Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 49
Oftast virti hann þörf konunnar til aö vera ein og í friöi fyrir honum, að hafa eitthvað á milli þeirra; Oftast nasr var þaö merki um likamlega þreytu, en stundum eins og hlýöni við ósýnilegan skipandi anda, vis- bending um yfirvofandi deilur, rétt eins og hvessir fyrir storm, ei'n- hver, óútreiknanleg, sálarleg truflun eða einhver yfirvofandi hætta. en allt var þetta eins og valdsmannsleg krafa um ánvekni og athygli. Hann leyfði henni aö slaka á og sofna. Svefninn eyddi þessum órurn og einhvern tima um nóttina breyttist eitthvað í henni eða utan við hana, hann vissi aldrei hvort heldur það var og þegar hún vaknaði hafði hún oftast nær breytzt. Þá var það oftast nær hún, sem færði sig uO honum. Dögunin, þetta hálfvakandi ástand hinna óskilgreindu stunda, fyrir morgunsárið, færðu Angelique ófyrirleitni, sem hún hefði aldrei leyft sér vakandi. Hún var kátari og laus við allan kvíða. Hún varð eins og lokkandi sírena, hjúfraði sig upp að honum og i allra fyrstu skímu dagsins sá hann glampa á sægræn augu hennar rétt hjá sér og tennur hennar, þegar hún brosti. Hann fann mjúkan silki- makka hennar falla yfir sig eins og regn og léttar varir hennar snerta hann í ótölulegum kossafjölda. Með allri leikni austurlenzkrar ambáttar, sem helgar sig Því að hlífa húsbónda sínum við öllu ómaki, örvaði hún þrá hans, en lét hann varnarlausan. — Var það í kvennabúri Mulai Ismails, sem þú lærðir þessar brellur, Madame? E'rtu að reyna að koma mér til að gleyma hjákonunum, sem eitt sinn þjónuðu mér. . . . ? — Já.... Ég kann aðferðir þeirra. . . . Megi herra mínum, soldánin- um, þóknast að treysta mér. Og hún kyssti varir hans af ástríðuhita, síðan augun og allt þetta elsk- andi andlit, og hann gafst upp, gafst henni á vald, lét hana um að færa honum unaðin^i af allri þeirri leikni, sem hún hafði yfir að ráða. — Hvílík ástmær ertu, abbadísin mín, sagði hann. Og svo fór hann höndum um mjúkar lendar hennar, þrýsti þeim að sér i faðmlagi og þegar hún lét að lokum fallast yfir hann í sæluvímu, þreyttist hann seint á að horfa á hana liggja þarna máttvana með hálflukt augu, svo aðeins sá glampa í þau og fram af létt aðskildum vörum hennar barst næstum óheyranlegt hljóð örs andardráttar. Þetta var líkt og ljúfur dauði. Hún sveif langt í burtu írá honum, til einhvers óþekkts staðar og einmitt þessi fjarlægð milli þeirra var þakkargjörð til hans. Hann var yfir sig kátur að sjá hana svo djúpt snortna. Sú kona, sem myndi fæðast af þessum vetri, af harðréttinu á þessum stað, þessum þreytandi nóttum, umkringd myrkri og frosti, konan, sem kæmi úr þessari pílagrímsferð til lífsins landamæra, sem langur norðurveturinn er fulltrúi fyrir, með hallærið sér við hlið og allar þær yfirvofandi hætt- ur, sem grúfðu yfir þeim, það var konan hans. Og sá dagur kæmi, þegar þjáning liðins tíma skildi engin merki eftir sig lengur. Hann fylgdist með henni og þegar unaðurinn hafði náð hámarki sínu reis henni þakkarsálmur á vörum og hún hvislaði iágt: — Ó, ástin mín — ástvinur minn.... Það var ekki svo langt síðan stormnóttina, um borð í Gouldsboro, þegar hún gafst honum skjálfandi á ný.. .. Stundin, sem hún hafði óttazt síðan nóttina í Plessis var komin og ekkert sérlega hræðilegt hafði gerzt. Ekkert annað en sú tilfinning, að allt væri í draumi, tilfinning um óendanleik, þegar skipið vaggaði til og frá, lyfti henni upp á vængjum nýfengins unaðar. Hér var hin náttdimma veröld skógar og vetrar og svefnhvild þessa frumstæða rúms, sem angaði af trjákvoðu og mosa. Annar draumur, þrunginn þögn, ofurlitið truflaður af sérlegu væli i sléttuúlfum og úlfum. Andartak lifað utan við tímann. Ljúí ferð. Draumur, sem gengur í uppfyllingu, óljós draumur, sem menn eiga og leita sér skjóls í eins og djúpu greni, til að sofa í yl ástarinnar. Stundum vaknaði hún, þorði varla að draga andann og naut hinnar