Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 30
Þotuflug er ferðamáti nútímans Nútíminn gerir fyllstu kröfur til hraða og þæginda á ferða- lögum og þota Flugfélagsins uppfyllir þær. Ferðin verður ógleymanleg, þegar þér fljúgið með Gullfaxa. 13 þotuferðir vikulega til Evrópu í sumar. ÞJONUSTA HRAÐI ÞÆGINDI - HVERGI ODÝRARI FARGJÖLD FLUCFÉLAC /SLAJVDS FORYSTA í ÍSLENZKUM FLUGMÁLUM Yfir AtlantshafiS ... Framhald af bls. 47 gamalla báta, allt frá árinu 2475 fyrir Krist burð. í sam- einingu tókst þeim síðan að finna mennina, þá einu í öll- um heiminum, sem eru færir um að byggja slík skip: nokkrir kolbikasvártir Mið- Afríkubúar, sem lifa í mikilli einangrun við vatnið Tchad. Afríkubúarnir þrír, Moses, Omar og Abdullah, hafa aldr- ei byggt svo stóran papýrus- bát, og þeim líst ekki meira en svo á þetta uppátæki hvíta mannsins. Heyerdahl segir þá mjög skarpa og snjalla. Ra samanstendur af 14 papýrus-knippum, svipuðum risastórum kornbindum, sem liggja langsum, og tveim þversum. I allt vegur þessi 15 metra langi og 5 metra breiði bátur tæp 15 tonn. Vinna við smíðina tók um það bil þrjár vfkur, úti i steikjandi eyðimörkinni fyrir utan Kairo. Þaðan var hann dregnn með aðstoð 500 egypskra stúdenta inn í borg- ina, og þaðan var báturinn, sem enginn vissi þá hvernig myndi láta í sjó, fluttur til Marokkó, þar sem lagt var upp í J^essa ævintýralegu og áhættusömu ferð. Um borð eru, auk Heyer- dahls og Svíans, sá kolsvarti Abdullah, Egypti, sem bras- ar ofan í fullhugana, Amerí- kani, Ttali og Fransari. Fljótlega eftir að Heyer- dahl og félagar hans á Ra lögðu af stað frá Casablanca, bárust þær fregni rfrá þeim, að tveir af áhöfninni væru veikir. Og um svipað leiti kom í ljós, að vindar höfðu borið þá nokkuð af leið, eða tölu- vert suður fyrir Kanaríeyjar, en upphaflega var ætlunin að fara norðan við þær sömu evjar. En sólguðinn sjálfur virðist vera í fylgd með nafna sínum, og nú er Ra aftur á réttri leið, og allir sprækir. Mjög erfitt er að ná sambandi við Ra, þar sem um borð er aðeins ein mjög ófullkomin sendistöð. Þó hefur mönnum skilist, að stuttu eftir að þeir komust á rétta leið, hafi þeir hreppt óveður, og sennilega orðið fyrir einhverju tjóni. Hefur Ra þó reynzt mun bet- ur í sjó en upphaflega var þorað að vona, og er Heyer- dahl hæstánægður með byrj- unina. I Egyptalandi sitja papýr- ussérfræðingar á rökstólum, og ræða möguleikana á því að sjávardýr setjist utan á bát- inn, og hreinlega cti hann upp, sem væru heldur lág- kúruleg endalok. Norskir sér- fræðingar óttast hins vegar mest, að mastrið á Ra muni ekki geta staðizt hvassa Atl- anthafsvinda, og þar með væri sú ferð sennilega úr sög- unni. Hvað sem öllum (hrak)- spám líður, þá bíður heimur- inn með öndina í hálsinum eftir fregnum af Ra, og von- ar að Heyerdahl takist að varpa einhverju ljósi á þetta mál. Eða svo notuð séu orð Iians sjálfs: „El' ég get það, þá hafa þeir getað það Iíka.“ ☆ 30 VIKAN 25- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.