Vikan


Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 49

Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 49
kynni að koma yður til hjálpar með því að ráðast á mig sviksamlega. Varið hann við Því, að ef ihann geri nokkra tilraun til þess muni sonur minn skjóta hann miskunnarlaust. Niður við vatnið myndaði snjórinn freðna skorpu, sem brast í undir stígvélum þeirra, Pont-Briand fór að dæmi Peyracs greifa, lét frá sér bakpokann, múskettuna, púðurhornið og pístólurnar, losaði af sér beltið og fór úr loðbryddaðri skikkjunni. Svo fór hann einnig úr ermalausa leðurvestinu, sem hann var í yfir ullarskyrtunni. Svo fór hann einnig úr henni og kuldinn hríslaðist um nakið hold hans. Peyrac hafði farið eins að. Svo kom Pont-Briand og tók sér stöðu frammi fyrir honum. Hann leit á sólina sem sökk ofanfyxir sjóndeildarhringinn og hvarf inn í þokuna, gríðarstóra bleika bómullarsól, sem allt í einu kastaði safrangulri skímu yfir endalausa hvítuna. Skuggar, sem ekki haföi sézt móta fyrir um miðjan daginn, teygðu nú úr sér við fætur trjánna, dimmir og bláir eins og snákar. Nóttin var að hefjast. Pont-Briand gleypti þetta allt í sig með augunum. Það sem hann nú lifði virtist honum nú óraunverulegt og hann hefði viljað víkja sér undan því.. . . Var það satt að hann væri í þann veginn að deyja? Reiðialdan, sem gagntók hann jók á þetta traust. Hann var til einskis nýtur með sverði og hann vissi það, en að minnsta kosti hafði hann snjóinn sín megin. Peyrac var ekki vanur einvígi i snjó og Megantic myndi ekki svíkja Kanadamann frá Nýja-Frakklandi. Pont-Briand rétti úr sér og sagði með tónandi röddu: — Það er ekki heiglum hent að íást við yður og fjölskyldu yðar! Madame de Peyrac sló mig í rot með skörungi. — Skörungi? spurði Peyrac ánægður. — Það var fint! — Já, þér getið hlegið, ihreytti Pont-Briand út úr sér. — Einhvern þessara daganna, munið þér hlægja minna, því hann tekur hana burtu frá yður, það þori ég að fullyrða. — Hann? Hver? Hvern eruð þér að tala um? spurði greifinn hörku- lega og tók sér stöðu með sverðið. — Eg held að þér þekkið hann fullt eins vel og ég. — En samt.... Mig langar að heyra yður nefna hann.... Talið! Franski liðsforinginn litaðist um í frosnu landslaginu, eins og ein- hverjir ósýnilegir andar gætu heyrt til hans. — Nei, svaraði hann móður og másandi. — Nei, ég mun ekki segja yður það. Hann er valdamikill og hann kynni að gera mér illt. — Það er ég sem ætla að gera yður illt, það getið þér verið viss um. — Hverju máli skiptir það. Ég segi ekkert, ég svík hann ekki. Eg vil ekki að hann yfirgefi mig. Hann snökti. — Ég vil að hann biðji fyrir mér, þegar ég er kominn í hreinsunar- eldinn! örvæntingin kom yfir hann aftur. Hiann sá sjálfan sig nakinn, freðinn og einan í þessu landslagi, sem boðaði tómið, þar sem hans sál myndi bráðlega byrja ferð sína. — Það var hann sem kom mér til þess! hrópaði hann. — Hefði það ekki verið hans vegna hefði ég aldrei gert það sem ég gerði! Ég hefði aldrei kastað mér beinlínis á sverð yðar.... En hann mun sigra. ... Hann er sterkari. . . . Vopn hans eru af öðrum heimi. . . . Hann slær yður niður.. . . Hann mun aðskilja yður og konuna sem þér elskið.... Hann umber ekki ást.... Hann mun hremma hana frá yður, sannið þér til! 1 fyrstu hafði hann hrópað, svo varð rödd hans veikari og hásari meðan hann starði þöndum sjáöldrum framfyrir sig. Svo sagði hann mjög lágt með örlagaþunga hvað eftir annað: — Sannið þér til! Sannið iþér til! Hann kyssti krossmarkið, sem hann bar i festi um hálsinn og tók sér stöðu. 