Vikan - 24.07.1969, Side 11
m stjórnaði árásinni á Pearl Harbor
hræðilegt, spyr einhver, að horfa á eyðilegg-
ingu sem maður sjálfur er valdur að. Ef ég
á að vera hreinskilinn, þá verð ég að játa að
ég þvert á móti kættist ákaflega við þessa
ógnarsjón. Ég var liðsforingi í flugliði flot-
ans. Ég gerði skyldu mína, leysti af höndum
verkefni sem ég hafði verið þjálfaður fyrir.
Þegar ég sá eyðilegginguna, sem sprengjur
okkar ullu á bandarisku herskipunum í höfn-
inni, hoppaði hjarta mitt af fögnuði. Svona er
manneskjan! Þá hugsaði ég ekki út í það
að við vorum að drepa saklausa bandaríska
sjóliða svo þúsundum skipti og þar að auki
allmarga óbreytta borgara. Þá hugsaði ég að-
eins um verkefni okkar: að lama bandaríska
Kyrrahafsflotann. Og það virtist ætla að tak-
ast eins og bezt varð á kosið.
Aðalskotmörk okkar voru að sjálfsögðu stóru
orrustskipin. Ég sá orrustuskipið Arizona
verða fyrir hverri sprengjunni af annarri.
Þykkir reykjarmekkir ullu upp úr turni skips-
ins og þilfari, og ég vissi að það þurfti ekki
meira. Ég skipaði því flugmönnum mínum að
láta hana eiga sig og spara sprengjur sínar
og tundurskeyti fyrir önnur skotmörk. Ég
steypti mér nokkrum sinnum yfir höfnina til
að grannskoða árangurinn. Hér og þar var
skotið úr loftvarnabyssum, en mjög af handa-
hófi, svo að það varð okkur ekki til mikilla
óþæginda. Ég sá fjögur orrustuskip í viðbót
hæfð svo vel, að það hlaut að ríða þeim
næstum eða alveg að fullu. Það voru Okla-
homa, Nevada, California og West Virginia.
Pennsylvania, Maryland og Tennessee voru
líka áreiðanlega alvarlega löskuð, svo og
beitiskipin Helen, Honolulu og Raleigh.
Reykurinn yfir höfninni var brátt svo þykk-
ur að erfitt var að sjá þar nokkurn skapaðan
hlut. Ég hækkaði flugið og sá þá eina Seró-
vélina okkar hrapa í Ijósum loga. Bandaríkja-
mennirnir voru farnir að berja frá sér. Þegar
árásin stóð sem hæst, komu á vettvang nokkr-
ar bandarískar flugvélar frá flugvélamóður-
skipi, er var úti á sjó. Aumingja flugmennirn-
ir á þeim höfðu ekki hugmynd um hvað var
á seyði, og áður en þeir höfðu áttað sig skutu
okkar piltar flesta þeirra niður. Þeir sem eftir
voru brugðust hinsvegar við af mikilli prýði,
og mest af því tjóni, er við biðum í árásinni,
var af þeirra völdum.
Okkur hafði verið sagt að búast mætti við
hörðu viðnámi, og urðu flugmenn okkar því
hissa er þeir gátu bókstaflega leikið og látið
eins og þeir vildu yfir höfninni og nágrenni
hennar. Engan japanskan flugmann hafði
dreymt um að koma að bandarísku flugvél-
unum uppröðuðum væng við væng, eldsneyt-
islausum og skotfæralausum, svo að engin
leið var að koma þeim á loft.
Nákvæmlega klukkutíma og stundarfjórð-
ungi eftir að Sakamótó henti fyrstu sprengj-
unni hófst önnur lota árásarinnar. Henni
stjórnaði góður vinur minn, Sjígekasú Sjíma-
saki, yfirlautinant frá flugvélamóðurskipinu
Súíkakú. Nú höfðu Bandaríkjamenn komið
loftvarnavirkjum sínum í gang og urðu okkur
skeinuhættari en í fyrra skiptið. Á hæla Sjíma-
saki komu áttatíu steypiflugvélar er Taka-
sjíge Egúsa yfirlautinant stjórnaði. Sabúró
Sjindó, þrautreyndur kappi úr stríðinu í Kína,
steypti sér yfir herskipin í fararbroddi þrjátíu
og sex Seróa. Hann og menn hans flugu svo
lágt að þeir renndu sér hvað eftir annað
gegnum eldtungur, sem teygðu sig upp frá
skipunum.
