Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 11
þegar rauðmaginn fer að veiðast á vorin og jafnvel að þeir séu tilþúnir að láta eina og eina soðningu á móti vel meintum frí- degi. Og ekki get ég þorið á móti því, að hafa stundum orðið þess- ara gæða aðnjótandi. Rauðmag- inn var engu síður freistandi fyr- ir mig en fríið fyrir drengina. Þessi eftirstríðsára borgarbörn, sem ég kynntist á sjötta áratug aldarinnar urðu mér hugþekk. Af þeim lærði ég margt, sem mér síðan hefur að góðu komið. Ef til vill hefur mín sveitamanns sál átt eitthvað til að miðla þeim og þá er vel. Árið 1959, er ég svo aftur kom- inn út á land. Þá með það hugar- far, að sveita- og smáþorpaæsk- an þurfi að hafa sömu skilyrði til fræðslu og athafna eins og mér virtist borgaræskunni vera búin. Og nú leit ég með engu minni kvíða til breyttra starfs- hátta en fyrr þegar ég flutti til borgarinnar. Þótt ég ætti að setj- ast í húsbóndasæti og þar af leið- andi ráða nokkru um framvind- una, þá hafði vald minna yfir- manna aldrei svikizt að minni sálarheill né skapað hjá mér neina minnimáttarþanka. Get ég vel tekið undir þau orð, sem Sig- mar Þormar viðhafði, en hann hefur um 17 ára skeið gegnt afa- hlutverkinu í Langholtsskólan- um — að ég get ekki hugsað mér öllu árekstralausara og ákjósan- legra mannlegt samfélag en með- al starfsfólksins í þeim tveim skólum, sem ég hafði hér kynni af. TÍU ÁR. — Og svo er ég einn glaðan vordag aftur staddur í Langholtsskóla. Mörg vötn hafa fallið til sjávar á þeim áratug er á milli liggur. Margt hefur ver- ið skrifað og skrafað. Ekki hefur skort stóryrðin um hinn versn- andi heim. Þrátt fyrir veltiár og viðreisn — eða — kannski vegna veltiára og viðreisnar, hefja ýms- ir upp ramakvein út af spillingu æskunnar — agaleysi og uppi- vöðslusemi. Fyrr má nú rota en dauðrota. Og eins og vænta má — auðvitað er það æskan á höf- uðborgarsvæðinu, sem gengur þarna lengst. Hvað er þá með vesalings kennarana? Hvernig bera þeir sig í samskiptunum við þetta vandræðafólk. Sem betur fer, er fyrsta svip- myndin, sem ég fæ hér í Lang- holtsskóla ékki þess eðlis, að mér virðist mínir fyrri starfsfélagar hafa látið mikið undan síga. Þeir brosa góðlátlega hver til annars, rétt eins og áður. Nýju andlitin, sem bætzt hafa í hópinn sýnist mér bera með sér svipaðan and- blæ og ég þekkti áður, að Jólaskcmmtun í skóla. Litlu jólin eru svo algeng orðin, að eftir að skólaveru lýkur, þykja jólin lieldur lítilfjörleg. minnsta kosti hér í kennarastof- unni. Ekki dreg ég það í efa, að með hverjum áratug, sem líður, verð- ur einhver breyting á háttum æskunnar, annað væri í fyllsta máta óeðlilegt og í mótsetningu við tímanna rás. En ef þeir, sem eldri eru skynja þessi viðhorf á réttan hátt, falla þau saman við framvindu hins daglega lífs og valda engri röskun. Með hálfum hug en nokkurri > ! w* jjl ffi ' 'vf í j§P|k i ^ 11 8Ba> f 1® . Það er krakka siður að göndlast úti og takast á í frímínútunum. En þau geta líka verið fín og prúð, þegar tilefni er til. forvitni þó, geng ég til móts við elzta bekk samskólans, ungt fólk, sem á að ljúka skyldunámi í vor. Og hver er svo þessi æsikennda breyting áratugsins í fari hins unga borgarbúa? Við fyrsta augnakast kemur það ekki í ljós. Mér finnst sem hér sé á ferðinni sami æskuglaði hópurinn og ég skildi við fyrir tíu árum. Aðeins önnur nöfn. Tízkan hefur breytzt, þess vegna eru stúlkurnar öðruvísi klæddar. Sumir drengjanna eru ögn síð- hærðari. Áhugamálin. Þau virðast nú ekki mikið á annan veg, hafa að- eins samhæfzt að einhverju leyti því ólíka viðhorfi sem nú er til Framhald á bls. 37. 25. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.