Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 30
Múrskeið og steinar Framhald af bls. 13 tryllingslega. Hann hló og henti flöskunni upp í loft með tilburð- um, sem ég hafði aldrei séð áður. Ég horfði undrandi á hann. Hann endurtók hreyfinguna. Hún var mjög einkennileg. — Þú skilur ekki, sagði hann. — Nei, svaraði ég. — Þú ert ekki í bræðralaginu? — Hvaða bræðralagi? — Þú ert ekki frímúrari? — Jú, jú, sagði ég. — Jú, jú. — Þú frímúrari? Nei, það er ómögulegt. — Jú, ég er víst frímúrari, sagði ég. — Sýndu merki, sagði hann. — Sýndu merki. — Það er þetta, svaraði ég og tók múrspaða undan kápunni. — Þú ert að gera að gamni þínu, sagði hann og hopaði nokk- ur skref undan. — En höldum áfram að Amontillado-fatinu. — Gerum það, sagði ég og setti múrspaðann aftur undir kápuna, og bauð honum arminn. Hann lagðist þungt á hann. Við héld- um áfram að leita að tunnunnb Við gengum gegnum nokkra lága steinboga, niður tröppur, héld- um áfram og niður aðrar tröpp- ur, og komum loks niður í diúpa hvelfingu, þar sem loftið var svo vont, að litlu munaði, að blysin slokknuðu. Við innsta enda hvelfingarinn- ar kom í Ijós önnur minnh Fram með veggjunum hafði verið rað- að mannaleifum, alveg upp að lofti, eins og í grafhvelfingunum í París. Þriár hliðar innri hvelf- ingarinnar voru ennþá þannig skreytt, en frá þeirri fjórðu höfðu bein;n verið rifin niður. Lágu þau hingað og þangað á gólfinu og mynduðu á einum stað tals- vert stóra hrúgu. í veggnum, sem þannig kom í ljós, þegar beinin voru farin, sáum við enn eina hvelfingu eða skonsu, sem var rúmur meter á dýpt, tæpur meter á breidd og um það bil tveir metrar á hæð. Hún virtist ekkert hlutverk hafa í sjálfu sér, en var aðeins bil á milli tveggja hinna geysiþykku súlna, sem báru þakið, en einn vegginn myndaði þykkur yzti veggur hvelfinganna, sem var úr granít. Fortunato lyfti daufu blysinu og reyndi árangurslaust að skyggnast inn í skotið, en í glæt- unni sást ekki, hve djúpt það var. — Haltu áfram, sagði ég. — Víntunnan er þarna inni. Hvað Luchesi viðvíkur.... — Hann er aulabárður, greip vinur minn fram í, um leið og hann skjögraði áfram, með mig alveg á hælunum á sér. A næsta augnabliki var hann kominn að veggnum, rak sig á hann og stóð ruglaður og skildi ekki neitt í neinu. í einni svipan hafði ég fjötrað hann við granítvegginn. I honum voru tveir járnhringar í rúmlega hálfs meters fjarlægð hvor frá öðrum lárétt. f öðrum þeirra hékk stutt keðja, en lás í hinum. Hann var allt of undr- andi til að veita mótstöðu. É'g tók lykilinn úr lásnum og steig út úr skotinu. — Þreifaðu á veggnum, sagði ég. — Þú hlýtur að finna salt- péturinn. Það er sannarlega mjög hráslagalegt hér. Ég bið þig enn einu sinni að snúa við. Þú vilt það ekki? Þá hefi ég ekki önn- ur ráð en að skilja þig eftir. En fyrst verð ég að hlúa eins vel að þér og ég get. — Víntunnan, hrópaði vinur minn, sem ekki hafði áttað sig enn. — Já, víntunnan, alveg rétt, svaraði ég. Ég tók að bjástra við beinin, sem ég minntist á áðan. Ég fleygði þeim til hliðar og brátt kom í ljós hrúga af múrsteinum og steinlími. Með þessu hvort tveggja og múrspaðanum mín- um, byrjaði ég í óða önn að hlaða upp í opið á skotinu. Varla var ég búinn að leggja fyrstu röðina af steinunum, þeg- ar ég tók eftír