Vikan


Vikan - 19.06.1969, Síða 12

Vikan - 19.06.1969, Síða 12
ÞAÐ VAR E!NS OG ALLT STUÐLAÐI AÐ ÞVÍ AÐ GERA IHANA KJÁNALEGA, - EKK! SÍZT DÖTTIR HENNAR. HVAÐ VAR SVO SKRÍTIÐ VIÐ ÞAÐ AÐ VERA BARNSHAFANDI? HUGSAÐI MAGGIE ... .1 #>/VI »/ ALDRI ? SMÁSAGA EFTIR BARBARA ROBINSON Það hafði eitthvað skolazt til á janúarfundi kvennaklúbbsins, og þegar Maggie Salem kom, á síðustu stundu, með hattinn hangandi á nokkrum hárum og annan hanzkann í hendinni (svo ekki bæri á því að hún hefði týnt hinum), varð hún vör við einhverja óánægju ( andrúms- loftinu. Fyrirlesarinn, blaðamaður, sem var kunnugur í Kína, hafði eitt- hvað ruglað til í minnisbókinni sinni, svo hann gat ekki mætt á fundinum. Þess i stað, heyrði Maggie tvær vin- konur segja. Það átti að helga fund- inn málefnum miðaldra kvenna: „Hvað tekur við þegar börnin eru vaxin úr grasi?” Þessi orð komu Maggie til að hrökkva við. — Hatturinn þinn er skakkur, sagði Grace MvCharty, vinkona hennar. — Reyndar er hann öfugur. Komdu og seztu á aftasta bekk hjá mér ,þá getum við farið snemma, ef við viljum. Finnst þér ekki að þær hefðu frekar átt að fá manninn frá McAlpin til að tala um gamalt silf- ur? Ég er orðin hundleið á að heyra um vandamál miðaldra kvenna. — Ég líka, sagði Maggie. Síðast- liðna mánuði hafði hún allsstaðar rekið sig á hugleiðingar um þetta málefni, í blöðum, ræðum og sam- tölum manna á milli, og hún var fegin að heyra að fleiri voru orðnir leiðir á þessu en hún. — Ég er á móti þessu, sagði Grace, — ég er ekki kominn á þenn- an aldur, og þú ekki heldur. — Nei, ekki ég heldur, hugsaði Maggie, og hún hugsaði líka að hér væri gullið tækifæri til að segja Grace frá leyndarmáli sínu, en í því tók ræðumaður til máls, og tæki- færið var glatað. Meðan á leiðinlegum inngangi ræðunnar stóð, fór Maggie að hugsa um eigin málefni, og þau voru nokkuð margvísleg og blöndúð: Hvað ætti hún að hafa til matar í staðinn fyrir steikina, sem hún gleymdi að taka úr frystihólfinu; hvað hafði orðið af öðrum hanzk- anum hennar; hvað átti hún að gera við herbergi dóttur sinnar, hvernig átti hún að finna viðunnandi milli- veg, milli þess sem Janet vildi (app- elsínugul og græn tjöld, æpandi auglýsingaspjöld á veggjunum og gerviloðskinn á gólfinu), og þess sem Maggie sjálf vildi hafa (pífu- gluggatjöld, fuglamyndir og fallega gamla heklaða teppið, sem var á háaloftinu). Janet, fjórtán ára, var ráðgáta fyrir Maggie, og það sem verra var, sjálfri sér ráðgáta, alltaf á báðum áttum, hvorki fugl né fisk- ur, hálfgerður hippi, og að hálfu frá Viktoríutímabilinu, og það voru engin sjónarmið, engar ákvarðanir, yfirleitt ekkert, sem þær voru sam- 12 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.