Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 4
SÍDAH SÍDAST
V __________*-------------)
ÓÞEKKTI HERMAÐ-
URINN FLYTUR
v______________________/
Lögreglustjóri Parísarborgar,
Maurice Grimaud, hefur nú far-
ið fram á, að minnismerki ó-
þekkta hermannsins verði flutt
frá Sigurboganum til Invalida-
kirkjunnar.
Átta alvarlegir árekstrar hafa
orðið við Etoile, og óhöppin
verða sífellt fleiri með hverri at-
höfn við gröf óþekkta hermanns-
ins, en það er siðvenja að gest-
komandi diplomatar og aðrir
háttsettir gestir heimsæki gröf-
ina.
En gamlir hermenn hafa mót-
mælt: „Það sem gröf óþekkta
hermannsins táknar, er langtum
mikilvægara en öll umferðar-
menning.“ ☆
HLAUPIÐ YFIR
HEIMSÁLFUNA
v____________________ /
Enski maraþonhlauparinn
Bruce Tulloh hefur nú sett sér
það mark að hlaupa þvers yfir
Ameríku; frá New York til Los
Angeles, rúmlega 4500 kílómetra
leið. Hér er hann hálfnaður í
Tulsa, Oklahoma. Tulloh ætlaði
að hlaupa þennan spotta á 66
dögum. ☆
BARNAMORÐ EKKI
TALIN ÓLÖGLEG
-------------------------/
Eftir ábendingum hjónanna
Yvetta og André Leliévres, gróf
franska herlögreglan sjö lík ný-
fæddra barna upp úr velhirtum
rósagarði þeirra hjóna í úthverfi
frönsku smáborgarinnar Saint-
Pierre-lés-Nemours.
Frúin hafði deytt börnin með
samþykki manns síns og með að-
stoð móður sinnar. Hr. Leliévres
hafði svo grafið börnin í skjóli
náttmyrkurs. Ekkert þeirra virð-
ist hafa haft samvizkubit. Eru
þau djöflar í mannsmynd?
Fréttamaður frá Le Nouvel
Observateur telur sig þó hafa
fundið annað svar. Yvette og
André Leliévres hafi einungis
gert hið sama og forfeður þeirra
í margar aldir ó undan.
Læknir nokkur í einum ná-
grannabænum segir: „Vandamál-
ið er, að herlögreglan í Nemours
færði fram í dagsljósið hið opin-
bera leyndarmál meðal sveita-
fólks;ns, og kallaði það barna-
morð. í öllu landinu komast
margir barnsburðir aldrei á
manntal. Yfirleitt er ekki talað
um þetta nema í hálfum hljóðum.
Vinnandi fólk hér um slóðir skil-
ur ekki hvers vegna lögreglan
blæs þetta svona upp.“
Annar læknir sagði: „Hér eru
ekki framkvæmdar fóstureyðing-
ar — eins og víða annarsstaðar,
og þetta eru afleiðingarnar. Nátt-
úran verður fá að hafa sinn
gang. Herlögreglan hafði ekkert
með þetta að gera.“
Gömul trú segir: Látið aðeins
þá lifa, sem fjölskyldan hefur
efni á að ala upp svo mannsæm-
andi sé. Hinir skulu deyja. Leli-
évres-hjónin fylgdu þessari trú
— en þau hafa líka alið upp fimm
af börnum sínum, sem hafa lifað
eins og blóm í eggi. *
(638000 DREPNIR 1
„Memorial Day“ er haldinn há-
tíðlegur í Bandaríkjunum á
hverju ári, til að minnast allra
þeirra sem hafa látið lífið í þeim
aragrúa stjrrjalda sem þjóðin
hefur átt í. Síðan 1775 hafa 638000
Bandaríkjamenn fallið fyrir föð-
urlandið. En olíufyrirtæki nokk-
uð auglýsti daginn sem minning-
ardag um þá 1,7 milljónir Banda-
ríkjamanna „sem hafa dáið fyrir
ekki neitt;“ það er fjöldi þeirra
Ameríkumanna sem hafa látið
lífið í bílslysum síðan árið 1900.
„Memorial Day“-helgina hækk-
aði talan um 600.
☆
r
ÓFRIÐLEGUSTU LANDAMÆRI VERALDAR
SÚES-SKURÐURINN -
Þótt svo að ísraelsher sé í að-
eins tæplega hundrað og fimmtíu
kílómetra fjarlægð frá Kairó, er
þessi borg, sem hýsir fjórar mill-
jónir manna, ekki mjög stríðsleg.
