Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 2
Colgate fluor
gerir tennumar sterkari
við hverja burstun
Spyrjið tannlækni yðar...
hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur
mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar.
Byrjið í dag
- það er aldrei of seint...
Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn
og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar
daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn
gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt
við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna.
Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur.
Heldur kálmaðkinn
takk
Það væri synd að segja, að
kyrrlátt jafnvægislíf væri í
þjóðfélagi íslendinga. Við er-
um víst þeim ósköpum álögð,
að vera svo sundurlynd að
geta aldrei náð samstöðu um
nokkurn hlut, sem verulegu
máli skiftir fyrir okkur, jafn-
vel þótt skoðanamunurinn sé
aðeins um aðferðina, en ekki
niðurstöðuna. Og þó eru okk-
ar vandamál ósköp lítilf jörleg,
miðað við það sem gerist hjá
mörgum stærri þjóðum.
Við þurfum til dæmis ekki
við það að búa, að drengirnir
okkar séu sendir á sínum
frískustu manndómsárum til
þess að láta skjóta sig á ein-
hverjum vígstöðum hér og
þar. Við þurfum ekki að eiga
von á því, að járngrá drottn-
unarþjóð ráðist með eldi yfir
okkur þótt einhver ný stefna
verði tekin í þjóðmálum. Við
eigum ekki við kynþátta-
vanda að etja né kynslóðaþró-
aðan menntunarskox-t. Við bú-
um ekki yfir þeim náttúru-
auðlindum, að við þurfum að
verja þær með kjafti og klóm.
Við þurfum ekki einu sinni að
berjast við verri pöddur en
kálmaðkinn.
Aðalvandi okkar er póli-
tísku flokkarnir. I raun réttri
skilur lítið á milli þeirra og
þeir gapa allir yfir sama bit-
anum. Samt nægir okkur ekki
að eiga fjóra flokka sem hnot-
bítast með öllum tiltækum
bolabrögðum; margur hefði
haldið að réttar hefði verið
að sameina einhverja þeirra
og fækka þeim þannig, þótt
það hefði kostað að einhver
hefði orðið að slá af persónu-
leírri metorðagirnd sinni. En
það verður ekki upp á ten-
ingnum, heldur hefur nú ver-
ið stofnaður einn enn, sem yf-
irlýsir meira að segja við
stofnun, að hann telji fráleitt,
jafnvel „dauðasök", að vinna
með öðrum flokkum.
Mættum við þá heldur biðja
um kálmaðkinn, takk.
1 S.H.