Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 17
9 um „The Mamas and The Papas" árið 1965. Það var litið á mig sem hvert hinna. Við áttum mikilli vel- gengni að fagna. En mér var ómögulegt að finna glæsileg föt, sem pössuðu á mig. I sannleika sagt var ég alltaf svo feimin, að ég kom mér aldrei að aví að athuga, hvaða stærð ég not- aði. Þess vegna teiknaði ég mín eigin föt og lét klæðskera sauma aau. Þetta voru svokallaðir ,,t|ald- kjólar" .Þeir urðu að sitja vel á öxlunum, en síðan gilti einu hvernig aeir héngu utan á mér. Eftir því sem ég varð umfangs- meiri fór ég að ákveða með sjálfri mér að losa mig við þessi óþarfa kíló. Ég hafði engan ákveðinn dag í huga og ég nefndi þetta ekki við eiginmann minn. En þegar ég átti von á barni í ársbyrjun 1967 ákvað ég að grenna mig, þegar barnið væri fætt. 03 var svo þung, að taka varð dóttur mína — Owen Vanessu — með keisaraskurði. Fasðingin var erfið og líf okkar beggja var í hættu. Ég dvaldi á sjúkrahúsinu í mánaðartíma. Daginn sem ég kom heim af sjúkrahúsinu byrjaði ég að fasta. Ég sagði ekki neinum frá fyr- irætlun minni, því að ég hafði oft áður brennt mig á því soðinu. Oft hafði ég lýst því yfir, að ég væri komin í megrunarkúr, en alltaf hafði ég gefizt upp. Félagar mínir [ „Mamas og Papas" tóku eftir því, að ég fastaði, en þau sögðu aldrei neitt. Beztu vinir mínir, Gary og Annette Burden, hvöttu mig og stöppuðu í mig stálinu. Sama gerði eiginmaður minn, áður en við slit- um samvistum. Eftir skilnað okkar varð annar maður á vegi mínum. Hann benti mér á það, sem ég hafði ekki gefið gaum fyrr: Ef þú elskar einhvern af heilum hug og vilt gefa honum það bezta, þá skaltu reyna að vera eins aðlaðandi og kostur er. Ég hafði aldrei leitt hugann að mikilvægi þessa. Að sjálfsögðu leit ég ekki MEGRIIN vel út í augum þess manns, sem ég unni, svo mörgum óþarfa pundum sem ég var hlaðin. þessi maður gerði mér Ijóst, að jafnvel þótt ég gæti ekki verið fegursta kona í heiminum, gæti ég verið aðlaðandi. „Ef þú léttist um 50 kíló, skal ég kvænast þér," sagði hann eitt sinn í spaugi. Ákvörðun- ina um að fasta tók ég að nokkru leyti hans vegna. Ég vildi, að hann gæti orðið stoltur af mér. Hann hef- ur ekki kvænzt mér ennþá: ef til vi11 mun hann gera það og ef til vill ekki. En það voru líka aðrar ástæð- ur til þess að ég tók að fasta. I fyrsta lagi langaði mig einhvern tíma til þess að eignast fleiri börn, og ég vildi ekki stofna lífi þeirra í hættu með því að vera of þung. Og ég vildi ekki, að Owen þyrfti að þola, að önnur börn stríddu henni með því, að hún ætti feita móður. Einu sinni sagði einhver við mig, að ég hefði gert það fyriif ungar, feitar stúlkur, sem Barbra Streisand hefði gert fyrir ófríðar stúlkur. Þeg- ar ég iít yfir farinn veg verður mér Ijóst, að ég þurfti að þoia margt vegna þess, hve feit ég var. Börn og unglingar eru oft grimm við þá, sem eru á einhvern hátt frábrugðnir eðlilegu fólki, og þau láta fyrirlitn- ingu sína óspart ! Ijós. Ég vildi ekki hvetja ungar stúlkur til þess að vera of þungar. Ég var þeirrar skoðunar, að ég gæti haft þau áhrif, að ung- ar stúlkur, sem áttu við sama vanda- mál að strtöa létu grennast, ef ég gerði hið sama. Þá kom einnig til, að mig lang- aði mikið til að kynnast þeirri grönnu Cass Elliot, sem byggi í þeirri feitu. Mig dauðlangaði til að sjá, hvernig ég gæti litið út. Ég var forvitin, og þegar forvitni mín var einu sinni vakin, gat ég ekki bælt hana niðri. Eftir að ég hafði hlotið frægð, þekkti fólk mig, hvar sem ég fór. Þetta var uppörvun að vissu leyti, en ég þoldi ekki, hvernig allir störðu á mig. Ég hugsaði sem svo, Framhald á þls. 50. 25. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.