Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 29
HÉR ERU NOKKUR ATRIÐI ÚR ÆVISÖGU EVU BRAUN, SEM ELSKAÐI EINRÆÐSSHERRANN ADOLF HITLER, GIFTIST HONUM, - OG ÞORÐI AÐ MOTMÆLA HONUM . Hitler og Eva (í miðjunni) með börn- um vina þeirra. Hitl- er vildi ekki eignast börn, svo hann lét Evu taka pillur, sem þá var fyrst verið að framleiða til getnað- arvarna. 4. marz 1935. — Nú er ég hræðilega óham- ingjusöm aftur.... Laugardags- kvöld var haldinn næturdans- leikur. Ég átti tvær dýS'legar stundir með honum fram að mið- nætti, en svo fór ég á ballið með öðru fólki og fullu samþykki hans. Hann hafði lofað því að hitta mig á sunnudeginum. En þótt ég hringdi til Osteria (uppá- haldsveitingahús Hitlers), og léti liggja fyrir honum skilaboð um það að ég biði eftir fréttum af honum, þá fór hann með flugvél til Feldafing, án þess að ég gæti kvatt hann....... É’g veit ekki hversvegna hann er reiður mér. Það getur verið vegna þess að ég fór á dansleikinn, en hann leyfði það sjálfur.... 11. marz 1935. - Það er aðeins eitt sem ég þrái, það er að verða reglulega veik og sjá hann ekki, að minnsta kosti í viku. Hversvegna heyri ég ekki frá honum, — hvers- vegna verð ég að þola þetta? Ó, að ég hefði aldrei hitt hann. Ég er örvæntingarfull, og ég er aft- ur farin að taka svefntöflur .... Hversvegna hirðir fjandinn mig ekki? Víti hlýtur að vera betra en þetta .... 1. apríl 1935. — í gær bauð hann okkur til miðdegisverðar.... Ég varð að sitja við hlið hans í þrjár klukku- stundir, án þess að hafa tækifæri til að tala við hann. Að skilnaði rétti hann mér umslag með pen- ingum.... Hve yndislegt hefði það verið, ef hann hefði skrifað nokkrar línur með. En hann hugsar aldrei um slíka hluti.... 10. maí 1935. Frú Hoffmann upplýsti mig um það að hann væri búinn að finna staðgengil minn, ■— hún er þekkt undir nafninu Valkyrjan, og útlitið er eftir því, þar með taldir fótleggirnir. Hann dáir slikt sköpulag. Ef þetta er satt, þá léttist hún sennilega um þrjá- tíu pund .... af áhyggjum, nema að hún hafi þann hæfileika að fitna af mótlæti.... Ef það sem frú Hoffmann segir er rétt, finnst mér það ómannúðlegt af honum að hafa ekki látið mig vita. Hann ætti að vera farin að þekkja mig nógu vel til þess að vita að ég myndi aldrei gera nokkra tilraun til að halda í hann nauðugan, ef hann yrði ástfanginn af annarri en mér. Honum hlýtur að vera al- veg sama um líðan mína .... Veðrið er dásamlegt, en ég, sem er ástmey valdamesta manns Þýzkalands, já alls heimsins, sit hér og bíð, og sólin sendir geisla sína inn um gluggana.... 28. maí 1935. Nú er ég nýbúin að skrifa hon- um og senda honum úrslitakosti. Skyldi hann taka það alvarlega? Við sjáum til. Ef ég fæ ekki svar fyrir klukk- an tíu i kvöld, ætla ég að gleypa 25 svefntöflur. og sofna rólega burt frá þessu öllu. Ber það vott um ofsalega ást, sem hann þóttist hafa á mér, að hann hefir ekkert látið mig heyra frá sér í þrjá mánuði? 28. maí 1935. Ó, guð, ég er hrædd um að ekkert svar komi í dag. Ef ein- hver gæti hjálpað mér. Allt er svo hræðilega ömurlegt. Ef til vill hefir bréf mitt borizt hon- um á óþægilegri stund. Það getur verið að ég hefði alls ekki átt að skrifa honum.... Góði guð, hjálpaðu mér. Ég verð að tala við hann í dag, á morgun er það of seinf. Ég er búin að ákveða að gleypa þrjátíu og fimm töflur .... Síðla þessa nótt, fann Ilse Braun Evu meðvitundarlausa. Hún hafði gert tilraun til sjálfs- morðs, en hafði tekið aðeins 20 svefntöflur. Eftir nokkurra daga hvíld var hún að fullu búin að ná sér. Hún ákvað að segja Hitl- er að hún hefði tekið þessar töfl- ur af vangá. Hitler lét sem hann tæki það trúanlegt. En þessi sjálfsmorðstilraun, hvort sem hún var gerð af ásetningi eða ekki, þá bar hún tilætlaðan ár- angur. Nokkrum mánuðum síðar keypti Hitler einbýlishús handa Evu, í útjaðri borgarinnar. Hún þurfti ekki lengur að starfa hjá Hoffmann. Og þaðan í frá, kom varla fyrir það kvöld að hann hefði ekki samband við Evu. Næstu tíu ár, var Eva að mestu leyti búsett á Berghof, hinu fræga arnarhreiðri Hitlers í bayersku Ölpunum, rétt hjá Berchtesgaden. En ef standsper- sónur komu í heimsókn, varð Eva að halda sig í herbergjum sín- um. Hún bað Hitler að kynna sig fyrir hertogafrúnni af Wind- sor, þegar hún og hertoginn heimsóttu Berchtesgaden. Eva var búin að þreyta Hitler með endalausum sögum af hertogan- um, sem hafði fórnað konung- dómi sínum fyrir konuna sem hann elskaði. Hún lét jafnvel í það skína að hún og hertogafrú- in ættu í mörgu sammerkt. En Hitler hélt því fram að siðaregl- urnar leyfðu ekki slík kynni. Eva braut stöðugt heilann um það hversvegna hann vildi ekki viðurkenna hana opinberlega. Einu sinni heyrði hún þul segja að Hitler ætti ekkert einkalíf, og eftir það sagði hún oft við þá sem hún hitti, líka svo Hitler hlustaði á: - Ég er ungfrú „ekk- ert einkalíf". Eva hafði alltaf óskað þess að verða leikkona. Hún hafði mik- inn áhuga á amerískum kvik- myndum, var sérstaklega hrif- in af „Á hverfanda hveli“. Hún sá sjálfa sig í anda sem Scarlett O'Hara, dekraða af Rhett Butler- Hitler; og einu sinni gekk hún svo langt að hún klæddist eins og hefðarkona frá Suðurríkjun- um, og líkti eftir atriði úr kvik- myndinni, sem hún hafði haft í gegn að láta Hitler horfa á. Svo fór hún að tala sí og æ um Clark Gable. Að lokum gat hún gert Hitler svo afbrýðisaman, að myndin var send aftur til Metro- Goldwyn-Mayer. Eitt af því sem Hitler hélt fram, var sú dauðans hætta sem fylgdi tóbaksreykingum, enda fyrirbauð hann þær í sinni nær- veru. Einu sinni sagði hann við systur Evu: — Áður en ég læt af störfum, þá ætla ég að sjá svo til að á alla sígarettupakka, í Evrópu minni, verði settir miðar með eldlegu letri: Hætta, tóbaks- reykur drepur; — hætta — krabbamein.... Þegar Hitler ólmaðist sem mest á móti tóbaksreykingum, átti Eva Framhald á bls. 41. 25. tbi. VTKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.