59. KAFLI. Joffrey de Peyrac og Florimond höfðu verið of lengi í burtu. Kvíði Angelique varð að skelfingu. Hún gerði sitt bezta til að viðhalda rónni, en varð tekin í andliti. Hún gat ekki sofið á nóttunni og þegar hún endrum og eins blundaði vaknaði hún bráðlega aftur með rykk og 'hlustaði eftir hverju minnsta hljóði, hverju braki í ísnum, sem hún vonaðist til að þekkja sem fótatak er nálgaðist eða hljóð hvíslandi radda. En æðandi vindurinn kunngerði aðeins byrjandi storm, sem kynni að villa eiginmann hennar og son og kynni að gleypa þá að eilífu. Á daginn igat hún ekki varizt því að fara til dyranna að minnsta kosti tuttugu sinnum og svipast um eftir þeim, eða ganga niður að vatninu og reika meðfram vatnsbakkanum í von um að kraftverk leiddi þessar tvær fjarlægu verur fram úr skóginum. Að lokum þoldi hún ekki álagið lengur og féll saman. Það gerðist kvöld nokkurt þegar roðablár himinn grúfði lágt yfir landinu og kveikti upp það sem til var af birtu. Um þrjúleytið var þegar orðið niðadimmt og þá gerði mikinn storm og skafrenning. Þeir, sem fóru út til að ná i einhver áhöld eða loka hurðum, urðu að skriða í rokinu, til að ráða sér. Og þrátt fyrir betri vitund og þrátt fyrir lokaðar dyr, hlustuðu allir á ofviðrið geysa úti fyrir, á náttúruöflin, sem leituðust við að eyða heiminum og vitundin um það hve mann- eskjan er lítilsmegnug laumaðist inn i hjörtu þeirra. Börnin voru háttuð snemma þetta kvöld og .fengu kvöldmatinn fyrir venjulegan kvöldmatartíma. Mennirnir átu mat sinn þegjandi, alvarlegir og kvíðafullir. Angelique þoldi þetta ekki lengur, hún fann að sjálfstjórnin var á undanhaldi. Hún tók að skálma fram og aftur um herbergið og neri saman höndunum, þrýsti þeim að munni sér til að ljóstra ekki upp um kvíða sinn, en svo vaknaði hún upp við örvæntingu og muldraði: —- Guð minn! Guð minn.... Eftir nokkur andartök litu mennirnir upp og tóku eftir æsingu hennar og örvæntingu. 1 fyrstu urðu þeir undrandi, síðar óánægðir, en síðan djúpt snortnir af þeirri sem hafði tekið sér stöðu svo miklu hærra en þeir og orðið að hinni miklu fyrir- konu, sem Þeir höfðu leitað til með hjálp og ráðleggingar í hvívetna, og sem jafnvel hafði veitt þeim ákúrur, að hún skyldi sjálf geta sýnt einhverja veiklund og ótta. — Mamma, elsku mamma, sagði Cantor og stökk upp af stól sínum til að taka utan um hana. I sama bili stukku allir hinir á fætur og umkringdu hana, og hugg- uðu hana eftir beztu getu. — Þér megið ekki hafa áhyggjur, Madame le Comte. Hvað getið þér ímyndað yður að komi fyrir þá? Það er óskynsamlegt að hafa áhyggjur út af svona smámunum! —- Þeir eru seigir þessir tveir, trú mér til, og þeir kunna að lifa við erfið skilyrði. — Ég hef séð Monsieur le Comté í svartara! — Jafnvel í fárviðri er enigin ástæða til að hafa áhyggjur, ef maður hefur náð í sæmilegt barkarskýli. — Ég er nærri viss um að það er Algonkvínaborp á leiðinni. Enginn minntist á hvaða leið! Þau höfðu vitað það, þegar frá upp- hafi, að greifinn lagði af stað til norðurs í leit að manninum, sem hafði gert honum illt. Lögin voru þannig. Og það var töluverður fjöldi meðal þeirra, sem hefðu ekkert haft á móti þvi að gera hríð að Pont- Briand liðsforingja sjálfir. . . . Engu að siður fannst Angelique að enginn þessara grófgerðu manna tortryggðu hana á minnsta máta, né heldur hver málalok hún hefði gefið franska liðsforingjanum. I þessu litla samfélagi var ekki hægt að halda neinu leyndu. Og þótt enginn hefði beinlínis verið vitni að viðskiptum hennar og Pont-Briand, höfðu allir getið sér til í stórum dráttum hvað gerzt hafði. Pont- Briand hafði sagt henni hvaða tilfinningar hann bæri í brjósti til hennar. Hún hafði gefið honum ofanígjöf og svo þegar greifinn komst að því, sem gerzt hafði, lagði hann af stað til að drepa hann og þannig átti það að vera. En nú var þessi hrelldia kona hér og neri saman höndunum, hún leit af einum á annan, í von um að einhver gæti huggað hana og Það þyrmdi yfir þá og þeir voru á einhvern hátt flæktir í óviðurkvæmilegt atferli þessa Kanadamanns, sem hafði vogað sér að gera það sem þeir myndu aldrei leyfa sér að gera, ekki einu sinni í huganum. — Hann varð að fara Madame. sagði Jacques Vignot. — En sannið þér til hann kemur