dásamlegu kenndar fullnægjunnar. Hann hafði ekki getað gefið henni höllina eða húsið, sem hann hafði dreymt um. En það var rúmið! Rúmið! Nóttin! Áður, meðan þau bjuggu saman í Toulouse höfðu þau ekki sofið mikið saman á nóttunni. Þau höfðu allan daginn til að njótast og lang- ar, unaðslegar miðdegishvíldir. En hér, í þessari villtu og frumstæðu tilveru, lifðu þau eins og fá- tækir þurfalingar. Þau áttu aðeins næturnar. Hún dró andann djúpt, hjá róandi styrk hans. Stundum vaknaði hún og horfði á hann sofa, fast hjá henni og lifandi. Hún öfundaði hann af karlmannlegu tilfinningaleysi hans, sem gerði honum fært að vera svona rólegur, þvert á móti konunum, sem láta ímyndunaraflið ráða yfir iíkömum sinum. Það glóði á rauða ösku í eldstæðinu, svo dimmt að varla sást glampi á loftbita. Það var koldimmt í herberginu og það angaði af viðarösku. Hún sá ekkert, en heyrði reglulegan andardrátt hans við hlið sér og hún naut þess. öll heimþrá hennar, allir dagdraumar lágu aftur til hans. Og hann var eiginmaður hennar, hann myndi aldrei yfirgefa hana framar. Hún rétti út aðra höndina til að snerta hann, til að finna hann og var djúpt snortin af þvi að finna óvænt hve harður líkami hans var. Og ósjálfrátt leitaði hann til hennar 5 svefninum, þrýsti henni upp að sterkri, örum sleginni bringu sinni. Hann hafði ör um allan líkamann og hún strau-k þau með fingrunum. Hve mörgum sinnum hafði líf hans verið í hættu og hve mörgum sinnum hafði hann orðið að þola pínslir? Af þeim skelfingarstundum var ekkert eftir, nema þessi merki og um þau skeytti hann engu. Mörg þeirra voru þegar horfin. — Þú sagðir einu sinni að ihvert einasta þessara öra bæri nafn mis- munandi málstaða, sem þú hefur úthellt blóði þínu fyrir.... — Það væri ef til vill réttara að segja, að þau væru minjagripir frá óvinum mínum, jafn mörgum og þeir eru margvíslegir. Þú spyrð hvert sé verst. Þau sem böðull Frakkakonungs skildi eftir. Hann teygði úr bækluðum fæti mínum á nýjan leik og kom honum í samband, en i staðinn eyðilagði hann taugarnar I vinstri har.dlegg mínum og Það finn ég stundum, sérstaklega þegar ég þarf að skjóta. Og beztu örin? Þau, sem ég fékk í einvigum og orrustum umhverfis Miðjarðarhafið. Þar eru menn sverðfimir og sverð gera hreina og góða skurði. Þessi djúpa hola í síðunni? Hún er eftir kúlu, sem hitti mig í Karabiska haf- inu, spánska eða franska, ég man ekki hvort heldur var. Og þetta ný- lega ör á enninu, þetta sem þú hugsaðir svo blíðlega um, með þínum léttu höndum. það var eftir stríðsöxi Abernaka, sem nýja Frakkland hafði gert út af örkinni. Sennilega fyrsta höggið af löngum átökum úr þeirri átt. — Ekki segja þetta, elskan mín, þú gerir mig hrædda. — Og þú, fagra valkyrja, sýndu mér þín orrustumerki. En Angelique vafði um sig teppum og loðfeldum, alveg upp að höku. — Aldrei! ör karlmanna eru til mar-ks um hreysti þeirra. Þau eru þeim heiðursmerki og segja frá afrekum þeirra, en öí kvenna eru merki um afglöp þeirra og skyssur, merki sem lifið hefur skilið eftir á þeim, merki um að þær hafi verið að sýsla við eitt-hvað, sem þær áttu ekkert með.... Merki um steigurleik.... — Sýndu mér. — N-ei, það er aðeins staðurinn, þar sem ég var brennd með konungs- liljunni. Eitt kvöldið náði hann taki á öðrum ökkla Angelique og sneri honum að birtunni til að virða fyrir sér fjólublátt örið, sem hún hafði þar enn eftir flðttann frá Marokkó. Hún varð að segja honum frá því. H-vað hafði gerzt á eyðimörkinni. Hún hafði orðið fyrir snáksbiti. Colin Paturel hafði skorið í fót hennar með 'hnííi sínum og siðan ætt sárið. Það hafði verið hræðilega sár að- gerð og það hafði liðið yfir hana. Og eftir það?.... Nú, Colin hafði borið hana á bakinu í marga daga. Þau voru aðeins tvö eftir, hinir flóttamennirnir höfðu allir dáið á leiðinni. Hún hikaði alltaf við að rifja upp Colin Paturel. Eins og Joffrey hefði getað vitað það. En hann hlaut að vita