Vikan


Vikan - 19.06.1969, Qupperneq 19

Vikan - 19.06.1969, Qupperneq 19
Framsóknarmönnum í Vest- fjarðakjördæmi var þá ærinn vandi á höndum, enda mun framboð þeirra hafa kostað nokkra fyrirhöfn, er deilt var á málíundum og ráðgazt bak við tjöldin. Úrslit urðu þau, að Hermann Jónasson og Sigurvin Einarsson hrepptu efstu sætin og urðu þingfull- trúar flokksins í kjördæminu. Þriðja sæti framboðslistans kom hins vegar í hlut Bjarna Guðbjörnssonar, og átti hann þau metorð að þakka frammi- stciðu sinni á ísafirði í alþing- iskosningunum um suinarið. Hláut annar eins garpur og Halldór á Kirkjubóli að þoka fyrir honum, þó að ótvíræð- ur munur sé á atgervi þeirra og gáfnafari. Sama gerðist við alþingiskosningarnar 1963. Sat Bjarni öðru hvoru á þingi sem varamaður, en fór sér hægt og virtist naumast hyggja á stórræði. Hermann Jónasson gaf ekki kost á sér til framboðs við kosningarn- ar 1967, og bjuggust þá flest- ir við, að bóndinn á Kirkju- bóli í Bjarnardal erfði ríkið. Svo varð þó ekki. Sigurvin Einarsson og Bjarni Guð- björnsson skipuðu efstu sæti framboðslistans eftir söguleg- an aðdraganda. HalldórKrist- jánsson þokaði enn og nú fyr- ir Steingrími syni Hermanns Jónassonar. Var Bjarni Guð- björnsson því kjörinn þriðji þingmaður Vestfirðinga, en Sigurvin tók við forustunni, er kappinn frækni vék fár og móður af glímupallinum. Ymsir telja, að bankaúti- búið á ísafirði hafi tryggt Bjarna Guðbjörnssyni völd hans og áhrif. Þó mun enginn bera honum á brýn, að hann misnoti embætti sitt. Bjarni telst hæglátur maður og hóf- samur, en nýtur samt aðstöðu sinnar. Hann þykir hjálp- samur og raungóður, rekur bankaútibúið vel og fær af því álit. Bjarni er snyrti- menni, iðinn og reglusamur, prúður í framgöngu og per- sónulega vinsæll. Hann ber skynbragð á þjóðlíf og at- vinnuhætti til lands og sjávar og gefur mönnum og málefn- um sæmilega gaum. Bak við kurteisi hans og hæglæti dylst líka metnaður og hæfileg framgirni. Islenzku stjórn- málaflokkarnir ná gjarnan samkomulagi um slíka menn, og foringjarnir una vali þeirra ágætlega. Hins vegar skortir Bjarna allan garpskap. Mun- ar lítt um hann í ræðu og riti til sóknar eða varnar nokkr- um málstað. Helzt verður honum ágengt í friðsömum einkaviðræðum, því að hann fellur viðmælanda svo í geð, að tilmæli hans séu eðlileg og sanngjörn. Fær því Bjarni oít fram vilja sinn, án þess að í odda skerist. Andstæð- ingar unna honum góðs, og samherjar vita hann trúan og dyggan flokki sínum. Hug- kvænmi Bjarna sætir heldur engum tíðindum. Sálarlíf hans er stillt og rólegt, en hlýtt og mjúkt eins og viðkunnanlegt loðskinn. Kjósendum hans á Vestfjörðum þykir vænt um hann líkt og sæmilega fjár- upphæð í banka, sem gott er að eiga inni og grípa til, ef með þarf. Þeim finnst þægi- legt að vita af Bjarna Guð- björnssyni á sínum stað, en búast ekki við iniklu af hon- um. Bjarni er þannig farsæll maður, og Framsóknarflokk- urinn á Vestfjörðum er svo fínn með sig nú á dögum, að hann kýs fremur til forustu spariklæddan bankastjóra en veðraðan bónda eins og Hall- dór á Kirkjubóli. Hagsýnis- sjónarmið atvinnumennsk- unnar í íslenzkum stjórmnál- um ná einnig til Framsóknar- flokksins. Þess vegna er Bjarni Guðbjörnsson lcominn á þing. Hann fluttist á Isa- fjörð af eins konar tilviljun, en það átti sýnu meira fyrir honum að liggja en verða þar snotur hlutur í vistlegri skrif- stofu eins og til stóð af hálfu þeirra, sem réðu liann þang- að. Nú er hann uppi á hillu hér syðra, en Halldór Ivrist- jánsson í fjósinu vestur í Ön- undarfirði. Lúpus. 25. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.