Vikan


Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 22

Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 22
að segja eru hæst í miðju og lækka síðan til beggja hliða. — Skreyting sem á að standa á borði og sést því frá öllum hlið- um, þarf að hafa svipaða breidd allt í kring, en standi hún upp að vegg og sjáist ekki á bakhlið er óþarfi að hafa breiddina eins mikla þeim megin, hún myndar þá nokkurs konar hálfhring í ílátinu. Bezt er að byrja í miðjunni á hæstu blómunum eða greinun- um, því næst eru þau blóm lát- in, sem ráða breiddinni, þeim er gjarnan raðað lóðrétt eða þau jafnvel látin hanga, eins og sjá má á myndunum. Síðan er svo fyllt á milli. Sé óasi notaður er vatn látið síðast í ílátið, gott er að nota stútmjóa könnu eða flösku til þess að hella vatninu úr svo niðurröðunin spillist ekki. Oft er áhrifameira að halda sig við fáa liti eða nota skylda liti saman, eða litbrigði. Betra er að hópa saman blómum í svipuð- um lit, sé um tvo til þrjá liti að ræða, heldur en dreifa einu rauðu hér og öðru gulu þar. Það skapar meira samræmi að hópa gulu blómunum saman til vinstri og rauðum til hægri og þá aftur gulum, svo dæmi sé nefnt. Ekki er hægt að skiljast svo við blómin að ekki sé minnzt á að safna sér vetrarforða, þar með er átt við alls konar strá, lauf, blóm og greinar, sem jafnvel visnuð búa yfir ótrúlegri fegurð. Athugið öxin á mismunandi tegundum grasstráa, ekki að- eins lit heldur lögun. Litur föln- ar ögn að vísu en fínleg lögunin heldur sér allan veturinn- Margs konar blómkollar eru ótrúlega fallegir þótt þeir hafi fellt krónublöð sín svo og ýmiss kon- ar fræhylki og blómastæði. Ýmiss konar strá og blóm með trékenndum leggjum má þurrka með því að hengja þau á hlýj- um og þurrum stað. Þau eru þá bundin lauslega saman og látin hanga öfug, þ. e. ,,höfuðið“ nið- ur. Litur helzt betur ef staður- inn sem þau þorna á er líka dimmur. Þegar allt hefur verið valið í vetrarskreytinguna og það þurrkað vandlega, má geyma þetta í lokuðum skókassa eða einhverju slíku, þurrkun og þurr geymsla er mikilvæg því annars vilja jurtirnar mygla. Þegar hentar er skreytingunni raðað saman og gott er að úða yfir með hárlakki að lokum. Það skerpir litina og heldur öxun betur á stráinu og þess háttar. ílátin undir blóm geta verið margvísleg. Karfa eða annað EINSTÖK EPLAKAKA Gróðrartíminn á okkar norðlæga landi er stuttur og hann er líka notaður vel. Menn keppast við að rækta, sjálfum sér til gagns eða skrauts eftir atvikum og að- stæðum. En ef til vill er eitt sem minna er gert af en vera ætti og það er að bera blóm og grös inn í híbýlin til skrauts og upplífg- unar. Víða erlendis er niðurröð- un blóma og blómaskreytingar eitt af því sem tilheyrir kven- legum dyggðum, hvað að heim- ilishaldi lýtur og konur efna til námskeiða í félögum sínum og fá til faglærða menn til leið- beiningar. Hér hefur aftur á móti lítið verið hugað að slíku, utan hvað einstöku kvenfélög hafa fengið blómaskreytinga- menn til þess að sýna ögn niður- röðun blóma og þá einkum í sambandi við jólaskreytingar. — Lítill, snotur blómvöndur getur lífgað mikið upp á vistarverur okkar og hann þarf ekki að kosta mikið. Nokkur vel valin móablóm, grasstrá, lynggreinar eða þess háttar eru oft til mik- illar prýði sé þeim haganlega fyrir komið í ílátum sem við þau eiga. Margir rækta skrautblóm í görðum og geta notið þess að bera þau inn langt fram á haust. Til eru ýmiss konar hjálpar- tæki, ef svo má kalla, til þess að auðvelda niðurröðun blóma í ýmisleg ílát- Þar má fyrst nefna Óasann, klump úr gerviefni, einna líkastan þéttum svampi. í hann er mjög auðvelt að stinga blómleggjum og hann heldur raka mjög lengi. Óasi er léttur og það er auðvelt að skera hann að vild og endist nokkuð lengi. Fallegan disk má til dæmis skreyta með því að láta óasa í botninn og stinga síðan í hann blómum svo hann þekist alveg. Til þess að skreytingin velti ekki er nauðsynlegt að festa óasann og það er mjög auðvelt að gera með venjulegum hnoðleir, sem þrýst er á diskinn og síðan óas- anum ofaná, jafnvel má nota tyggigúmí! Ögn af fíngerðu hænsnaneti er líka afbragð. Það má krumpa saman í skál eða efst í vasa og stinga síðan blómum í. Við niðurröðun er gott að hafa í huga að fallegast er að blómin séu ekki jafnhá í ílátinu, oftast eru þau látin mynda eins konar þríhyrning eða blævæng, það er 6—8 sneiðar franskbrauð (formbrauð) 6—7 epli 4—5 matsk. smjörlíki 4 matsk. sykur 1 tesk- kanill 1 dl brytjaðar hnetur eða möndlur Eggjahræra úr 3 eggjum og 3—4 dL mjólk. Brauðið skorið í litla teninga á stærð við sykurmola. Eplin af- hýdd og skorin í fremur þunna báta. Nú eru brauðteningarnir og eplabátamir steiktir, hvor teg- und fyrir sig og lagt í stórt, smurt, eldfast mót. Blöndu af sykri og kanel stráð yfir svo og hnetum eða möndlum. Þeytið saman egg og mjólk og hellið að síðustu yfir. Bakast í 200° C ofni í 30 mín. Borið fram með þeyttum rjóma eða vanillu- sósu og meiri kanelblöndu ef vilL 22 VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.