Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 5
gelatinefni til að styrkja neglur. Einhvern tíma heyrðum við getið um efni, sem átti að auðvelda fólki að hætta að reykja, en ekki virðist það hafa gert mikla lukku, að minnsta kosti er okkur ekki kunnugt um neinn, sem hefur notað það. Við getum aðeins gefið eitt ráð til að hætta að reykja: Að vilja það sjálfur og beita sig hörðu. Til að halda tönnunum livítum kunnum við það bragð helzt að vera nógu iðinn að þrífa þær. Flest tannhreinsiefni eru mjög góð nú til dags, en þó telja margir tann- læknar, að þau efni, sem innihalda flúor, séu öðrum betri. — Þeir sem reynt hafa rafmagnstannbursta, segja líka, að tannhirðan sé margfalt auðveldari og árangursríkari með þeim. Reglan er að bursta tenn- urnar kvölds og morgna og eftir hverja máltíð, en forðast sætindaát eða auka- bita milli mála, og umfram allt: Sofa með tandurhrein- ar tennur. EINMANA FÓLK OG FEIMIÐ PÓSTINUM hefur borizt töluvert af bréfum frá ein- mana fólki, sem óskar bréfaskrifta, án þess að það vilji láta nafna sinna getið opinberlega. Ákveðið hef- ur verið að hafa milligöngu um bréfaskiptaupphaf fyr- ir þetta fólk, með þeim hætti, sem nú skal greina: Þeir, sem óska að skrifa eftirgreindu fólki, skulu láta bréf til þess í LOKAÐ, FRÍMERKT UMSLAG ÁN UTANÁSKRIFTAR, en senda það í ÖÐRU UM- SLAGI UTAN YFIR, frí- merktu og utanáskrifuðu til VIKUNNAR, pósthólf 533, Reykjavík. Með í ytra umslaginu skulu fylgja fyr- irmæli um, hverjum eigi að senda ómerkta bréfið. ATHUGIÐ: Þau bréf, sem gengið er frá á ófull- nægjandi hátt, fyd. ekki nægilega frímerkt, lenda í ruslakörfunni. Hér koma svo upplýsingar um þá, sem óska bréfavina á þennan hátt: EIN 18 ÁRA, við pilta og stúlkur á aldrinum 18—22 ára. Hún lofar að svara öll- um bréfum, en mynd fylgi. EINMANA AFDALA- STRÁKUR, við stúlkur, aldur skiptir ekki máli. EIN EINMANA I, við unglinga 17—19 ára. EIN EINMANA II, við fólk á öllum aldri, helzt þó ungt fólk. EINN EKKI ÁNÆGDUR, við stúlku 27-—37 ára. HANN SEGIR EKKI HALLÓ Kæri Póstur. Ég hef lent í miklum erf- iðleikum. Og langar mig þess vegna að leita ráða hjá þér. Í5g kynntist strák á aldur við mig og vorum við hinir beztu vinir sem á er kosið. En nú er allt búið á milli okkar. Ég var hrifin af honum þegar allt lék í lyndi og er það enn. En svo frétti hann að ég væri hrifin af sér og hætti hann þá að tala við mig og sagði aldrei halló við mig eins og hann hafði áður gert. Nú langar mig til að spyrja þig hvort ljósmerkið Hvað á ég að gera til að það náist aftur sú vinátta sem áður var? Mig langar einnig til að spyrja þig kæri Póstur. og sporðdrekamerkið eigi vel saman? Ein sem ekki vill láta nafns síns getið. Það er trúlega ekki margt að gera. Nema þú látir það berast til hans, að þú sért nú aldeilis ekki hrifin af honum lengur, og vafasamt, að þú hafir nokkurn tíma verið það. Þú mátt líka vei minnast þess gamla spakmælis, sem seg- ir að fjörður skyldi milli frænda en vík milli vina. Um ljón og sporðdreka segja heimildir okkar, að bæði merkin séu stórlynd og baldin í öllum viðskipt- um, og muni þess skammt að bíða að til alvarlegra deilna komi, er þau lenda saman, enda séu grundvall- ar eðlisþættir þessara merkja með öllu ósam- ræmanlegir. — Það er ekkert skrítið að þú nærð ekki í samband, þetta er osturinn. Því er slegið föstu: Hvergi meira fyrir peningana 15 dagar, Mallorca. Kr. 11.800 - 25% fjölskylduafsláttur. - HÓPFERÐAAFSLÁTTUR. Brottför annanhvern miðvikudag, og að auki annanhvern föstudag, júlí, ágúst og september. Þér getið valið um 15 daga ferðir til Mallorca, eða viku á Mallorca og viku á meginlandinu. Viku á Mallorca og viku með skemmtiferðaskipi um Miðjarðarhafið,, en flestir velja aðeins Mallorca, þar er skemmtanalífið, sjórinn og sólskinið eins og fólk vill hafa það. Fjölsóttasta ferðamanna paradís í Evrópu. Fjölbreytt úrval skemmtiferða til Barcelona, Madrid, Nizza og Alsír. Nú komast allir í sumarleyfi til sólskinslandsins, með hinum ótrúlega ódýru leiguferðum SUNNU beint til Spánar. Mið- vikudagsferðir flestar 17 daga. — Tveir dagar í London á heimleiS. Kaupmannahöfn, 15 dagar. Kr. 11.800 Brottför 5. júlí, 19. júlí, 2. ágúst, 16. ágúst og 30. ágúst. Óvenjulegt tækifæri til að komast í ódýrar sumarleyfisferðir til Kaupmannahafnar og margra annarra landa, þaðan í sambandi við þessar ódýru ferðir. Biðjið um nýja ferðaáætlun. Eigin skrifstofur SUNNU á Mallorca og í Kaupmannahöfn, með íslenzku starfsfólki, veita farþegum okkar ómetanlegt öryggi og þjónustu. Pantið snemma, því marg- ar SUNNU-ferðir í sumar eru að verða þéttbókaðar. Þér fáið hvergi meira fyrir peningana og getið valið úr öllum eftirsóknarverðustu stöðum í Evrópu. f Sunnuferðum eru eingöngu notuð góð hótel. A Mallorca notar Sunna nú alls ekki ódýrustu verðflokkana og öll hótel og íbúðir, sem Sunna ræður þar yfir, eru með einkabaði, svölum og oftast fylgir sundlaug. Leiguflug og hagkvæmir samningar til langs tíma við hótel erlendis er skýringin á hinu ótrúlega lága verði SUNNUFERÐA. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu, sem reynt hafa SUNNUFERÐIR og velja þær aftur ár eftir ár. Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða, sem á boðstólum eru, og vandið valið. Þér munuð þá eins og þúsundir annarra íslendinga hafa komizt að því að SUNNA opnar yður ótal ævintýraleiðir til ódýrra utanlandsferða. Sunnuferðir eru vinsælar og viðurkenndar af þeim fjölmörgu, sem reynt hafa, þær eru ódýrar úrvalsferðir og þess- vegna eru það SUNNUFERÐIRNAR, sem fólkið velur. FERDASKRIFSTOFAN SIINNA 25. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.