Vikan


Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 7

Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 7
ir svona sambönd yfirleitt fara út í það að vera ekki bara andlegs eðlis, heldur einnig- Iíkamlegs; með öðr- um orðum, samband þeirra er einnig kynferðislegt. Vandamál bréfritara er það, að vinkona hans hlýt- ur ekki það sama út úr kynlífi þeirra og hann, og hafi þau nú bæði alvar- legar áhyggjur af þessu; hvort það sé mögulegt að hún sé eitthvað afbrigði- leg? Svo er alls ekki, heldur er þetta ákaflega eðlilegt meðal stúlkna á þessum aldri. Hannes Jónsson, fél- agsfræðingur, segir svo í bók sinni: Samskipti karls og konu: (bls. 118) „Svar- ið er að 15—19 ára stúlk- ur eru á því kynþroska- stigi, að þótt þær séu fam- ar að hafa egglos og tíðir og verði barnshafandi, ef þær eru með manni á frjó- semistímabilinu þá er hæfni þeirra til þess að njóta samfaranna mjög takmörkuð fyrst i stað. Gagnstætt því, sem á sér stað hjá karlkynsjafnöldr- um þeirra, sem eru sam- kvæmt Kinsey-skýrslunni kynsterkastir á timabilinu 15—20 ára, þá hafa stúlk- ur mjög veika kynhvöt á þessum árum, en sterkasta á árunum 35—40 ára“. (Þó ber alls ekki að skilja þetta svo, að bezt sé að para saman 19 ára pilt og 40 ára konu; slíkt væri hið mesta fáræði því fleira ber að taka með í reikninginn en kynorkuna eina)i Og þar sem samband skjól- stæðings okkar við vin- konu sína getur varla kallazt annað en lauslætis- mök, má benda á, að siðar segir Hannes Jónsson i sömu bók, bls. 120: ...... stúlka fær yfirleitt ekki fullnægingu við lauslætis- kynmök á þessu aldurs- skeiði. Til þess að hún nióti makanna barf yfir- leitt að koma til ást, ör- ytrgi og umhyggja". Þvi ráðleggjum við bréf- ritara og vinkonu hans að hafa engar áhyggjur, en hugsa málið vandlega og spyrja samvizkuna livað sé réttast að gera — með framangreint til hliðsjón- ar. OHEIÐARLEGAR UNDANTEKNINGAR Kæri Póstur! Ég er einn af þeim sem sækja veitingahús að stað- aldri og mætti margt um okkar góðu hús segja, og ýmislegt ekki fallegt ■— og það er einmitt eitt af þessu ófagra sem mig langar til að minnast á í þessu bréfi mínu. Þegar ég er vel efnaður — sem kemur stöku sinn- um fyrir — leyfi ég mér oft að fara út að borða og sitja síðan í góðum hópi við sumbl á eftir. Ekki svo að skilja að ég sé neinn áfengissjúklingur, en mér þykir vissulega gott að finna á mér breytingu. Ég veit ekki hvort ég virðist fyllri en ég í rauninni er, en ég hef þráfaldlega rek- ið mig á, að er ég ætla að fara að gera upp reikning- inn, hafa þjónarnir smurt fullmikið á hann; bætt við tveim eða þrem sjússum o.þ.h. Stöku sinnum hef ég verið svo lánsamur að geta hankað kauða á þessu — en til þessa hef ég ekki gert úr þessu neitt stórmál. Ég held samt, að þessir þjónar séu óheiðarlegar undantekningar, en und- antekningin á bara ekki að líðast. Það er argasta hneyksli, að þjónar á opin- berum veitingastöðum leyfi sér að nota þannig ölvímu gesta til að hafa af þeim ærinn skilding sem auðvitað rennur í eigin vasa þjónanna. Þessu skal látið ósvarað hér að sinni, en fróðlegt væri að heyra hvort fleiri hafa orðið fyrir þessu sama. Ef þú borgar skal Pósturinn gera eins marg- ar tilraunir á þessu sviði og þú vilt. — Viltu fá afmælistertuna í andlitið? Strákurinn, sem ég er meS, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séS — svo lítinn aS ég fæ varla nógu litla steina í hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti í siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eSa strákinn. Ég er alltaf aS kaupa eldspýtur, en þær misfarast meS ýmsum hætti. En eld þarf ég aS hafa. Hver vill gefa mér RONSON? Mig langar svo í einhvern af þessum 111111 Milady gas kveikjari Comet gas kveikjari Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari »|*i| Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiftir. Og kveikjarinn. — Hann getur enzt að eilífu. RONSON Einkaumboö: I. Guðmundsson i Ci. hf. 32. tbi. vikaN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.