Þó eru hermenn á verði á brún-
um yfir Níl, á járnbrautarstöðv-
unum, flugvellinum og við op-
inberar byggingar, gluggar og
bílluktir er blámálað fyrir sakir
myrkvunar, brjóstvarnir úr tíg-
ulsteini hafa verið hlaðnar við
dyr tugþúsunda húsa og fjár-
sjóður Tútankamons fluttur á
leynilegan felustað úti á eyði-
mörk.
Frá Kaíró til Ísmailíu við Sú-
es-skurð er aðeins tveggja tíma
keyrsla. Þar líður varla svo dag-
ur að ísraelsmenn og Egyptar
skjóti ekki hvorir á aðra. Þar er
skotið yfir „einskis manns vatn“
úr allra handa áhöldum, vélbyss-
um, áhlaupsrifflum, stalínorgel-
um, þungum fallbyssum og meira
að segja senda andstæðingarnir
stundum sjálfstýrðar eldflaugar
yfir skurðinn, sem sumsstaðar er
talsvert undir hundrað metrum á
breidd. -
Líkt og Súes og aðrar borgir
við skurðinn er fsmailía nú
að mestu auð af mönnum. Hvít-
málaðir jeppar gæzluliðs Sam-
einuðu þjóðanna eru næstum
einu farartækin, sem sjást á göt-
unum. Þeir eru á eilífum þönum
til að stöðva skothríð, sem upp-
hefst á einhverjum stað. Stund-
um tekst það, stundum ekki.
Enginn borg í Miðausturlöndum
er jafn illa leikin af hernaði og
Ísmailía. Yfir fimmhundruð hús
í draugaborg þessari hafa skað-
azt af stórskotahríð, sem að
minnsta kosti hundrað sinnum
hefur beinzt að henni frá því sex-
dagastríðinu lauk. Ennþá hjarir
þó fólk í sundursprengdum íbúð-
arhverfum borgarinnar, sem í
leiðarvísum fyrir túrista var áð-
ur kölluð perla Súesskurðar.
Einn þeirra er eigandi veitinga-
húss, sem kallað er Central Bar
og sjálfur er hann kallaður Ge-
org. Hann er Grikki og hálf-
fimmtugur. Þeir fáu Evrópumenn
sem í Ísmailíu dveljast, safnast á
barinn hans á kvöldin.
— Yfirvöldin vilja losna við
mig héðan, en ég neita, segir Ge-
org. — Central Bar er allt sem
ég á og allt sem ég hef gert.
Hvenær sem sprengjuregnið
hefst, fer ég n'ður í kjallara með
viskíflösku. Þar sit ég þangað
til skjálftinn hættir. Þá er hætt-
an liðin hjá og ég fullur.
V.
[þar sem aldrei skeður neitt
Það byrjaði eins og ósköp
venjulegt stúdentagrín. Chuck
Haga, ritstjóri fréttablaðs há-
skólans í Dakota var beðinn að
skipuleggja ferð til einhvers
staðar „þar sem aldrei skeður
neitt.“ Smábærinn Zap varð fyrir
valinu, sennilega vegna þess, að
hann átti við orðatiltækið „Let‘s
zip to Zap.“
Afleiðingarnar urðu vægast
sagt óhugnanlegar. 2500 stúdent-
ar, mest karlmenn, komu til Zap,
sem telur rúmlega 300 íbúa, tvo
bari og eitt kaffihús. Til að byrja
með fór allt vel fram, og stúdent-
arnir drukku aðeins bjór — í
lítratali. En þegar ölbirgðir bæj-
arins voru uppseldar, og allir
stúdentarnir fullir, fór að kárna
gamanið. Þeir kyntu stórt og
mikið bál á aðalgötu bæjarins,
og til að hindra að bálið brynni
út, voru báðir barirnir og kaffi-
húsið hreinsaðir af innanstokks-
mununum, sem síðan var bætt á
eldinn. Þegar slökkvilið ná-
grannaborgarinnar kom á vett-
vang, hópuðust stúdentarnir í
kringum bílinn og dældu öllu
vatninu í göturæsin.
Slagsmál brutust út, og að lok-
um lét borgarstjórinn kalla á 500
þjóðvarðliða, sem stilltu til frið-
ar, og létu aðra 500 stúdenta
hreinsa til og koma öllu í stand
á ný. „Okkur finnst þetta mjög
leiðinlegt,“ sagði Chuck Haga.
„Þetta átti bara að vera lítið
bjórpartý.“
4 VIKAN 32-tbl-