Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 33
Ég hef veriS að leika . . . . Framhald af bls. 11 Þegar prinsinn yfirgaf Ástralíu dauðþreyttur eftir stöðugar veizl- ur og móttökur, var hann sann- færður um, að heimsókn hans hefði ekki gert neitt verulegt gagn. En svo var þó ekki. Löngu síðar skrifaði kunnur blaðamað- ur í Ástralíu: „Heimsókn prins- ins af Wales þaggaði niður í and- stæðingum krúnunnar í langan tíma“. Loksins átti prinsinn að fá að vera heilt ár heima hjá sér, en heldur ekki meira. Nú var í vændum stærsta verkefnið, sem honum hafði verið fengið í hend- ur. Hann átti að taka sér ferð á hendur alla leið til Indlands, „fegursta gimsteinsins í kórónu föður hans“. Nú mátti hann bú- ast við miklu alvarlegri andstöðu en í Ástralíu. Á þessum tíma hafði sjálfstæðishreyfingin gert mjög vart við sig í Indlandi, en hún leiddi eins og kunnugt er til þess, að landið sagði sig úr lög- um við Breta og stofnaði eigið sjálfstætt ríki. Þegar Renown sigldi um Rauða hafið rétt framhjá Aden, hafði einhver gárungurinn reist helj- arstórt skilti, sem á stóð: „Segðu pabba þínum, að við séum allir ánægðir með að vera undir brezkri stjórn". En Indverjar voru ekki eins ánægðir. Renown varpaði akkerum í Bombay, en þar hafði foringi sjálfstæðisbar- áttunnar, Mahatma Gandhi, hvatt stuðningsmenn sína til að gera verkfall daginn, sem prinsinn kæmi og þekja hús sín með svörtum klæðum til merkis um sorg fólksins yfir að þurfa að búa við brezka stjórn. Prinsinn bjóst þess vegna við hinu versta, auðum götum, skiltum með móðg- andi ummælum, ef ekki átökum. En þrátt fyrir hvatningu Gand- his þess efnis að hundsa heim- sókn prinsins, höfðu þúsundir íbúa stillt sér upp við götur og hylltu gestinn ákaft. Sama sagan endurtók sig hvarvetna í Ind- landi. Prinsinum var vel fagnað, enda eru Austurlandabúar veikir fyrir pompi og pragt og hvers kyns hátíðahöldum. Hetjuhlut- verkið í þessum ævintýraleik lék prinsinn af Wales með slíkum ágætum, að Indverjar féllu í stafi. Hann gerði sér far um að vera virðulegur og hátíðlegur; vissi, að Austurlandabúar gera kröfu til slíkrar framkomu af krónprins. Honum tókst að vinna hug og hjörtu Indverja með þessu móti, á sama hátt og hann heill- aði Ástralíubúa með frjálslegri framkomu. Hann kunni ofurlítið í urdu-máli og gerði sitt bezta til að tala við gestgjafa sína, svo að þeir skildu. En af öryggis- ástæðum var honum ekki leyft að aka um markaðstorgin eða íbúðarhverfi hinna innfæddu. Þegar hann fór frá Indlandi var hann orðinn alltof þreyttur til að geta gert sér nokkra grein fyrir, hvort ferð hans hafði bor- ið árangur eða ekki. En að heim- sókninni lokinni skrifaði eitt ind- verskt blað eftirfarandi: „Heim- sókn prinsins af Wales hefur gert meira til að bæta sambúðina milli Breta og lndverja, en tekizt hef- ur með fyrirskipunum og erinda- rekstri á heilum mannsaldri“. Vorið 1925 fór prinsinn í fjórðu og síðustu opinberu heimsókn sína, að þessu sinni til megin- lands Afríku. Þar með hafði prinsinn heimsótt allar nýlendur og yfirráðasvæði brezka heims- veldisins og framkvæmt áætlun Lloyds Georges til fullnustu. Fyrst heimsótti hann nýlend- urnar í Vestur-Afríku. Þar höfðu siðir og lífsvenjur hinna inn- fæddu breytzt mikið síðan á dög- um Prempeh frá Ashanti. Hann hafði tiðum haldið æðisgengnar drykkjuveizlur með mannfórn- um og var frægur fyrir að mála veggina í höll sinni með manns- blóði. Sama árið og prinsinn af Wales fæddist var Prempeh rek- inn í útlegð til eyju í Indverska hafinu. Nú var hann snúinn aft- ur til heimalands síns, en var ekki lengur blóðþyrstur harð- stjóri, heldur virðulegur, mið- aldra