Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 21
RÉTTARHÖLD UNDANFARIÐ. EN VÍSINDIN ERU ÞESS ENN EKKI UMKOMIN AÐ SVARA HENNI. 1AÐ VERBA MORÐINGIAR ? rannsókninni eiga þeir þess utan oft við húðgalla í andliti að stríða, fá ungir skalla og verða nærsýnir. Með blóðrannsókn er hægt að uppgötva XYY samsetningu hjá nýfæddum sveinbörnum. En það er dýr og erfið rannsókn, og þar að auki er ekkert hægt að gera við XYY tilfelli, annað en slá því föstu. Þess vegna er álitið þýðingarlítið að prófa ný- fædd sveinbörn. Það er náttúran, sem ákveður krómósómsamsetninguna. — Mannslíkaminn er gerður úr frumum, og sé allt eðlilegt, eru 46 krómósóm í hverri l’rumu, og er þeim skipt í pör. 22 paranna ákveða líkamlega og sálræna eiginleika okkar, liára- og augna- lit, lunderni og svo framvegis. 23. parið ákveður kynferðið. Hjá eðlilegri konu er 23. parið tvö „kvenleg" krómósóm, XX. Hjá eðlilegum karli er parið eitt kvenkrómósóm, X, og eitt karlkrómósóm, Y. Eðlilegur karl er sem sagt XY. Egg eðlilegrar konu ei- aðeins XX. Sæði eðlilegs karls er hins vegar tvenns konar, X krómósómberandi eða Y krómósómber- andi. Ef Y krómósómberandi sæði frjóvgar eggið, eyðir Y krómósómið öðru X krómósómi þess, fóstrið fær XY samsetn- ingu og verður sveinbarn. Sé sáðfruman X krómósómberandi, verður fóstrið XX og meybarn. En stundum bregzt meira að segja náttúrunni bogalistin. Hún hleypir einu of margt krómósómi í gegn, og afleiðingin verður XYY — eða XXY. Þegar samsetningin verður XXY, tvö kvenleg krómósóm og eitt karllegt, verður fóstrið stúlkubarn, en með sterkum karl- legum eiginleikum. Þær stúlkur eru stundum kallaðar „stálkon- ur“ eða „fjallkonur“, og þær gera einkum garðinn frægan í sam- bandi við íþróttir. Þeirra tilfelli gerðist töluvert frægt í sam- bandi við síðustu Ólympíuleika, þegar nokkrar slíkar konur voru dæmdar úr leik vegna of ákveðinna karllegra eiginleika, eða XXY krómósómsamsetningar, sem í ljós kom við blóðrannsókn. En einnig í þeirra tilfellum hefur orðið vart við glæpahneigð, og getgátur eru uppi þess efnis, að sumar af mestu svörkum og kvendum sögunnar hafi verið XXY tilfelli. En nú er sem sagt að því komið að taka lagalega afstöðu til þeirra, sem hafa einu krómósómi of margt í 23. parinu. Á að milda dóma á slíku fólki? Dómstóllinn í Melbourne gerði það, og í New York var Sean Farley, XYY maður, sem myrt hafði 49 ára gamla konu, dæmdur undan refsingu á þessum grund- velli. En aðrir telja, að séu XYY menn svona hættulegir, beri eindregið að varðveita þá bak við lás og slá. — Enn vitum við ekki mikið meira um XYY krómósómsam- setninguna en það, að hún er ekki arfgeng, segir prófessor Eors- man. — En hvernig stendur á henni vitum við ekki. Fyrsta kast- ið verðum við því að segja, að hún sé tilfallandi. En ég held, að einhvers staðar hljóti að liggja einhver orsölc til hennar. Og hún verður að finnast. ■fr 25. tbi. viKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.