Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 31

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 31
Mentol sigarettan sem hefur hreint og hressandi bragð. Á þínum aldri... Framhald af bls. 13. Shea í Maple Street, sem tekur að sér að sitja hjá börnum. Maggie kinkaði kolli og veifaði til Grace um leið og hún gekk að bílnum sínum. Einhvernveginn hafði hún búizt við öðrum viðbrögðum hjá Grace, — ekki sykursætri við- kvæmni, þannig var Grace ekki. Og hún hafði heldur ekki búizt við að Grace hrópaði: — Ég vildi að það væri ég, því að það meinti hún ekki heldur. En hverju hafði hún búizt við? Kannski innilegri samræðum, reglulegu vinkonurabbi. Þær voru reyndar ekki nein unglömb, en hún hefði getað hugsað sér að Grace ýtti frá sér kaffibollanum, hallaði sér fram á borðið og segði: — Jæja, og hvernig líður þér? Látum okkur sjá, maí sagðirðu, þú ert ekki orðin neitt fyrirferðarmikil. Hvenær ætlarðu að fá þér tækifæriskjól? Það getur ver- ið að þú þurfir þess alls ekki, eins og tízkan er núna. Hún mundi eftir slíkum samtölum, áður en Janet fæddist, samtölum sem byggð voru á sameiginlegum áhugamálum: — Ég gat verið ( sama kjólnum í fimm mánuði, án þess að færa út nokkurn saum. — Morgun- flökurleiki, ég veit ekki hvað það er, hjá mér byrjar flökurleikinn ekki fyrr en klukkan fimm á daginn. — Ég fékk þessa brúnu bletti á háls- inn, eins og mamma Harrys hafði, og hún sagði að það yrði drengur. — Ég held að þetta sé ekki barn, ég gæti frekar trúað að það væri stærðar hestur. Það var Peg McClos- key sem sagði þetta, hún var ekki sjálf nema fjörutíu og fimm kíló og eignaðist tuttugu og tveggja marka barn. — Við vorum eins og ríkjasam- band í þá daga, hugsaði Maggie, — og beindum allri athyglinni að mittinu. Hún fór i búð á leiðinni og keypti kjúkling, og svo kom hún við ( innréttingadeijdinni, til að líta aftur á eitthvað til að skreyta með her- bergi Janet, skoðaði aftur það sem Janet sjálf var búin að tala um. — Ég get ekki fengið mig til að kaupa þetta, það er svo Ijótt, finnst yður það ekki? sagði hún við herra Glenn. — Það er þetta, sem ungiingarn- ir vilja, þeir vilja hafa allt litríkt og æpandi. Það getur verið að það sé ekki eftir okkar smekk, hélt hann áfram — en þetta er heldur ekki okkar kynslóð. Að þeirra dómi erum við aldra fólk. — Talaðu fyrir sjálfan þig, hugs- aði Maggie, en fann fyrir ónotasting. — ætli þú verðir ekki hissa vinurinn, þegar ég kem til að kaupa glugga- tjöld með stökkvandi lömbum og andarungum. Rétt hjá var kjólaverzlun. Maggie fór þangað inn. — Tækifæriskjól? Sölustúlkan var þvengmjó, í (tölskum prjónakjól. — Ég hefi aðeins nokkur stykki. Hún þreif af slánni glitrandi flík, alsetta rínarsteinum. — Drottinn minn, sagði Maggie, — ég var að svipast um eftir ein- hverju einföldu, kannske í tvennu lagi. Stúlkan setti upp hæfilegan hryggðarsvip, eins og hún væri leið yfir að hafa ekki gömlu pilsin, með gati á maganum. — Þeir eru allir i einu lagi núna, sagði hún. — Jæja, sagði Maggie, — mér liggur heldur ekkert á. — Er það handa yður sjálfri? Þögnin sem kom á eftir var nokkuð vandræðaleg, og einhverra hluta vegna sagði Maggie: — Nei, ég var að lita eftir þessu fyrir vinkonu mína, og flýtti sér út úr búðinni. — Nú get ég aldrei far- ið þangað aftur, þegar ég þarf, hugsaði Maggie, hálfergileg. — Ég verð þá að fara alla leið inn í borg- ina; og hvað fæ ég þar? Henni varð litið á spegilmynd sína í búðarglugga, og þó það væri ekki beinlínis til að fá áfall yfir, þá var hún ekki sérstaklega hrifin af því sem hún sá. Hún sá snotra og vel snyrta matrónu, sem átti eftir að lenda í miklum vandræð- um með að finna hæfilegan tæki- færiskjól. Hún var þung ( skapi, ekki síð- ur en líkamlega. Magabeltið henn- ar myndi ekki duga henni mikið lengur, en hún flýtti sér heim, æpti að Janet, án nokkurrar ástæðu, og þegar Bill kom heim, æpti hún lika á hann, líka að ástæðulausu. — Takið ekki mark á mér, sagði hún skömmustuleg. — Ég er alltof þreytt. Bill brosti og klappaði henni á magann. — Kallarðu þetta ofþreytu? Hún fann það á sér, af kvenleg- um næmleik, að Bill ætti eftir að hafa þetta fyrir standandi brandara, næstu mánuði. Hún heyrði hann segja við fólk: — Auðvitað köllum við, á okkar aldri þetta ekki að vera barnshafandi, við köllum það ofþreytu. Get ég haldið það út í fimm mán- uði, hugsaði hún, og ákvað að hún ætlaði að halda allt út í fimm mán- uði, jafnvel brandara Bills, svo lengi sem þeir komu aðeins frá honum. Bills vegna skvetti hún svolitlu hvítvíni yfir kjúklinginn og bætti súrum rjóma út í kartöflurnar, og bjó til eplasalat handa Janet. Sjálfr- ar sin vegna kveikti hún á kertum og setti krystalsglös á borðið, sagð- ist ætla að gleðja augað en ekki magann með kertaljósum, en svo borðaði hún auðvitað allt of mikið. — Þetta er liklega súra rjóman- um að kenna, hugsaði hún, þegar hún rauk upp um miðja nótt með ónot i maganum. 25. tw. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.