Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 34
ar í stað hinn leiðandi maður á sviði herratízkunnar. Á kvöldin sveif hann eins og fiðrildi milli nýtízkulegra skemmtistaða eins og Embassy. Club, Kit-Cat og Café de Paris. Fataframleiðendur tóku prins- inum tveim höndum. Hann var sannkallaður dómari á sviði herratízkunnar. Við hirðina biðu menn spenntir á hverjum morgni að sjá, hverju prinsinn klæddist nú þann daginn. Hann barðist með oddi og egg gegn hörðum flibbum og stífum skyrtubrjóst- um. Faðir hans klæddist ævin- lega á þann hátt, jafnvel þegar hann borðaði með fjölskyldunni heima og gerði kröfu til að son- ur hans gerði slíkt hið sama. Hann lét að vilja föður síns heima fyrir, en utan hallarinnar klæddist hann ævinlega eftir eig- in geðþótta, hvort sem hann var í einkaerindum eða kom fram opinberlega. Prinsinn var mikill unnandi útilífs og íþrótta. Þetta varð að eins konar áráttu hjá honum. Á ferðalögum sínum krafðist hann þess af fylgdarliði sínu, að hann fengi tækifæri til að stunda ein- hverja íþrótt á hverjum einasta degi. Eftir langa og þreytandi törn við opinberar skyldur, vildu aðstoðarmenn hans helzt fara heim og hvíla sig á kvöldin í þægilegum stól með glas í hönd. En það var ekki til setunnar boð- ið hjá prinsinum. „Jæja, þá er það búið“, sagði hann. „Nú skul- um við koma og leika golf, áður en við borðum kvöldverðinn". Prinsinn var mikill hestamað- ur og djarfur í þeim sökum. Oft datt hann af baki, en þó ekki oftar en gengur og gerist með þeim sem hestamennsku stunda. Hann var snjall reiðmaður og gæðingar hans afbragðsgóðir. En hann var stöðugt undir smásjá, sérstaklega hinna fréttaþyrstu blaðamanna, þess vegna gáfu blöðin út aukablöð með flenni- stórum fyrirsögnum í hvert skipti sem prinsinn datt af baki. Þetta var einnig kærkominn efni- viður fyrir höfunda revía og gamanvísna. f eitt skiptið var þó alvara á ferðum. Hann datt á höfuðið og fékk heilahristing og varð að liggja í rúminu í fleiri vikur. Málið var tekið til umræðu í brezka þinginu. Að loknum hat- römmum deilum þar, fékk prins- inn bréf frá forsætisráðherran- um, þar sem hann var vinsam- lega beðinn í nafni þjóðarinnar og heimsveldisins að forðast að stofna lífi sínu í hættu eftirleið- is. Enn harðorðara var bréfið, sem hann fékk frá föður sínum. Þar var honum stranglega bann- að að stunda hestamennsku eða aðrar hættulegar íþróttagreinar. Prinsinn varð að beygja sig fyrir vilja föðurins. Hann seldi hest- ana sína, en tók í staðinn að stunda af enn meira kappi það, sem föður hans þótti lítið skárra en hestamennskan — golfið. Samkomulagið milli prinsins af Wales og föður hans hafði aldrei verið hnökralaust og fór versn- andi með árunum. Enda þótt prinsinn væri orðinn þrítugur neitaði gamli maðurinn stöðugt að láta hann fá nokkur alvarleg opinber verkefni til þess að glíma við. Því síður tók hann í mál að byrja að setja son sinn inn í mál- efni krúnunnar, eins og sumir ráðgjafar hans lögðu til. Nokkr- um sinnum gerði prinsinn til- raunir til að komast í samband við ráðherra ríkisstjórnarinnar en konungurinn var fljótur að stöðva slíkt ráðabrugg. Georg konungur V. var vana- fastur og íhaldssamur í skoðun- um. í rauninni lifði hann enn í anda Viktoríutímans. Hann þoldi naumast nokkrar breytingar og hafði megnustu andstyggð á lífs- máta ungu kynslóðarinnar. „Þetta gerðum við aldrei í gamla daga“, var fast orðtak hjá honum, sem prinsinn fékk oft að heyra. Að hans dómi voru næturklúbbar lastabæli og svínastíur, sem ekki voru samboðnar konungbornu fólki, og gat alls ekki þolað, að það reykti. Hann kallaði amerísk- an jazz villimannatónlist og ná- gaul og átti erfitt með að sætta sig við þá venju, sem fór vax- andi á þessum árum, að fólk ferðaðist um helgar. Konungurinn varð skelfingu lostinn, þegar honum bárust fregnir um samkvæmislíf sonar síns í Bandaríkjunum, en þang- að fór prinsinn öðru sinni til að líta eftir nautabúi, sem hann átti í Alberta. Fyrirsagnir blaðanna voru eitthvað á þessaleið: „Prins- inn kemur heim um leið og mjólkurpósturinn“. „Hver vill spyrja hans hátign í hverju hann sofi á nóttunni"? „Hérna er hann, stúlkur, —■ eftirsóttasti pipar- sveinninn í öllum heiminum"! Þegar prinsinn