Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 36

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 36
Á spólunni Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma vélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Meö hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30° 2. Viðkvæmur þvottur 40° 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90° 5. Suðuþvottur 100° 6. Heitþvottur 60° 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90° 8. Heitþvottur 90° 9. Litaður hör 60° 10. Stífþvottur 40° 11. Bleiuþvottur 100° 12. Gerviefnaþvottur 40° Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. WlflR EK DBKIN HflNS NDfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Siðast er dregið var hlaut verðlaunin: Margrét Xorfadóttir, Hala, Hornaí'irði. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimili 19. Örkin er á bls. Framhald af bls. 25 geysa að einhverju marki. Bíl- arnir eru nítján alls, og það er talsvert verk að hafa uppi á svo mörgum bílum sæmilega útlít- andi — og af mismunandi gerð- um. Það tókst þó. Þeir voru allir fluttir til Rómaborgar, þar sem kannað var, hvort þeir væru enn til stórræðanna fallnir. Flestir bílanna þurftu einhverrar við- gerðar við. Vélar sumra voru ekki upp á marga fiskana, en þá voru bara nýjar settar í staðinn! í keppninni er mikið svindlað, eins og nærri má geta. Helzti svikahrappurinn og hrekkjalóm- urinn er sá, sem Terry Thomas leikur. Þetta er ekki í fyrsta skipti að Terry Thomas, sá frá- bæri gamanleikari, leikur svona skúrka, — hann var til dæmis í sams konar hlutverki í „Flug- hetjunum". Sem dæmi um svindl Terrys í hinni nýju kvikmydn Annakins — eða kannski kænsku má geta þess, að hann notar í rauninni þrjá bíla, sem er auð- vitað á móti keppnisreglum, þar sem gert er ráð fyrir, að hver keppandi komi á leiðarenda í þeim bíl, sem hann lagði af stað í. Terry hefur sem sé aukabíla í stórum flutningavagni, sem ek- ið er í hæfilegri fjarlægð fyrir aftan hann! Eitt af prakkarastrikum Terry í myndinni er það, að hann eyði- leggur bensínstöð eina í Alpa- fjöllunum, sem er mikilvæg fyr- ir aðra keppendur að því leyti, að engin önnur er á leiðinni yfir fjöllin. Hann dreifir bensíni á jörðina að tankinum og lætur síðan vindil sinn detta ofan í bensínið svo lítið ber á. Þetta nær tilætluðum árangri: Bensín- tankurinn springur í loft upp, en um leið gerist nokkuð, sem hann hafði ekki gert ráð fyrir. Sér til skelfingar sér hann, að eldurinn teygir sig eftir slóð, sem liggur að bíl hans. Hann hafði ekki veitt því eftirtekt, að bensíngeymir- inn í bíl hans var farinn að leka og skildi eftir sig slóð að tankn- um. Það skiptir engum togum, að bíllinn springur líka 1 loft upp •—■ en það gerir svo sem ekkert til, því að flutningabíll- inn er óðara kominn, og Terry sezt undir stýrið á nýjum bíl og heldur áfram glaður og reifur. Eins og fyrr segir, er Tony Curtis meðal leikenda í mynd- inni, en hann er ekki einn í bíl sínum í keppninni. Með honum er Susan Hampshire. Þau lenda líka í broslegum raunum, en upphafið á þeim má auðvitað rekja til eins af hrekkjabrögð- um Terrys. Hann hefur gefið Tony einhverja ólyfjan að drekka, sem hefur þær afleiðingar, að Tony getur ekki ekið. Þá tekur Susan við akstrinum, en gallinn er bara sá, að hún hefur aldrei 36 VIKAN 19- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.