Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 44
heyrt að hún var að gráta, svo hún hafi ekki viljað ónáða hana. Michael hlustaði líka, en heyrði ekkert, svo þau fóru í rúmið. Michael sofnaði á undan. Fleur lét hugann reika, um það hvar þau ættu að eyða sumarfríinu. Það væri gott fyrir börnin að fara til Skotlands. En hvað var þetta? Það brakaði í stiganum. Hún ýtti við Michael. — Já. — Hlustaðu. Aftur heyrðist braka í stiganum. — Það er uppi, ég held þú ættir að athuga það. Hann fór út úr rúminu, fór í slopp og inniskó, og opnaði varlega dyrnar. Það var enginn á stigapallinum, en hann heyrði hreyfigu í anddyrinu. Hann sá óljóst einhverja veru þar. — Ert þú þarna, Dinny? — Já- — Get ég gert eitthvað fyrir þig? — Nei, mig langaði til að anda að mér fersku lofti. Michael kveikti ljós og gekk til hennar, lagði höndina á öxl hennar. — Fyrirgefðu, ég hélt þið mynduð ekki heyra til mín. Átti hann að hætta á að tala um vandræði hennar? Yrði hún reið, eða yrði hún honum þakklát? — Gerðu það sem þú vilt, vina mína. — Þetta er kjánalegt, ég fer upp aftur. Michael lagði handlegginn um axlir hennar, og áður en varði hallaði hún höfðinu að öxl hans. Michael vaggaði henni rólega til og frá, og hún grét hljóðlega, þangað til hún var aftur orðin róleg. Dinny varð það ljóst, þegar hún sá Wilfrid taka á rás í Green Park, að öllu var nú lokið milli þeirra. Þjáningarsvipurinn á andliti hans kom við hana, bara að hann gæti fundið frið í sálinni. Eftir þessi fáu andartök með Michael í dimmu anddyrinu, fór hún upp til sín og sofnaði fljótt. Hún vaknaði við það að henni var fært kaffi í rúmið. Stúlkan sagði henni að það biði hennar maður, með hund í bandi. Hún flýtti sér að klæða sig. Það gat ekki verið eninn annar en Stack. Gamli maðurinn stóð og hélt á Foch. — Herra Desert sendi mig með þetta, sagði hann og rétti henni bréf. Hún opnaði djTnar inn í dagstofuna- — Komið hingað inn, Stack, við skulum rabba saman. Hann settist, og sleppti hundinum, sem fór strax til Dinnyar og lagði hausinn á kné hennar. Hún opnaði bréfið. — Herra Desert segir að ég megi eiga Foch. Stack horfði í gaupnir sér. — Hann er farinn, ungfrú. Fór snemma í morgun til Parísar og þaðan áfram. Hún sá að kinnar hans voru votar. Hann saug upp í nefið og þurrkaði sér reiðilega um augun. — Hvert fór hann? — Til Síam. — Það er langt í burtu, við skulum vona að hann finni ham- ingjuna. íJg held ég fari út með Foch, til að láta hann venjast mér. Verið þér sælir, Stack, og þakka yður fyrir allt. Dinny hélt áfram að brosa, þar til gamli maðurinn var kominn út á götuna, þá tók hún í hálsband hundsins og sagði: — Komdu vinurinn! Hún gekk til Mont Street, og spurði eftir Sir Lawrence. Hann var heima, og hún fór inn á skrifstofu hans. — Jæja, vina mín, þetta er fallegur hundur- Átt þú hann? — Já, frændi. Viltu gera svolítið fyrir mig? — Mjög gjaman. — Wilfrid er farinn. Hann fór í morgun. Hann kemur ekki aftur. Viltu ekki fólkinu mínu það, og Michael, Em frænku, Hilary og Adrian. Eg vil helzt ekki þurfa að tala um það framar. — Það skal ég gera. Guð blessi þig alltaf, Dinny. Komdu hingað eða til Lippinghall, hvenær sem þú vilt; okkur þykir svo ánægju- legt að hafa þig hjá okkur. Og hann kyssti hana á ennið. Það var Jean sem fór í símann, þegar Sir Lawrence hringdi. Hún fór strax og gerði það sem hann hafði falið henni að gera. Svo fór hún áleiðis til járnbrautarstöðvarinnar, til að taka á móti Dinny. Dinny leiddi Foch, þegar hún steig út úr lestinni, og féll nærri því í armana á Jean. — Komdu sæl, elskan, en hvað þetta er fallegur hundur. — Já, finnst þér það ekki- — Eg skal sjá um dótið þitt. — Nei, ég skal gera það sjálf. Haltu í Foch. Þegar hún kom með töskurnar sínar að bílnum sagði Dinny: — Er þér sama þó ég fari gangandi heim, Foch hefir svo gott af því eftir lestarferðina. Mig langar lika til að anda að mér heyilmin- um. Þegar hún var komin út á götuna hjá akrinum, sleppti Dinny Foch úr bandinu, og hún sá hve hann hafði saknað þess alls. Það 44 VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.