aftur. ■—- Hann kemur aftur! Hann kemur aftur! tónuðu þeir allir, eins og þeir væru að fara með töfraþulu. Angelique gerði sér ljósan ylinn í hjörtum þeirra og ailt í einu brast hún í grát á öxl Macollets gamla, þiví hann var inni þetta kvöld. Það var eins og hann væri alltaf til staðar, þegar hún þurfti á honum að halda, eins og gamalt tré, sem jafnvel verstu stormar geta ekki rifið upp. Hann tók þétt utan um hana og sagði: — Jæja þá, svona þá, gráttu. Það gerir þér gott. En hinir voru sem lamaðir. Þótt einkennilegt mætti virðast var Það járnsmiðurinn frá Auvergne, sá sem fram til þessa hafði staðið álengdar með illskusvip á andlitinu, sem fann réttu orðin til að hugga hana. — Hvað hefur þú að óttast? Florimond er með honum. Angelique lyfti höfðinu og leit vongóð á hann: -—- Það er rétt! Þetta er rétt hjá þér, Clovis. — Florimond er með honum og Florimond villist aldrei, eða hvað? — Nei, aldrei; það er almannamál að drengurinn hljóti að hafa gleypt kompás, þegar hann var lítill. Og þeim tók að líða betur, þegar hún tók að þurrka sér um augun og reyndi að brosa. Þeir slógu hring um hana aftur og töluðu til hennar á látlausan og vingjarnlegan hátt. Don Alvarez, sem alltaf var svo hátíölegur, sýndi henni svarta talnabandið sitt og gaf henni til kynna, að hann bæði svo og svo margar bænir á hverjum degi fyrir afturkomu greif- ans og sonar hans. Við slíka yfirlýsingu, einlægrar, opinnar vináttu, tók Angelique að skæla aftur, hún réði einfaldlega ekki við sig. En Madame Jonas tók um axlir hennar og sagði: — Komdu með mér, engillinn minn, vina mín. Nú hefur þú fengið nóg! Þú verður að leggja þig og hvílast, ef þú ætlar ekki að líta út eins og draugur, þegar þeir koma heirn, hraustir og fjörugir. Angelique hafði aldrei gert sér grein fyrir því hve vingjarnleg Madame Jonas gat verið. Þessi góða kona studdi hana alla leið til herbergis hennar og hjálpaði henni að afklæðast og stakk henni í bólið, eftir að hafa yljað rekkjuvoðirnar með tveimur heitum steinum, færði henni síðan heitan drykk og malaði stöðugt á meðan. Smám saman róaðist Angelique á nýjan leik. Það eitt að hafa orðað áhyggjur sínar, hafði losað af henni mesta fargið og Madame Jonas veitti henni ekkert ráðrúm til að láta hugann dvelja við það. — Mennirnir eru þolnir væna mín. — Við getum ekki ímyndað okkur hvað þeir eru þolnir.... Við konurnar horfum á allt úr fjarska og gerum úlfalda úr mýflugu.... Þeir taka því sem að höndum ber svo sam kulda, snjó og miklum fjarlægðum með miklu jafnaðargeði, ef þeir aðeins hafa næringu og hvíla sig við og við. Mennirnir eru seigir og þótt blóðið sé heitt eru höfuðin köld. Hefurðu nokkru sinni séð greifann láta i ljósi minnsta merki um frekju eða ótta.. .. ? Það hef ég aldrei! — Ég veit það, svaraði Angelique og dreypti á drykknum. — E’n Þeir gætu villzt, sérstaklega i svona fárviðri. — Villzt? Þá yrði ég hissa ef þessir tveir villtust nokkurn tíma! Er ekki Monsieur le Rescator bezti skipstjóri hinna sjö úthafa. Slétt- urnar hér eru ekki mikið frábrugðnar hafinu og stjörnurnar eru alltaf til staðar fyrir þá sem kunna að lesa í himininn. Monsieur Porguani sagði mér að Monsieur le Cornte hefði tekið sextantinn með sér. — Nei, var það ? spurði Angelique og létti heldur við þessi tíðindi, en svo færðist dapurleikinn yfir hana aftur og hún bætti við: — En hvað um blindbyl eins og núna og nóttina? Og allan þennan voðalega snjó, sem legst yfir stiga og hylur stjörnurnar. — Þeir leita skjóls einhversstaðar í afdrepi eða í Indiánatjaldi, þar sem þeir bíða þar til stormurinn er allur. Þegar sér til dags á ný komast þeir að því hvar þeir eru. Monsieur le Comte er ekki vísinda- maður fyrir ekki neitt Oig Florimond villist aldrei. — Já, rétt er það, Florimond er með honum, endurtók Angelique og vottaði fyrir brosi á vörum hennar. 30. tbi. vikan 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.