Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 28

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 28
Þegar hún stanzaði frammi fyrir honum, horfði hún dálítið hæðin á hann. — Ekkert hefur gerzt, elskan. Þú getur farið upp til hennar, getur búið til ein- hverja sögu og haldið hjóna- bandi þínu áfram. . . . — Hvers vegna ertu að kvelja mig? spurði hann. — Veiztu, stundum held ég helzt, að þú viljir alls ekki losna við hana. Reiðin blossaði úr augum hans. — Þú veizt vel, að það er ekki satt. En — segðu mér, hvað á ég að gera? Ég get þó ekki lam- ið hana með hamri og brennt líkið í ofninum ykkar . . Gaby gekk að glugganum og horfði út í nóttina, sem var að hverfa fyrir komandi degi. Hún sá hluta götunnar, deyfð ljós lögreglubíls, skugga nokkurra manna í einkennisbúningi. . . . Án þess að snúa sér að Júrg- en, sagði hún: —• Við eigum veiðikofa við Walchenvatn. Hann er mjög afskekktur, umkringdur skógi og gljúfrum. Ég læt þig hafa lykilinn og þú stingur upp á smáferðalagi á morgun. -—• En ef hún fellst ekki á það? — Þú gleymir því, að hún elskar þig. — Já, viðurkenndi hann. Án þess að hreyfa sig, sat hann ennþá í stólnum og starði í kalda glóð arinsins. Hún gekk aftan að honum og lagði handleggina á axlir hans. — Við höfum ekki lengur tíma til þess að hugsa meira um sjálfsmorð. í þessum afskekkta kofa getur þú gert hvað sem er við hana, hún veit jú ekki, að þú vilt ryðia henni úr vegi, hún trúir á ástina, það auðveldar málið. Þú finnur verk- færi í skúrnum, einnig skóflu, -— hún má aldrei finnast, aldrei framar, heyrirðu það? Júrgen kinkaði þegjandi kolli. — Þú þarft ekki að bíða myrkurs, hélt hún áfram, — þú ert einnig öruggur þar að degi til. Ég vil ekki, að þú eyðir enn einni nóttu með henni. Júrgen hló. Reiðilegum, nærri brjálæðislegum hlátri. f rödd Gabyar var allt í einu kominn ógnandi tónn, er hún sagði: — Ég læt bóka tvo miða með næturvélinni til Rómar. Við hittumst á flugvellinum. Þú kemst þangað á bílnum mínum á rúmri klukkustund. Júrgen sneri sér við, horfði við öllu bú- inn á hana. — Og ef ég verð þá ekki kominn? — Þá flýg ég ein, svaraði hún kuldalega, — því þá veit ég, að þú ert bleyða. Og bleyðu vil ég ekki elska. Vöðvarnir í andliti hans herptust. Og rödd hans var breytt. — Fint. Hittumst þá á flugvellinum. Gaby kyssti hann mjúkt og viðkæmt. — Góða nótt, ástin, sagði hún lágt. — það eru að- eins nokkrar klukkustundir til morguns. En það er bezt að ég fari nú upp og leggi mig hjá Jan- ine. Ég verð þó að hugsa vel um hana, ekki satt? Og þegar hún vaknar, verð ég þó að segja henni að hún hafi drukkið of mikið, og ég hafi orðið að koma henni í rúmið. Þegar Gaby kom hljóðlátlega inn í herbergið, var Janine eitt andartak full löngunar til þess að spyrja: — Eruð þér nú ánægð- ar, ha? En hún þagði. Henni fannst öruggara að látast enn sofa. Ein- hver hræðsla hafði gagntekið hana. Samvizkuleysi þessarar stúlku hræddi hana. Til hvers mundi ungfrú Westphal ekki vera fáanleg? Þótt Janine væri með lokuð augu, fylgdist hún með því, sem fram fór í herberginu. Gaby af- klæddi sig, kjóll féll á gólfið, það skrjáfaði í sokkum, brakaði í skáphurð. Ef hún hefði nú lagt sig á legubekkinn, nei, ekki aldeilis, hún lagðist við hlið hennar. Tví- breiða, fölbleika rúmið var nógu stórt fyrir tvær. Janine heyrði andardrátt hennar. Og hún hugsaði: Hún hefur sett eitthvað í whiskyið mitt, til þess að geta verið ein með Júrgen. Hún hlýtur að hafa komið auga á, að hann er fyrir þannig ævintýri. Hún hlýtur að hafa verið alveg viss um, að það yrði mjög létt að koma honum til. Ætli hún sé ánægð núna? Hún hafði fengið manninn, sem hún hafði ætlað sér. Fyrir nokkrum tímum hafði hún kallað hann herra Siebert, nú var hún þegar orðin ástmær hans. Það var viðbjóðslegt, að þurfa að liggja undir sömu sæng og hún. Aðeins nálægð þessarar stúlku kvaldi hana, hún óttaðist þess konar ást. Nei, það var ekki afbrýðisemi, sem kvaldi hjarta hennar. Hún hafði þá tilfinningu, að hún væri á hótelherbergi og veggirnir dyttu yfir hana. Eins og hún svæfi við hlið skækju . . . það var allt í einu svo kalt í her- berginu, sæt