Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 6
SOFFIfl BE SONUR HENNAR Fyrir ekki mjög löngu birtum viS myndir af Soffíu Lóren á sænginni, aS afloknum barns- burSi, sem heppnaSist stórvel, leikkonunni og öllum hennar mörgu velunnurum til gífurlegs fagnaSar. Nú er Soffía vitaskuld fyrir löngu komin heim af fæSingardeildinni og dvelur nú skammt frá Róm á landssetri, sem þau Ponti hennar eiga. NábýliS er ekki dónalegt, því aS rétt hjá er Gandólfs-kastali, sem er einn af fræg- ari bústöSum páfans. Hér er Soffía með drenginn í barnavagni á göngu skammt frá landssetri þeirra. Soffía og sonur hennar njóta nú slíkra vinsælda á Ítalíu, að hætt er við að þau slagi hvað það snertir hátt upp f önnur mæðgin, sem lengi hafa notið meiriháttar virðing- ar í því landi. En þótt Carlo litli sé sagður mesta efnisbarn, er enn ekki séð hvort hann verður nokkur bógur á móts við son Maríu. Soffía bæði matar drenginn sjálf og skiptir á honum og segist hafa ósegjanlega gaman af því.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.