Vikan - 24.07.1969, Side 17
BLÖNDUNGUR STARTARI DINAMÓR VARAHLUTAVERÐ ALLS VERÐ BÍLSINS HLUTFALL VARA- HLUTAVERÐS MÓTI BÍLVERÐI TEGUND
2.580,00 3.425,00 2.546,00 20.254,00 160.700,00 12,6% Trabant
1.742,00 2.435,00 3.295,00 20.652,00 211.700,00 9,75% Skoda 1000 MB
2.831,00 3.240,00 2.085,00 21.039,00 303.000,00 6,94% Hillman Minx
2.142,00 4.425,00 3.474,00 21.385,00 234.900,00 9,10% Volkswagen 1300
1.950,00 ** 2.635,00 ** 1.193,00 *** 23.457,00 400.000,00 5,86% Peugeuot 404
3.689,40 3.094,10 3.018,60 24.366,20 244.000,00 9,98% Vauxhall Viva
3.240,00 4.368,00 3.240,00 25.184,00 218.000,00 11,09% Moskvits
3.900,00 3.040,00 2.850,00 28.246,00 260.000,00 10,82% Cortina
2.833,00 4.007,00 4.119,00 28.379,00 400.000,00 7,09% Opel Record
3.500,00 4.274,00 3.671,00 30.600,00 333.000,00 9,18% SAAB (tvígengis)
5.300,00 6.100,00 4.500,00 34.655,00 — 10,41% SAAB V-4
3.693,00 3.868,00 3.412,00 34.727,00 488.000,00 7,12% BMW 1800
Ekkitil 4.800,00 **** 7.126,00 *** 39.651,00 330.000,00 12,01% Fíat 125
6.394,00 9.890,00 7.360,00 47.354,00 391.700,00 12,08% Volvo Amazon
6.394,00 9.890,00 7.360,00 58.111,00 438.600,00 13,25% Volvo 144
varahlutaverðið, hæstu prósentutöl-
una og næst-dýrastur í innkaupi,
er miklu stærri og voldugri bíll en
til dæmis Trabant, sem kostar
minnst og hefur lægst varahluta-
verðið að krónutölu. Enda er vafa-
samt, að þessir tveir bílar séu að
jafnaði keyptir til sama aksturs. Og
enginn skyldi fullyrða, að Volvo-
eigandinn þurfi að kosta 58.111,00
krónum upp á sinn bíl á sama tíma
og Trabanteigandinn þarf að kosta
20.254,00 krónum upp á sinn, svo
haldið sé áfram að ræða um þessa
tvo bíla. En þegar Trabanteigand-
inn lendir í óhappi með sinn bíl,
fær hann stuðara fyrir 730 krónur,
en Volvoeigandinn verður að snara
út 6072 krónur.
Það er áberandi af þessum lista,
hve dýrir varahlutir eru orðnir. Þó
hefur álagning á þeim lækkað um
rösk 30% á síðustu tveimur árum.
Það er því full ástæða til að kynna
sér endingu helztu slithluta og verð
þeirra í endurnýjun, þegar keyptur
er bíll. Meðan sú stefna ríkir ! mikl-
um mæli, að bílaeigendur eigi að
standa undir ótrúlega miklum hluta
af tekjum ríkissjóðs, verðum við að
reyna að láta bílana okkar endast
sem bezt og taka tillit til varahluta-
verðs og annarrar þjónustu. Og
meðen við erum að tala um það, er
vert að geta þess, að aðeins tvö
umboðin, Bifreiðar & Landbúnaðar-
vélar hf. (Moskvits) og Hekla hf.
(Volkswagen), voru þess umkomin
að svara til um verðin undir eins.
Annars var fyrirgreiðsla flestra
umboðanna mjög lipur og viðkunn-
anleg, en eitt eða tvö fjarska leið-
inleg viðureignar.
Þótt verð þau, sem hér eru gefin
upp, séu öll fengin frá umboðunum
sjálfum, er full ástæða til að benda
bifreiðaeigendum á, að ekki er allt-
af hagstæðast að verzla við umboð-
in. Ef sérstakt umboð er fyrir
ákveðna hluti (svo sem hluti ! raf-
kerfið, mæla bílsins, dempara og
fleira), er oft hægt að fá varahlut-
ina hjá þeim umboðum á lægra
verði en hjá umboði bílsins. Þetta
stafar samt ekki af mannvonzku
þeirra hjá bifreiðaumboðunum (þótt
dæmi séu til, að þau kaupi varahluti
út úr búð hjá varahlutaumboðunum
og hagnist á að selja þá aftur á
sínu búðarverði), heldur hinu, að
bifreiðaumboðin kaupa s!na vara-
hluti frá framleiðandanum, sem aft-
ur kaupir varahlutina frá hinum ein-
Framhald á bls. 37.
30. tbi. VIKAN 17