ilmvatnslykt, ókunn lykt líkama, velgja. .. . Einmanaleiki greip hana hel- höndum. Og í myrkrinu komu spurningar, sem hún vissi engin svör við. Hvers konar leik lék Júrgen? Hvers vegna hafði hann ekki sagt til sín? Hvers vegna hafði hann yrt á hana á bar að nóttu til? Hvers vegna hafði hann um- gengizt hana eins og ókunnuga? Hún reyndi að rifja upp samtal, sem þau höfðu átt á einni göngu- ferð sinni. — Segðu mér, Júrgen, hvern- ig leit konan þín annars út? — Þú ert svipuð henni á viss- an hátt. Hefurðu enga mynd af henni? — Nei. — Hve gömul var hún, þegar hún dó? — Tuttugu og sjö. Sömu spurningarnar vöknuðu alltaf í huga hennar. Hann vissi, að ég var konan hans. En hann kallaði mig ungfrú Laurent. Og hann sagði mér, að konan sín væri dáin. Og hann fór með mér út, í gönguferðir, kyssti mig.... Hann hefði getað gefið mér fortíð mína aftur. En hann vildi heldur láta mig þreyfa fyrir mér í myrkrinu. Hvers vegna? Fannst honum svona gaman að sjá, hvernig ég varð ástfangin af honum í annað sinn? Var það allt og sumt? Líf hennar var í rúst. Hún hafði árangurslaust vonað, ár- angurslaust beðið. Það er örugg- lega einhver, sem leitar mín í örvilnan, hafði hún alltaf reynt að telja sér trú um, sem þykir vænt um mig, sem elskar mig. Hann mun gráta af gleði yfir því að ég lifi, hann mun taka mig í fang sér, hvísla nafn mitt og ég mun vakna, vakna að lok- um. Nú er ég vöknuð, hugsaði hún. Aðeins hefur maðurinn, sem ætti að elska mig, haft aðra í örmum sér. Og því næst hefur hann sent ástmey sína upp í rúm til mín. Átti það að vera reiknings- jöfnuður við líf hennar? Nei, hugsaði hún allt í einu. Fyrir mér er enginn Júrgen Sie- bert til lengur. Lífið með hon- um var flónska, endurfundirnir skopleikur. Mér er sama, hve margar konur hann hefur héðan í frá. Ég er laus við hann nú. Úti var kominn nýr, grár morgunn. Stúlkan við hlið henn- ar svaf nú fast. Svefninn hafði einnig breitt frið sinn yfir and- lit hennar. Janine stóð hægt á fætur, fór í kjól sinn, tók skóna sína í hendi sér, þrýsti varlega niður dyra- handfanginu og gekk fram í ganginn. Hún þráði einhverja mann- veru. Það var aðeins til ein, sem hún bar ennþá traust til. Á þess- ari döpru stundu varð henni í fyrsta sinn ljóst, hvaða þýðingu hann í raun og veru hafði fyrir hana. Húsið var ennþá dimmt. Jan- ine læddist niður tröppurnar. Ég kem nú, Stephan, sagði hún við sjálfa sig. Ég kem til þess að segja þér, að milli okkar eru engin vandamál lengur. Stephan, haltu mér fast, slepptu mér ekki framar, farðu með mig burt.... Mig langar til að gráta dug- lega. Og hlæja síðan. Og draga síðan höfuð þitt niður til mín, leggja handlegginga um háls þér og vera loks borgið — og ekki líta aftur við. Stephan Haller, hann var henni allt í einu svo nálægur. Ástin, hugsaði hún, er oft mis- notað orð. En milli okkar hefur það sína þýðingu. Janine komst að því að úti- dyrnar voru læstar. Hún hikaði aðeins brot úr sekúndu. Þá hljóp hún til baka inn í anddyrið og ýtti ákveðin upp gluggahlera einum. Þegar hún ætlaði að opna gluggann, var allt í einu gripið í handlegg hennar. — Hvert ætlarðu? spurði Júrgen æstur. Hún sneri sér við. — Heim, sagði hún. — En, elskan, ég bið þig, sagði hann, — hvað mundi ungfrú Westphal halda um okkur, ef við hyrfum eins og dögg fyrir sólu? Þú mátt vita, hún annað- ist mjög vel um þig, þegar þér varð allt í einu svona illt. Janine horfði á hann. Það var of dimmt í herberginu, til þess að hann sæi fyrirlitninguna í augum hennar. En það var ekki aðeins fyrirlitning. Hún vissi í fyrsta sinn á ævinni, hvað hatur var. — Hvað eigum við að gera hérna lengur? spurði hún. Á þessu andartaki kviknaði á stóra lampanum. Gaby stóð bros- andi í mislitum morgunslopp í stiganum. — Borða fyrst morgunverð, sagði hún'. — Ég borða hvort eð er helzt ekki ein. Komið þér, ungfrú Laurent, við skulum líta í kringum okkur í eldhúsinu. Á þessari þýðingarmiklu mín- útu ákvað Janine, að leika leik- inn með þeim dálitla stund enn- þá. EFTIR JENS BEKKER 12. H L U T I VIÐ hverja snertingu hans 28 VIKAN 19- tM-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.