Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 33
lækninum. Það er ekkert að mér, nema smávegis brjóstsviði. — Jæja, þú lítur stórkostlega vél út, sagði Grace aftur, og var sýni- lega með hugann við störfin sem biðu þeirra á fundinum. Fundurinn gekk að óskum, nefnd- ir voru skipaðar, sjálfboðaliðar skráðir, bæði til að sinna sjúkrahús- búðunum og til að aka bókum á sjúkrastofurnar. Án þess að hugsa, skrifaði Maggie sig niður í maí, og engin, hvorki Grace eða hún sjálf athuguð það að hún yrði ekki sér- lega vel til þess fallin að aka bók- um eftir sjúkrahúsgöngunum í maí. Annir dagsins gerðu hana þreytta, og við matborðið borðaði hún tvo kjötbita, og fór að gráta. Hún fann stór og þung tár renna niður kinn- ar sínar. — Hvað er að? sagði Bill. — Hvað er að þér? — Alls ekki neitt. — Eitthvað hlýtur að vera að. Sagði Hillis eitthvað sem gerði þig hrædda? — Hann sagði mér að taka pillur við brjóstsviðanum. — Þú hefir farið á þennan bjána- lega kvennafund, gerðirðu það? Þú ert dauðþreytt. Hún hristi höfuðið og bað til þess að táraflóðið tæki enda; henni fannst það leiðinlegt að láta Janet sjá sig svona auma. En Bill var vandræðalegri en Jan- et. Hann vissi að konur gráta stund- um, án þess að ástæða sé fyrir því, en þegar hún grét svona óstöðvandi að honum ásjáandi, þá hlaut þetta að vera annars eðlis, eitthvað var að, og það hlaut að vera hægt að gera eitthvað í málinu. Það var fyrst um kvöldið, þegar hún var háttuð, að hún skildi hvað hafði komið henni til að gráta. — Ég er eiginlega allsstaðar utan garðs. Mér finnst ég vera kjánaleg, þegar ég er að tala við þessar ungu kon- ur hjá lækninum, og ég get ekki þreytt vinkonur mínar með því að tala um það sem er efst í huga mín- um, ég get ekki talað um það að barnið sé farið að sparka og annað þessháttar. — Þú getur reynt að þreyta mig, sagði hann, og Maggie fannst það elskulegt af honum, en einhvern- veginn var það ekki það sama .... Næsta mánuð var henni ekki Ijóst hvort Bill var að reyna að halda því fram að hún væri yngri en vorið sjálft, eða þá að hún væri ein þeirra kvenna, sem aldrei léti á sjá, hvað sem aldri liði. En hver sem tilgang- urinn var, þá var hann óþreytandi í aðgerðum sínum. Hann fór með hana í leikhúsið, þar féll hún í væran svefn i öðrum þætti; á dans- kvöld í klúbbnum, þar sem vinir þeirra dönsuðu við hana af skyldu, sýnilega dauðhræddir og hreyfðu hana varlega yzt á dansgólfinu; enginn bauð henni upp á drykk; og það sem var verst af öllu, dró hann hana með sér í sirkus, þar sem hún gat ekki haft augun af fílunum. En á rólegum stundum heima, lét hún hugann reika, og reyndi að muna eftir gleðitilfinning- unni, sem greip hana, þegar hún varð fyrst vör við þetta litla barn. Sú tilfinning var ennþá rík með henni, en nú var ekki laust við að hún fyndi fyrir óljósum hræðslutil- finningum, öryggisleysis vegna ald- ursins. (Hún sá fyrir sér fimmtuga móður, — klúbbmeðlim með hatt og hanzka, og — bleijupoka ....). Hún lagði af stað til að kaupa barnaföt, en endaði með því að kaupa vorhatt handa sjálfri sér; ætl- aði að kaupa ný gluggatjöld í barna- herbergið, en keypti tjöldin, sem Janet hafði óskað sér. Þau voru jafn æpandi skræpótt og áður, en þau voru ekkert verri en hatturinn. Henni fannst hún skilja Janet vel, Janet, sem málaði grænar neglurnar á dag- inn, en fór svo í rúmið, með slitinn og gamlan bangsa, sem langaði til að tvista með félögum sínum, en gat eiginlega ekki sagt skilið við hjólaskautana. Ég er í sama báti, hugsaði hún. Ég get ekki ákveðið hvort ég á að vera eins og frú Williston, ánægð með öll óþægind- in, eða virkur meðlimur í kvenna- klúbbnum, sem er bara pinulítið ófrísk. Þegar hún kom í apríl heimsókn- ina til læknisins, sá hún að frú Williston var ekki lengur á biðstof- unni, í hennar stað var komin ung- lingsstúlka með tagl, og Maggie fannst tækifæriskjóllinn hennar minna helzt á litla stúlku í