Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 26
Sýningin á Skólavörðuholti Verk Jóhanns Eyfells á sýningunni er úr járnbentri steinsteypu, húðað } með epoxy-kvartsi og litað svart. Það heitir Varða 2 og er í seríu um sama mótíf. Varða 1 var á útisýningunni í fyrra, Vörðu 3 hefur Jóhann í smíðum á vinnustað og Vörðu 4 1 Kerlingarfjöllum. Það verður fyrsta háfjalla- monúment á íslandi — burtséð auðvitað frá gömlu grjótvörðunum sem smalarnir hlóðu. Þorkell Gíslason, listmálari, einn af stofnendum ' Myndlistarskólans, virðir hér fyrir sér aðra mynd Jóns Benediktssonar á sýningunni. Myndin heitir Tilbrigði og er úr tré og plasti. Jón fær hér líf og hreyfingu í formin með því að láta þau leika hvert á annað; þegar gengið er framhjá sést stöðugt ný skipting í formunum. Ingi Hrafn Hauksson og annað verka hans á sýning- unni, Af hnút ertu kominn og af hnút muntu verða. Ingi Hrafn fékk mikinn uppslátt í fyrra er Svíinn keypti af honum Fallna víxilinn fyrir kr. 68.000,00, og er það ekki í fyrsta skipti í íslandssögunni að menn hafa feng- ið frægð sína að utan. Listasafn ríkisins hefur nú einnig keypt mynd af Inga og heitir sú Gúmmítékkur. Skúlptúr Jóns B. Jónassonar á sýningunni heitir Skrýtnir foglar og er úr járni. Það er eitthvað bergmálskennt við form þessarar myndar. | 26 VIKAN 30- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.