Vikan


Vikan - 24.07.1969, Side 25

Vikan - 24.07.1969, Side 25
Það var Ásmundur Sveinsson, annar tveggja okkar miklu öldunga í myndhögginu, sem átti hugmyndina að útisýningunni. Ásmundur sýnir þó ekki á holtinu, enda hefur hann og hefur lengi haft stöðuga útisýn- ingu í garði sínum við Sigtún. Hins vegar er Sigurjón Ólafsson með. Hann stendur hér hjá mynd sinni á sýningunni, gífurlegum kopardrang, sem í fljótu bragði minnir á tótemstólpa Indíána. Hann er hluti úr skreytingu við stöðvarhús Búrfellsvirkjunarinnar. Kristín Eyfells sýnir okkur hér eina af sínum þekktu ,,beinakerlingum‘‘. Þessi er úr asbeststeypu, og hrjúfari en fvrri verk listakonunnar í svipuðu formi og vitnar um ótvíræða framför. sterkari Kolbrún Benediktsdóttir, sem er hér hjá verki sínu á sýningunni, er meðal þeirra yngstu sem sýna þar, fædd 1942. Hún er nemandi Jóhanns Eyfells úr Myndlista- og Handíðaskólanum. Þessi skúlptúr hennar er úr járni og plasti. Skúlptúr úr vírneti og asbeststeypu, eftir Þorbjörgu Pálsdóttur. Asbestið er eitt af mörgum nýjum efn- um, sem komið hafa fram í byggingariðnaðinum og orðið hafa skúlptúrnum mikil lyftistöng og raunar yngt hann upp. í þessum nýstárlegu mynd- um Þorbjargar er tóm framhliðin sett fram sem andstæða hins kúpta baks. * lisipli lllílllllIÉÉlsSÍÍt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.