því, að víma For- tunato var farin að minnka. Ég veitti því fyrst eftirtekt, er ég heyrði lágt angistarvein úr skot- inu. Það var ekki vein drukkins manns. Síðan varð löng þögn. Ég lauk við aðra röðina, þriðju og þá fjórðu. Þá heyrði ég, að hann streyttist af öllu afli við keðj- una. Þruskið stóð yfir í margar mínútur, og ég hætti vinnunni á meðan og settist niður á beina- hrúguna til að geta notið þess enn betur. Loks þegar glamrið hætti, tók ég spaðann aftur og lauk við fimmta, sjötta og sjö- unda lagið í einni lotu. Veggur- inn náði mér nú hérumbil i herð- ar. Ég hætti aftur, hélt blysinu yfir veggnum, og það kastaði daufri glætu á þústuna þar inni. Þá rak hann upp há, skerandi öskur hvað eftir annað. Ég hörf- aði undan, og eitt augnablik hik- aði ég, skjálfandi af ótta. Ég dró sverð mitt úr slíðrum og tók að þreifa með því inn í skotið, en svo áttaði ég mig aftur og varð rólegur. Ég lagði höndina á þykka veggi hvelfinganna og var ánægður. Ég gekk aftur að veggnum og svaraði öskrum hans eins og bergmál. Ég hjálpaði honum, ég hrópaði miklu hærra en hann og kröftugar. Þá þagn- aði hann að lokum. Nú var komið miðnætti og verkið var brátt á enda. Ég hafði lokið við áttundu, níundu og tí- undu röðina. Ég var langt kom- inn með hina elleftu og síðustu. Aðeins einum steini átti ég eftir að koma á sinn stað og múra fastan. Ég streyttist við hann og kom honum skáhallt upp í opið. En nú kom lágur hlátur út úr skotinu, svo að það fór hrollur um mig. Síðan heyrðist ámátleg rödd, sem ég átti bágt með að þekkja sem rödd hins göfuga Fortunatos. — Ha, ha, ha! He, he he! Fyr- taks brella! Ágætt spaug! Oft munum við hlæja að þessu heima í höllinni. Ha, ha! Yfir glösun- um! He! he! — Yfir glösum af Amontillado, sagði ég. — Ha, ha, ha, ha! He, he, he! Fyrirtaks brella! Ágætt spaug! En heldurðu ekki að þau bíði eftir okkur heima í höllinni, frú Fortunato og hin? Nú skulum við fara. — Já, sagði ég. — Nú skulum við fara. —- Montresor, í guðanna bæn- um! — Já, sagði ég. — f guðanna bænum. Ég beið árangurslaust eftir svari. Ég varð óþolinmóður og kallaði. — Fortunato! Ekkert svar. Ég kallaði aftur: — Fortunato! Ennþá ekkert svar. Ég ýtti blysinu inn um opið og lét það detta fyrir innan. Eina svarið var bjölluhringing. Það fór hrollur um mig. — Það var svo hráslaga- legt í hvelfingunum. Ég flýtti mér að ljúka við verkið. Ég ýtti við síðasta steininum í rétta stöðu og múraði hann fastan. Ég hlóð beinunum upp með nýia veggn- um. í hálfa öld hefur enginn hreyft við þeim. Hvíl þú í friði. ☆ Edqjar Allan Poe Framhald af bls. 12 Síðustu fimm ár ævi sinnar lifði Poe í New York-borg. — Fyrsta kvæði hans, sem nokkra athygli vakti, var Hrafninn. Það birtist í janúar 1845. Það ár varð Poe einn af ritstjórum Broadway Journal, en blaðið barðist í bökk- um og seldist lítið. Poe var sjúk- ur maður, það sem eftir var æv- innar. Konan hans, Virginía, lézt árið 1847 og upp frá því jókst drykkjuskapur hans og eitur- lyfjanautn. 1849 fór hann i stutta heimsókn til Richmond, og trú- lofaðist þar í arfnað sinn gamalli ástkonu sinni. Á leiðinni heim aftur var hann tekinn úti á götu í Baltimore, fárveikur og viti sínu fjær. Þar lézt hann 7. októ- ber. -i*r 39 VIKAN 19- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.