Vikan


Vikan - 24.07.1969, Page 27

Vikan - 24.07.1969, Page 27
4 Gunnar Malmberg hjá verki sínu, Stuðli, sem gert er úr steinsteypu. Mjög snotur symmetrísk-geómetrískur stólpi. Margir listamannanna voru viðstaddir opnun sýningarinnar og gafst gestum tækifæri til að spjalla við þá um verkin. Formaður sýn- ingarnefndar er Ragnar Kjartansson, og með honum í nefndinni eru Jóhann Eyfells og Jón B. Jónasson. í sýningarskrárnefnd eru Kristín Eyfells og Þorbjörg Pálsdóttir. Ragnar Kjartansson sýnir hér höggmyndina Stóð, sem er natúralískust sýningarverkanna og úr epoxy-kvartsi; það er nýtt efni í skúlptúr og talið þola íslenzka veðráttu sérlega vel. Hér er hrjúf áferð notuð til að ná fram sérkennum íslenzka hestsins og hraða hans á hlaupum. Tví- mælalaust eitt merkasta verk Ragnars til þessa. Hin myndin að neðan er Plánetur eftir Guðmund Másson. Guðmundur er annars þekktastur fyrir landslagsmálverk, en hefur nú nýverið snúið sér að skúlptúrnum. Þetta er eins og sjá má snoturt verk og ber vitni áhrifum frá Ásmundi Sveinssyni. -4p-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.