það, hann -þrýsti henni að sér á sérstakan hátt og virti hana vandlega fyrir sér og henni stóð stuggur af því. Og jafnvel þótt minningin um flóttann gegnum Marokkó væri en-n, þrátt fyrir þjáninguna, sem honum ihafði fylgt, umkringd sérstæðri fe-gurð, vegna töfra -hinna einlægu og skilyrðislausu ástar, sem Colin hafði látið henpi i té, gat hún ekki lengur skilið -hvers vegna hún hafði gefizt honum. Allur sá unaður, sem hún ihafði fundið í ör-mum -fyrri elsk-huga sinna, var nú, þegar hún reyndi að rifja það upp, gersamlega þýðingarlaus. Það hafði verið þægilegt, en það var allt og sumt. En í samanburði við núverandi uppgötvun hennar, fannst -henni allt það sem hún hafði þá reynt, vera hjóm eitt. Hún vissi ekki hverju hún átti að Þakka -þessa endurheimtingu unað- arins í örmum hans. Hún uppgötvaði sjálfa sig á nýjan leik í hvert skipti, eins og ókunnuga veru, þegar hún gaf sig á vald þessari dýrð, sem gerði hana í senn furðu lostna og sæla. Svo fann hún nautnina streyma i gegnum alla veru sina og blandast saman við þrá og afl, og unaðurinn, sem hún fann var eins og skær tónn, sem titraði lengi og skýrt gegnum allan líkama hennar. Þegar hún var aftur komin til sjálfrar sín, eftir á, ásakaði hún sig stundum fyrir að vera of nautnafrek. Kalvínistakenningin, sem hafði síazt i -hana, meðan hún dvaldist með mótmælendum í La Rochelle, laumaðist að henni og kom henni til að roðna. Peyrac virti hana fyrir sér útundan sér, þegar hún -klæddist í flýti og skellti á sig hvítri línskuplunni, sem -hún ýtti öllu hárinu undir, svo hvergi -glitti í það, eins og -hún gæti með því móti þurrkað út, eða gert yfirbót fyrir nautnagleði sína þá um nóttina. Hún gerði sér ekki ljóst, að þessi fögnuður, að þessi blómi allra -henn- ar skilningarvita var fyllilega eðlilegur. Hún var þrjátíu og sjö ára. Hún vissi ekki, að konur ná hátindi kynunaðarins á þroskaárum sin- um. Skefjalaus lyst ungu stúlkunnar á íþrótt ástarinnar er leyst af hólmi með imyndunarafli uppgötvunarinnar. Þó eru þeir ekki margir, sem vita þetta og skilja það. Það tekur ekki eina öld að vekja Þyrnirós, en það getur tekið nokk- ur ár. Þá kemur sá tími að þessi eðlilegi likami verði að helgidómi, og það- an í frá má dýrka þar alla hina fornu siði í fullum ljóma þeirra. Og það verður bersýnilegt, þegar i stað af svip þeirra. Fáir karlmenn misskilja þann svip. Á þessum aldri nær konan oft hámarki fegurðar sinnar. Þvi sama fullkomnun og hefur nú undir þrýstingi -lífsins auðgað persónuleika hennar, virðist nú verka á hana að ytra útliti og breyta hreyfingum hennar, rödd og limaburði. Nú er hún h-ún sjálf, fullgerð, hefur full yfirráð yfir sínum auðæfum, þokka, fegurð, kvenleik, tilfinningum og innsæi. Og enn er hún ung. Þetta var stórkostleg blanda, sem gerir konuna á þessum aldri hættu- legustu -ástarveru, sem hægt er að ímynda sér. Það var þannig, sem lautinant Pont-Briand sá hana, þegar hún birt- ist honum við vatnsbakkann, á köldum, tærum morgni, þegar hann kom til Wapossou, eftir æðislega ferð um landið í nokkra daga. 50. KAFLI Vatnið var frosið og hulið snjó. Rennislétt og flekklaus slétta. Pont- Briand liðsforingi skálmaði þvert yfir það og eyðilagði flauelisyfirbragð þessa þykka, hvíta teppis, með slóðinni eftir kringlóttu snjóþrúgurnar. Hann þrammaði þunglamalega -með starandi augu. Hann hafði rétt í þessu komið auga á Angelique. Þetta var hún! Hún var enn á lífi! Og hann varð að komast til hennar, eins og hann hafði dreymt svo lengi um. Angelique stóð á stignum niðri við vatnið og horfði á þessa einkenni- legu veru koma í áttina til hennar, hún trúði varla sínum eigin augum. Einkennilegur blámi, sérkennandi fyrir vetrarmorgna í ákveðnu veðri, lá enn yfir landinu, þar sem varðstöðin lá í felum milli skóga og kletta. Himinninn var -hvorki gullinn né silfurlitaður, né heldur bleikur eða 25. tbi. vtkaN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.