herramaður, klæddur í svartan jakka og röndóttar bux- ur, með geitarskinnshanzka og hvítan sólhjálm. Hann var eini svertinginn í hópi hinna opin- beru ráðamanna, sem höfðu safn- azt saman til að taka á móti erf- ingja krúnu hins brezka heims- veldis. Hann var nú réttur og sléttur herra Prempeh, hafði ný- verið látið skírast til kristinnar trúar og las af kappi bækur um hreinlæti og heilsuvernd. Hann trúði prinsinum fyrir því, að hann gerði sér vonir um að verða útnefndur borgarstjóri í Kumasi. Kjörorð hans var nú: framfarir og aftur framfarir. Hin almenna skoðun Afríku- búa á prinsinum kemur kannski bezt fram í eftirfarandi ummæl- um eins þeirra: „Hann vera lítill og góður strákur, en mikið gáf- aður og klókur“. f Suður-Afríku sté hann á land í Höfðaborg og vakti mikla hrifn- ingu strax í upphafi veizlu, sem þingið hélt honum, þar sem við- staddir voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka landsins. Að málsverði loknum gekk einn þjóðernisssinni, sem þekktur var fyrir andstöðu sína gegn Bret- um, til prinsins, lagði aðra hönd á öxl honum og sagði: „Yðar hátign! Við æskjum þess, að þér ílendist hér hjá okkur og verðið fyrsti forseti landsins“! Á þriggja mánaða ferð sinni um Suður-Afríku brá prinsinn á glens aftur og aftur og féll það í góðan jarðveg. Margar sög- ur eru sagðar af honum í þessari ferð. Sérstaka athygli vakti kímnigáfa hans og hæfileiki til að skopast að sjálfum sér. f Bloemfontein flutti hann ræðu á máli hinna innfæddu. Einnig lék hann undir á ukulele, meðan hottentottarnir sungu þjóðlög sín. Þá var sagt, að hann hefði dans- að við fátæka leikkonu og sagt við hana: „Ég er líka alltaf á sviðinu, eins og þú. Ég hef ver- ið að leika allt mitt líf“. í október 1925 var prinsinn loksins endanlega kominn heim og hafði þar með lokið ferðum sínum um brezka heimsveldið. Á sex árum hafði hann heimsótt 45 lönd og nýlendur og ferðazt 250 þúsund mílur, og það áður en farþegaflugið kom til sögunn- ar. Curzon lávarður sagði, að enginn konungborinn maður hefði ferðazt meira en hann, nema ef vera skyldi Hadrian keisari. Ferðir prinsins af Wales höfðu borið ríkulegan ávöxt. Hann var síðasti maðurinn af konungsætt- inni brezku, sem ferðaðist um brezka heimsveldið allt, áður en það tók að gliðna sundur. Margir eru þeirrar skoðunar, að það hefði gerzt miklu fyrr, ef ekki hefði komið til hin velheppnaða hnattferð prinsins. Hún verður vafalaust til þess, að sagan mun dæma Játvarð VIII. í hópi merk- ustu prinsa af Wales — ef ekki þann merkasta í sögu Breta. Prinsinn af Wales var nú 31 árs. Hann hafði gefið landi sínu beztu ár æsku sinnar. Meðan jafnaldrar hans, sem höfðu komið heim eftir fimm ára stríð eins og hann, unnu af kappi að því að koma undir sig fótunum, hafði prinsinn verið dæmdur til full- komins flökkulífs sem hnattfari í þágu þjóðarinnar og heimsveld- isins. Milli ferðanna hafði hann ótal skyldum að gegna heima fyr- ir, m.a. ferðir um England, Skot- land og Wales. Hann þurfti að heimsækja kolanámur, sjúkrahús og skóla, vera við hersýningar, opna vegi og brýr og svo mætti lengi telja. Nú gat hann loksins hvílt sig og tekið þátt í heillandi skemmt- analífi millistríðsáranna. Þessi ár voru blómaskeið kokkteilpartý- anna, veitingahúsanna og nætur- klúbbanna. Georg konungi til mikillar skapraunar gaf sonur hans sig á vald þessu taumlausa skemmtanalífi. Hann varð þeg- 19. tbi. VIKAN 33 NYTT VERÐ!!! Stærri Kr. 137 Minni Kr. 89 Notið það bezta! Berið saman gæði © Berið saman stærð áifc w Berið saman verð w þér faið þáð bezta iiitMtt* . H e/ez c^merióizci”

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.