kom heim frá Ameríku, kallaði. kóngur strák á sinn fund og lagði fyrir framan hann ótal blaðaúrklippur af þessu tagi og krafðist skýringar. Prins- inn reyndi að telja gamla mann- inum trú um, að enginn tæki slík skrif alvarlega þar vestra. Bandarísk blöð væru ekki jafn vönd að virðingu sinni og þau brezku. Ekki batnaði skap kóngsa við þessa útskýringu. „Ef dóna- skapur af þessu tagi er til merk- is um afstöðu Bandaríkjamanna til konungborins fólks, þá skal verða bið á því að þú heimsæk- Ameríku aftur“. Upp frá þessu sleit Georg V. öll tengsl milli Bandaríkjanna og fjölskyldu sinnar. Hins vegar vissu konungurinn ekki, hvað sonur hans sagði, þeg- ar ung blaðakona spurði hann við komuna til Ne'w York: „Ef þér yrðuð ástfanginn af amerískri stúlku, munduð þér þá kvænast henni“? Prinsínn svar.aði umhæl: „Já“. Siðar stóð hann við þessi orð sín, en það er önnur saga, sem öllum er kunn og ekki verður rakin hér. ☆ Mig dreymir á íslenzku Framhald af bls. 27 með ljósmyndir, breyti ég engu, því þá vill viðskipta- vinurinn hafa fötin nákvæm- lega svona og ég hef ekki leyl'i til að breyta því. — Hversu þykja þér karl- menn klæddir hérlendis? — Allvel. Ég hygg, að ekki sé mikill munur á meðaltali í klæðaburði hér og annars staðar í Vestur-Evrópu. Ef til vill eru eldri karlmennirnir heldur íhaldssamir, klæðast mest dökkum fötum og þess háttar. — Heldurðu, að fatatízk- an sé að breytast í þá átt, að karlmennirnir þurfi ekki ei- líflega að vera í jakka, flibba- skyrtu með bindi? — Ég hygg að öll grund- vallarbreyting á klæðaburði karlmanna muni taka mjög langan tíma, einkum hvað jakkann snertir. Rúllukraga- skyrtur sjást nú æ oftar í staðinn fyrir ílibbaskyrtur, en ekki geta allir klæðzt þeim. Lágvaxnir menn ættu aldrei að láta sjá sig með rúllukraga, ég segi fyrir mig, að ég er út- lits eins og í sjúkragifsi eftir slys, ef ég fer í rúllukraga. En hávöxnum mönnum fer mjög vel að vera þannig til fara, ég man sérstaklega eftir mið- aldra manni, sem ég sá á hótel Sögu, í smóking og hvítri rúllukragaskyrtu; hár- ið var silfurgrátt, þetta var einstaklega glæsilegur maður og vel klæddur. — Komi maður hingað til að fá föt, en veit ekki hvern- ig hann vill hafa þau, hvað gerir þú þá? — Sýni honum myndir. Ef til vill sér hann þar föt við sitt hæfi, ef til vill lízt hon- um vel á þennan kraga, þess- ar ermar, og svo framvegis. Þá reyni ég að sameina smekk hans í eina teikningu, og breyti henni þangað til hann er orðinn ánægður. — Saumar þú eingöngu eftir máli, eða saumar þú eitthvað í stærðum fyrir verzlunina Karnabæ líka? — Ég hef saumað svolítið af buxum og jökkum fyrir verzlunina, og vonast til að geta gert meira af því í fram- tíðinni. — Eru þær flíkur eitthvað frábrugðnar þeim, sem keypt- ar eru frá öðrum saumastof- um? — Það er vandi um að segja, en ég held að svo sé. Ég hef teiknað þessi föt, og ég held sjálfur, að ég sé smekk- maður á þessu sviði, fyrir ut- an kunnáttuna, sem ég hef áunnið mér. Mín von er sú, að viðskiptavinurinn geti alla vega fundið mun, þegar hann klæðist fötunum, þótt hann kannski sjái ekki beinlínis muninn. Sumir listamenn skapa sín verk á striga, aðrir höggva þau í stein. Ég nota tau. En hugmyndin er sú sama: Að skapa eitthvað, að fá útrás fyrir tjáningarþörf- ina. Þess vegna er fatasaum- ur bæði vinnan mín og tóm- stundavinnan. — Þú saumar þá á konuna og börnin líka? — Já, raunar, þótt ég sé ekki mikið fyrir að sauma kvenfatnað. Það á ekki eins vel við mig. Nema þann kven- fatnað, sem er karlmannleg- ur í uppbyggingu, svo sem buxnadragtir til dæmis. Ég hef að vísu saumað pínupils, en ég hef ekki ýkja mikið gaman af því. Því fer þó fjarri, að ég hali á móti þeim sem slíkum. Þetta er kannski ekki ósvipað og að taka mál af stúlku eða máta á hana föt: A meðan er hún ekki frekar stúlka en annað, hún er bara forsenda saumanna. Ef ég hugsaði um hana sem eitthvað annað, væri ég ekki með hugann við það sem ég er að gera; sem sagt að svíkj- ast um. Hvaða augum ég myndi svo h'ta þessa sömu stúlku úti á götu til dæmis, er svo önnur saga og mitt einkamál. — Og að lokum: Hvað kosta föt hjá þér? — Frá 5400 krónum upp í 6800. ☆ 34 VIKAN 19- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.