Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 10
Eill dægur EFTIR ÞORSTEIN MATTHÍASSON Haustið 1951 yfirgaf ég strjálbýli útkjálkabyggðar og lagði leið mína til höfuðstöðva íslenzkrar menningar, Reykjavíkur. Hvorki ég sjálfur né aðrir spáðu vel fyr- ir þessari ráðbreytni, sérstaklega vegna þess að ég hafði ráðið mig þar kennara. Það gat varla hjá því farið, að starfshættir væru talsvert á ann- an veg og ef til vill önnur sjónar- mið ríkjandi, en þau sem gilt höfðu þar sem áður var minn starfsvettvangur, enda ég lengst af búið við þær kringumstæður að ráða sjálfur mestu um hvern- ig málum var skipað. Regnþungan haustdag steig ég svo fyrst inn fyrir dyr Melaskól- ans sem fastráðinn starfsmaður. Oft hafði ég heyrt um það tal- í þessum hópi voru kjarnakarlar, sem sóttu á miðin út með nesinu — og freistandi var að gcra samninga við um velþeginn fridag. að, hvað kaupstaðarkrakkarnir væru mun fyrirferðarmeiri og villtari en blessuð sveitabörnin. Af þessu fékk ég þó allt aðra reynslu. Eðlislæg viðbrögð bam- anna virtust mér mjög svipuð. Alls staðar setja heimilin og um- hverfið mark sitt á umgengnis- hætti ungmenna, sem eru að mótast. Fólkið, er leiddi þá æsku, sem ég nú kynntist, fyrstu sporin, hafði lifað meiri breytingatíma í þjóðlífsháttum en nokkur önn- ur kynslóð, sem fyrr var á ferð. ísland var ekki lengur utan al- faraleiðar. Stríðsógnir, herseta og fjáraflamöguleikar, meiri en nokkru sinni áður, voru veruleiki í lífi þessa fólks. Reykjavík var fyrsta móttökustöð þessara fjar- lægu og áður óþekktu strauma. Járnhælar stríðsmanna glumdu þar hæst á götu. Hvað svo með börnin — báru þau merki þessarar byltingar þegar þau komu í skólann? Vera kann að svo hafi verið. En þá helzt á þann hátt, að ekki varð séð lengur að þau skorti neitt til fæðis og klæða, sem alltof oft varð vart við áður. Þetta gerði þau frjálsari og öruggari í fram- komu og um leið ákjósanlegri samstarfsmenn. — Minnimáttar- kennd lítils drengs eða telpu, er eitt stærsta vandamál, sem kenn- arinn fær við að glíma. Þar get- ur orðið mun slysahættara en þótt einhver goluþytur skapist vegna ótaminnar umframorku. Þau skilyrði, sem æska höfuð- borgarinnar átti við að búa voru öll önnur og betri en ég hafði áður þekkt, enda virtist mér sem viðbrögð hennar færu þar eftir. Margt, sem kostaði alltof mikil umbrot og erfiði úti á landi varð auðleyst hér. Pörupiltar og stelputryppi láta alls staðar eitt- hvað að sér kveða — það er eðli allra tíma. En hinir eru miklu fleiri, sem betur vita og haga þar eftir háttum sínum. Á þessum árum var það á orði haft, hvað nýríkir Reykvíkingar byggðu dýrar og íburðarmiklar skólahallir. Ef til vill hefur eitt- hvað mátt spara — á það legg ég engan dóm, en hitt vil ég full- yrða, að almennt kunnu börnin þetta vel að meta. Eg varð aldr- ei var við að fram kæmi hjá þeim löngun til að skemma eða eyðileggja til dæmis veggi eða húsbúnað, en það kemur mjög oft í ljós tilhneiging í þá átt, þar sem húsakynni eru óvistleg eða illa frá gengin. Oft voru þó í þessum fjölmenna hópi börn, sem voru talsvert mikil fyrir sér og töldu ekki allt til stórræða. Síðustu tvö ár minnar Reykja- víkurvistar var ég svo í Lang- holtsskólanum. Þar var sama sagan og treysti ég mér því alls ekki til að gera upp á milli fólks- ins, sem býr austan og vestan lækjarins, að minnsta kosti fannst mér börnin lofa skapara sinn á mjög svipaðan hátt. Þó er ég ekki fjarri því, að drengirnir á Grímsstaðaholtinu séu kannske ögn lausari við, Frískar skólastúlkur í leikfimitíma. 10 VIKAN 25. fbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.