Um það bil tvo tíma eftir upphaf árásarinn-
ar var henni lokið.
Nokkrir svokallaðra kamíkasa tóku þátt I
árásinni á Pearl Harbor tóku þátt í árásinni
á Pearl Harbor. Að því er ég bezt veit, neytti
enginn þeirra réttinda sinna að steypa sér á
eitthvert óvinaskipanna.; gerðist enda ekki
þörf. Sem kunnugt má vera er heitið kamikasi
haft um sjálfsmorðsflugmenn okkar. Orðið er
sett saman úr kamí, sem þýðir guð, og kase,
sem þýðir vindur. Hugtakið kom inn i málið
fyrir átta hundruð árum, er Kínverjar sendu
mikinn flota til innrásar á eyjar okkar. En
áður en flotinn náði ströndum okkar, gerði
sterkan kamikasa, guðsvind, er sópaði á brott
óvinaskipunum. Margskonar erfðavenjur
bundust þessu hugtaki er fram liðu stundir.
Þegar flugmaður gerðist kamikasi, batt hann
hvitt bindi um höfuð sér til að sýna hvað
hann hyggðist fyrir. En honum var ekki
skipað að fórna sér. Hann varð sjálfur að
ákveða, hvort hann léti verða af því eða
ekki.
Eftir þrjá tima í loftinu yfir Pearl Harbor,
sneri ég aftur til Akagi, hitti Nagúmó aðmírál
og bað hann að láta ferma flugvélarnar að
nýju af eldsneyti og sprengjum, svo að við
gætum gert aðra árás. En Nagúmó vildi ekki
heyra það nefnt. Eyðileggingin í höfninni
virtist alger, og hann vildi ekki tefja lengur
af ótta við að Bandaríkjamenn kynnu að
finna flota hans og ráðast á hann. Þessvegna
lögðum við þegar af stað heimleiðis í kröpp-
um boga norður fyrir Midway.
Hefði ég fengið að gera aðra árás, er ég
viss um að öll herskipin í höfninni hefðu
verið eyðilögð jafn rækilega og Arizona.
Kannski hefðum við þá líka getað sökkt
bandarísku flugvélamóðurskipunum þremur,
sem voru á hafi úti skammt frá Oahu. Hefði
þetta tekizt, er ekki óhugsandi að stríðslokin
hefðu orðið Japönum hagstæðari en raun
varð á. En Bandarikjamönnum tókst að gera
við sex hinna illa leiknu orrustuskipa, sem
komu þeim svo að góðu gagni síðar í ófriðn-
umum. Þessi skip voru California, Mississippi,
Pennsylvania, Maryland, West Virginia og
Tennessee.
En hvað þýðir að bollaleggja um hugsan-
lega framvindu atburðanna! Árásin á Pearl
Harbor hefði getað tekizt betur, satt er það,
en hún hefði líka getað misheppnazt alger-
lega. Fjórum klukkutímum fyrir árásina —
klukkan fjögur um morguninn — uppgötvaði
varðmaður í bandaríska tundurspillinum Ward
japanskan dvergkafbát í námunda við sig,
og tveimur tímum siðar sökkti sami tundur-
spillir öðrum dvergkafbát. En flotastöðin fékk
enga viðvörun. Álíka kærulaus var liðsfor-
ingi einn við flotahöfnina, sem hvað eftir
annað fékk viðvaranir frá radarstarfsmanni
einum í Kahuku á Ohau, þess efnis að mikill
loftfloti nálgaðist Pearl að norðan. Raunar
hefur því heyrzt haldið fram að margir Banda-
ríkjamenn, þeirra á meðal Roosevelt forseti
sjálfur, hafi haft grun um að árásin stæði
fyrir dyrum og einskis óskað frekar. Þeir
vildu koma Bandaríkjunum í stríðið, og eftir
árásina varð þeim það hægðarleikur.
☆
30. tbi. VIKAN 11