Vikan


Vikan - 24.07.1969, Side 37

Vikan - 24.07.1969, Side 37
Ég er ennþá konungur Framhald af bls. 7 Ilann hefur einkaráðgjafa og hefur stöðugt samband við landflótta Húlgara, hvar sein þeir eru í heiminum, og ör- yggisvörður er ætíð í fylgd með honum. Það er sagt að Simeon haldi sig mjög að öll- um siðareglum. Ef hann er ekki titlaður „yðar hátign“ í innheimtubréfum, þá verður kröfuhafi að bíða lengi el'tir greiðslu. Simeon var oft í Svíþjóð, þegar prinsessurnar voru heima og ógiftar. Hann er skyldur Sibyllu prinsessu, og það var einu sinni sagt að hann væri að stíga í vænginn við Desirée prinsessu. Desirée giftist Niclas, og fyrir sjö ár- um fann Simeon brúði sína, spænska stúlku af aðalsætt- um. Foreldrar hennar voru bæði drepin í borgarastyrj- öldinni, en fjölskyldan glat- aði ekki peningum sínum og eignum. Margarita fékk mjög strangt uppeldi hjá skyld- fólki sínu, og Simeon kom sem bjargvættur. Brúðkaup þeirra var haldið í Lausanne, og þar var samankomið kóngafólk Evrópu, bæði það sem er enn við völd, og það sem landflótta er. Simeon og Margarita eru mjög hamingjusöm, og lifa kyrrlátu lífi. Þau eiga fjóra syni, og allir eru kallaðir prinsar: Kardan, sex ára, Kyril, fjögra ára, Kubrat þriggja og Konstantin eins árs. Þau hafa nóg af þjónustu- fólki, en drengirnir hafa ekki enn fengið að vita að þeir eru af konungakyni. — Börn fá oft undarlegar hugmyndir, segir Simeon, og brosir. Hvað kostar. . . Framhald af bls. 17 stöku framleiðendum og leggur á þá, áður en þeir eru sendir hingað. Onnur bifreiðaumboð hafa aftur þann háttinn á, að kaupa varahlut- ina beint frá fyrstu hendi í sam- vinnu við varahlutaumboðið hér og hafa þá varahlutina á sama verði. Bifreiðaeigendum væri oft hollt að kynna sér, hvernig málin standa [ þessu efni varðandi þá hluti, sem vantar f hvert sinn. Látum við svo útrætt um saman- burðinn f sjáIfu sér, og leyfum les- andanum sjálfum að draga sínar ályktanir. * VerðiS brún - brennið ekki NOTIÐ COPPERTONE COPPERTONE er langvinsaelasti og lang mest seldi sólaráburðurinn í Bandaríkjunum, enda sanna visinda- legar rannsóknir, framkvæmdar af hlutlausum aðila, að COPPERTONE gerir húðina brúnni og fallegri á skemmri tima en nokkur önnur sólarolía. HEILDVERZLUNIN YMIR SÍMI 11193 - 14191 30. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.