Vikan - 24.07.1969, Síða 40
austur á bóginn, gegnum miðborgina, sem var eins mannlaus
og eitrað hefði verið með sinnepsgasi. Tunglið var hátt á himni, og
um klukkan ellefu var hann kominn að skóginum við Chingford.
Hann var orðinn uppgefinn og lagðist niður undir trjánum. Nóttin
var eins og óort ljóð, silfurglit mánans sindraði gegnum greinar og
lauf trjánna. Hann sneri sér á grúfu og gróf andlitið ofan í svörð-
inn, og féll í svefn.
Þegar hann vaknaði var byrjað að birta. Hann heyrði einhvern
segja: — Halló, þér þarna. Glaðlegur, ungur maður í litlum bíl
hafði numið staðar við vegbrúnina.
— Er eitthvað að?
— Ekkert, tautaði Wilfrid.
— Þér lítið ekki sem bezt út. Vitið þér hvað klukkan er?
— Nei-
— Komið inn í bílinn, ég skal aka yður að hóteli í Chingford.
Hafið þér peninga?
Wilfrid leit á hann og brosti.
— Já.
— Þér skuluð ekki reiðast! Þér eruð í þörf fyrir hlýtt rúm og
sterkt kaffi! Komið nú!
Wilfrid reis upp, hann gat varla staðið í fæturna. Hann hallaði
sér aftur í litla bílnum, við hlið unga mannsins, sem sagði:
— Við erum rétt komnir.
Þeir óku í tíu mínútur, en Wilfrid var hálf meðvitundarlaus, og
honum fannst það hefði eins getað verið fleiri klukkutímar.
— Eg þekki vikadrenginn á þessu hóteli, sagði ungi maðurinn.
— Hann er ábyggilegur, ég skal biðja hann að aðstoða yður. Hvað
heitið þér?
— Fjandinn hafi það, tautaði Wilfrid.
— Halló, Georg, ég fann þennan herramann í nágrenninu, hann er
eitthvað miður sín. Láttu hann hafa gott herbergi og hitaðu handa
honum sterkt kaffi.
Vikapilturinn brosti. -—- Sjálfsagt. Er það nokkuð annað?
— Já, láttu athuga hvort hann er með hita og sendu eftir lækni.
Svo sneri ungi maðurinn sér að Wilfrid. — Ég mæli með þessum
pilti, látið hann hjálpa yður og hafið engar áhyggjur. Klukkan er
sex. Hann horfði á eftir Wilfrid, þar sem hann staulaðist inn, við
hlið vikapiltsins, sem fylgdi Wilfrid til herbergis-
— Getið þér háttað sjálfur, herra?
— Já, tautaði Wilfrid.
— Þá fer ég og næ í hitaflösku og kaffi. Þér skuluð ekki óttast
rúmið, við höfum góð rúm hér.
Wilfrid settist á rúmstokkinn og svaraði ekki.
Pilturinn sá að hann var ekki fær um að afklæðast, svo hann
hjálpaði honum, og vafði teppi utan um hann.
Wilfrid skalf. Hann varð þess óljóst var að herbergisþerna kom
inn með hitamæli.
— Hann brýtur hann með tönnunum, get ég tekið hitann með
öðru móti?
— Stingdu mælinum undir handlegginn.
—r Hafið þér fengið gulu, herra.
Wilfrid hristi höfuðið. Svo var hann reistur við og látinn drekka
heitt kaffi.
— Hann er með yfir fjörutíu stiga hita.
Wilfrid sá að stúlkan virti hann fyrir sér, dauðskelkuð.
— Malaría, sagði hann, -— ekki smitandi.
Hann skalf ekki eins mikið, horfði á stúlkuna ganga til og frá um
herbergið, taka saman fötin hans, og draga fyrir gluggann. Svo
heyrði hann raddir.
— Ég get ekki fundið nafnið, hann er örugglega hástéttarmaður.
Læknirinn kemur eftir fimm mínútur-
— Viljið þér að við gerum vinum yðar viðvart?
Wilfrid hristi höfuðið.
— Ég verð svona í tvo daga, það er ekkert hægt að gera — kínín-
ávaxtasafa. Svo fékk hann skjálftakast og þagnaði. Hann sá lækni
koma inn, og fann hönd hans á úlnliðnum.
— Fáið þér þetta oft?
Wilfrid kinkaði kolli.
— Við finnum ekkert nafnspjald, hvert er nafn yðar?
Wilfrid hristi höfuðið.
— Það er allt í lagi, hafið engar áhyggjur.
Dinny steig af strætisvagni og gekk inn í Wimbledon Common.
Hún hafði laumazt út, eftir svefnlausa nótt, og lét liggja skilaboð um
að hún yrði fjarverandi allan daginn.
Öll eggin hennar höfðu verið í einni körfu, og nú voru þau brotin.
Hún stakk fingrunum niður í sandboma moldina. Hún hafði rétt
verið byrjuð að lifa og nú var hún dáin. „Blóm vinsamlega af-
þökkuð.“
Svo stóð hún upp og flýtti sér yfir götuna, inn í fólksstrauminn,
sem var að flýta sér út úr borginni. Það var gott að vera í fjölmenni
þegar hjartað var að springa af harmi. Hilary frændi hennar sagði
einu sinni að það væri um að gera að glata aldrei kímnigáfunni. En
hafði hún þá haft nokkra kímnigáfu? Hún fór upp í strætisvagn og
ók aftur til borgarinnar. Hún varð að fá sér eitthvað að borða, ann-
ars yrði hún veik- Hún fór úr vagninum við Kensington Gardens,
og fór þar inn á veitingahús.
Eftir hádegisverðinn sat hún um stund í garðinum, og gekk svo í
áttina að Mont Street. Þegar hún kom þangað, var enginn heima,
og hún hné örmagna niður á legubekk og sofnaði. Hún vaknaði við
að frænka hennar kom inn, settist upp og sagði:
— Nú geta allir verið ánægðir með mig, frænka, nú er þessu öllu
lokið .
Lafði Mont horfði á frænku sína, þar sem hún sat, eitthvað svo
umkomulaus og reyndi að brosa, og tárin tóku að renna niður kinn-
amar á henpi.
— Eg vissi ekki að þú grétir líka við jarðarfarir, frænka mín.
Hún stóð upp og þerraði tárin af kinnum gömlu konunnar.
— Svona nú!
Lafði Mont stóð upp. — Ég verð að skæla, sagði hún, og flýtti
sér út úr stofunni. É
Dinny sat kyrr og brosti dauflega, þegar Blore kom með tebakk-
ann. Hún talaði við hann um Wimbledon og konuna hans. Þegar
hann var að fara út, sneri hann sér við og sagði:
— Ef ég mætti segja eitthvað, ungfrú Dinny, þá hefðuð þér gott
af sjávarlofti.
AfHEIMIR&JÓNASt^
FYRIR SÖNNAN FRÍKIRKJÖNA
A ÞESSARI NÝJU HLJOMPLÖTU SYNGJA
HEIMIR OG JONAS 12 LÖG í ÞJOÐLAGA-
STÍL. ÖLL LÖGIN ERU (SLENZK, OG ÞAR
A MEÐAL ERU 4 VIÐ LJOÐ EFTIR TOMAS
GUÐMUNDSSON OG JAFNMÖRG EFTIR
DAVÍÐ STEFANSSON.
FÁLKINN H.F.
40 VIKAN 30- tbl-