíðahöldunum. Ég hafði sagt því, að ég kæmi ekki heim fyrr en með morgninum, og haíði stranglega bannað því að hreyfa sig úr húsinu. Þessi skipun vissi ég, að var nægileg t.rygging þess, að allir hyri’u um leið og ég' hafði snúið við þeim bakinu. Eg tólc tvö blys úr stjökum snum, fékk íFortunato ann- an, og vísaði honum gegnum nokkra sali, að steinboganum, sem Já að hvelfingunum. Eg gelck niður langan, snúin stiga og bað hann að koma gætilega á eftir mér. Að lokum kom- um við niður og stóðum í saggalegum grafhvelfingum Mont- resar-ættarinnar. Gangur vinar míns var óstöðugur, og bjöllurnar í húf- unni hans hringdu við hvert spor. — Hvar er tunnan? spurði hann. — Hún er lengra inni, sagði ég. — En sérðu hvítu nál- arnar sem glitra hérna á veggjunum? Hann sneri sér að mér og horfði á mig með sljóum aug- ununi, sem voru vot af drykkjuskap. — Er þetta saltpétur? spurði liann að lokum. — Já, saltpétur, sváraði ég. — Hve Iengi hefurðu haft þennan hósta? — ÍJghu! Ughu! Ughu! Vesaíjngs vinur minn gat ekki svarað i margar mínútur vegna hóstans. — Þctta er eklcert, sagði hann að lokum. — Komdu, sagði ég í ákveðnum tón. — Við skulum snúa aftur. Heilsa þín er dýrmæt. Þú ert ríkur og nýtur virðing- ar, aðdáunar og vinsælda. Þú ert hamingjusamur, eins og ég var einu sinni. Þín yrði saknað. Með mig gerir það ekk- ert, til. Við skuluin snúa aftur. Ég vil elcki verða til þess, að þú veikist. Og svo er líka Luchesi.... Nóg um það, sagði hann. — Hóstinn er eklcert telj- andi. Hann drepur mig ekki. Varla á það fyrir mér að liggja að deyja úr hósta! — Nei, satt er það, svaraði ég. — Og vissulega ætlaði ég ekki að hræða þig að óþörfu. En þú ættir að viðhafa alla skynsamlega varúð. Einn sopi af þessum Medoc mundi vernda þig fyrir rakanum. Ég tók flösku úr langri röð og braut. af henni stiitinn. — Drekktu, sagði ég og rétti honum vínið. Hann bar það glóttandi að vörunum. Hann hikaði við og kinkaði kolli til mín gumpánlega, svo að bjöllurnar hringdu. Ég drekk slcal hinna dauðu, sem hvíla hér í kringum okkur, sagði hann. — Og fyrir löngu lífi þínu. Hann tók aftur í handlegg minn og við héldum áfram. — Þessar hvelfingar eru víðáttumiklar, sagði hann. — Montresor-ættin var einu sinni fjölmenn og voldug ætt, svaraði ég. — Eg er búinn að gleyma skjaldarmerkinu ykkar. Það er gylltur mannfótur á bhium grunni. Fóturinn traðkar ofan á riöðru, en höggtennur hennar eru á kafi í hælnum. — Og kjörorðið? — Nemo me impune laeessit (Enginn rnóðgar mig óhengt). — Agætt, sagði hann. Vini ðglampaði í augmn hans, og bjöllurnar hringdu. Vín- ið örfaði eirinig hugmyndaflug mitt. Við gengjum framhjá löngum veggjmn, þar sem beinahrúgur lágu í röðurn, en á milli þe.irra kút.ar og tunnur, inn í innztu ranghala hvelfing- anna. Eg nam staðar aftur og áræddi að grípa um hand- legg Fortunatos. —; Sérðu saltpéturinn, sagði ég. —- Hann eykst stöðugt. Hann hangir eins og mosi á veggjunum. Við erum konmir undir árfarveginn. llakinn drýpur af beinunum. Komdu, við skulum snúa við, áður en það er of seint. Hóstinn, sem þú liefur .... — Það er eklcert, sagði hann. — Höldum áfram. En gefðu mér fyrst annan sopa af Medoc. Ég braut stútinn af flösku af De Grave og rétti honum. Hann saup úr henni í einum teyg. Augu hans glömpuðu Framhald á bls. 30. 10. tw. VIIvAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.