mömmu- leik. — Æ, ég veit ekki, endvarpaði sú Ijóshærða með stóru kúluna. — Ég átti von á mér fyrir tveim vik- um. Nú erum við búin að borða alla smáréttina, sem ég var búin að setja í íshólfið. Allir andvörpuðu, henni til sam- lætis. — Þetta verður líklega telpa, sagði sú nýkomna, — þær eru alltaf seinni á sér. Litli, alvarlegi drengurinn sýndi Maggie myndabókina sína, og tal- aði nú í fyrsta sinn við hana. — Kú, sagði hann og benti á eina myndina. — Mjög táknrænt, hugsaði hún. Og svo var það dag nokkurn í maí. Himinninn var heiður og blár blómin önguðu, og Maggie var grip- in ákafa. Hún þvoði bæði glugga og gluggatjöld, bjó til lystilegan humarrétt til miðdegisverðar, sem endaði með því að verða eftir á diskunum, þegar Bill fór með hana til sjúkrahússins. — Ég hefði átt að muna eftir þessu, sagði hún, — þessarri óskap- legu atorku síðasta daginn. Ég hélt það væri vegna þess að veðrið var STJÖRNUSPÁ ífc ífc •- 1 gm Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú færð einstakt tækifæri til að kynna þér mál er þú befur mikinn áhuga á. Félagar þínir munu halda einhverja keppni innbyrðis, sem þú tekur þátt í. Ættingi þinn kemur þér í opna skjöldu. & Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú hefur nýlega séð af félaga sem þú saknar mjög; allt bendir þó til að aðskilnaðurinn verði styttri en fyrirhugað er. Aukavinnan færir þér drjúgar tekjur, ef þú leggur alúð við hana. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú átt erfiða áfanga eftir, áður en þú nærð marki þínu. Mál sem þú ert hálfbúinn að gleyma rifjast óþægilega upp fyrir þér í byrjun vikunnar. Verðu hluta af tíma þínum í annarra þágu. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú hefur óvenju mikinn frítíma eins og stendur og gæti það stafað af fjarveru ákveðinnar persónu. Þú tekur fyrir verkefni sem eru ný og framandi og veita þér töluverða ánægju. WB tlJi Tvíburamerkið (22. maí — 21. júnl): Þú hefur verið fremur einangraður síðustu daga. en það er að eigin ósk. Þú snýrð von bráðar við biað- inu, er þú hefur ákveðið stefnuna. Það er óþarfi að hafa áhyggjur af fjöiskyldunni. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þér hafa orðið á mistök og ættirðu að leiðrétta þau sem fyrst, þótt það verði nokkuð erfið spor. Þú nálgast takmark þitt með seigiu og því ekki ástæða til annars en vera bjartsýnn. # Krabbamerkið (22. júnl — 23. júll); Talaðu ekki mikið um vandamálin við kunningjana, og vandaðu val trúnaðarmanna þinna. Áhrif stjarn- anna munu hjálpa þér að yfirvinna persónuleg vand- kvæði. Veldu vini úr Nauts-eða Bogamannsmerkinu. £ , v ■ v • ■ ' " Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Allflest heppnast þér, sem þú leggur drög að um þetta leyti. Talaðu ekki mikið um erfiðleika eða áhyggjur við aðra. Þú hefur þörf fyrir sjálfsgagn- rýni. Fimmtudagurinn verður annasamur. fir Ljónsmerkið (24. júlf — 23. ógúst): Sjaldséðir gestir og fólk í för þeirra taka mestallan tíma þinn næstu daga. Ef til einhvers ósamlyndis rekur skaltu athuga aðstæðurnar vel og gera þér glögga grein fyrir mátsatvikum. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Vantreystu ekki þeim er vilja þér vel. Þú færð verkefni sem hefur þroskandi áhrif á þig. Þú átt í miklum brösum við útvegun efnis er þig bráðvant- ar. Þú verður fvrir vonbrigðum með helgina. fe-s AAeyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú eyðir öllum þínum frístundum um þessar mund- ir í þágu fjölskyldunnar og er þeim tíma vel varið. Þú átt smá ferð fyrir höndum er stendur í nánu sambandi við áhugamál þín. Helgin verður góð. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz); Það eru erilsamir dagar framundan, hvar sem þú heldur þig og verðurðu mjög starfsamur, þar sem svo margt kallar á. Þú hefur ópersónuleg skipti við fólk, það þreytir þig. Óvænt gestakoma í vikunni. 25. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.