Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 4
SÍBAN SlDflST
umun«i
30. tbl.
Tveir af mestu auðkýfingum í
heimi, skipakóngarnir Onassis
og Stavros Niarchos, keppa villt
um metorðin og völdin. Ekki
einungis á hafinu, heldur líka í
samkvaemislífinu. Hjúskapur
Jackie og Ara Onassis var mikið
áfall fyrir Niarchos, en nú hefur
hann náð sér á strik, og kemur
nú fyrir fullum seglum, skart-
andi Mariu prinsessu Gabriellu,
dóttur Umberto tyrrverandi
Ítalíukóngs, sem hefur verið í
útlegð í Portúgal síðastliðin 25
ár. Hefur Maria heitið honum
eiginorði, og nú spóka þau sig
saman á þilförum listisnekkju
Niarchos, „Creole“, þar sem hún
klýfur blúar öldur Miðjarðar-
hafsins. Vinir hjúanna segia að
þetta muni verða eitt heilmikið
og fullkomið hjónaband — bæði
álíka villt!
Maria Gabriella hefur löngum
verið ein eftirsóttasta og vinsæl-
asta piparjómfrú heimsins, og
meðal konvmgborinna biðla
hennar undanfarin ár hafa ver-
ið Shahen af íran, Baldvin
Belgíukóngur og Juan Carlos,
krónprins Spánar. Hingað til hef-
ur hún ekki látið neinn bilbug
á sér finna, en nú hefur hún
gefið upp öll sín hugðarefni:
Nautaat, siglingar og kappakstur,
til að kvænast manni sem hefur
verið giftur fimm sinnum áður,
og er rúmlega helmingi eldri en
hún sjálf. Niarchos er sextugur,
og Maria Gabriella 29 ára.
Jackie Kennedy Onassis hefur
nú fengið skæðan keppinaut sem
drottning hinna sjö heimshafa.
☆
..KRAKKARNIR
KALLA MIG
RARAILIN"
Þessi strákpatti, sem leikur sér
hér með skólafélögum sínum fyr-
ir utan Gibbs School í Barnes í
úthverfi Lurtdúna, er enginn
annar en 7 ára gamall sonur
Margrétar prinsessu og lávarðar-
ins af Snowdon, og er hann að
halda upp á að skólinn var bú-
inn, og hann á leið heim til for-
eldra sinna í Lundúnum. Sjálf-
ur heitir hann Linley lávarður,
en „krakkarnir kalla mig bara
Lin“, segir hann. *
4 VIKAN