Vikan


Vikan - 07.08.1969, Síða 49

Vikan - 07.08.1969, Síða 49
örðugleika, sem fylgja því að byrja námurekstur á nýjum stað. Land- ið i Maine, iand skóga og fljóta, einnig land með opinni sjávarströnd sein veit út að hafi, krökku af fiski, land, sem hefur verið villt allt fram á okkar daga, þótt mar.gar þjóðir hafi helgað sér það, án þess að kanna það. Maine er land falins gull og silfurs, og verður nú okkar konungsdeemi, vegna þess að við einir höfum uppgötvað leynd- armál auðæfa þess. — Sjáið þið eftir því að koma með mér? — Nei! Nei! Herra iminn, sögðu nokkrar raddir, rámar af geðs- hræringu. Flestir voru orðlausir. Kouassi-Ba gekk milli manna og útdeildi gullklu-mpunum. Mennirnir þorðu varla að snerta þá. Þeir störðu með ofurlítið óskýrum augum eftir alkóhól og tóbaks- neyzlu á þennan daufskinandi málm og gátu ekki haft augun af honum. Það var eins og horfa inn í kristalkúlu og i því sáu þeir fullnægju sinna dýrustu drauma. Angelique fann til kvíða. Gull spill- ir. Hamingja hennar hafði farið út um þúfur einu sinni nú þegar, vegna guilsins. Mennirnir myndu ef til vill gley-ma sér móti geislandi freistun auðæfanna. Hún leit á eiginmann sinn. Hann var eins og töframaður, sem virðir fyrir sér þá ástríðu, sem hann hefur vakið. Myndu þessir menn, sem hann hafði skapað i sinni eigin mynd í daglegum störfum, valda honum vonbrigðum og gefa sig á vald þeirri skynsemisiausu gullgræðgi, sem virtist hafa ráðið yfir rnannkindinni allt frá upphafi? Drungi færðist yfir Angelique og gleði hennar -hvarf. — Gull! Alltaf gull! Mér stendur ekki á sama! Það var í nafni gullsins. sem þér var bölvað áður! Hann leit á hana útundan sér. — Þú mátt ekki óttast guilið og vald þess. Það er ekkert á jörðinni, sem getur vanheiðrað manninn, nema hann vanheiðri sig sjálfur. En maðurinn vill álíta si-g hreinan anda, eins og guð, og þegar hann lítur á hina efnislegu hlið eðlis sins kastar hann sökinni af sér. Hann vill -ekki viðurkenna si-tt jarð- neska eðli — og það er þessvegna sem hann ýmist bölvar eða til- biður allt það, sem heillar hann mest í hinum skapaða heimi: Gull, konur, vísindi eða völd ....... Það eina, sem -hann gæti í raun og veru gert, er að semja sátt við allt -þetta. Því fyrir þann, sem elskar andann, er andinn til í öllum efnislegum hlutum. Jaques Vignot sneri gullklu-mpinum milli fingra sér og horfði tor- tryggnislega á hann. — Hvað mig snertir, bið ég einskis, nú sem stendur, annars en fá að vera hér. Ég hef góða vinnu, töluvert til að hlakka til að lokum og enga lögreglu snuðrandi á eftir mér. Samt sem áður er gott að halda á hlutum eins og þessum. Ég hef séð þá svo marga ........... — Þú verður ekki eins lotningarfullur frammi fyrir því, þegar þú kemur til Boston og sérð bað brey.tast i reiðufé. Þá veiztu, hvað þú átt að gera við Það, sagði Peyrac. — Heila pyngju af krónum, sagði Vignot og leit stóreygur á hann. — Tvær eða jafnvel þrjár ..... Það er þúsund punda virði í hönd- unum á þér. —■ Já, hérna vinir mínir, hvílíkt -herjans fyllirí er þá hægt að kom- ast á, hrópaði trésmiðurinn og klappaði á axlir þeirra, sem hjá hon- um sátu. Nú tóku allir að tala hver ofan í annan, sumir að gera áætlanir, sumir að gera flókna útreikninga, og æsingurinn og gullgleðin gerði raddir þeirra skrækar. Madame Jónas stóð upp til að -hreinsa af borðinu, því henni fannst óviðeigan-di að -hauga saman sv-ona fallegu igulli og -matarleyfum, þótt góðar væru. Hún og eiginmaður hennar höfðu fengið sinn gullklumpinn hvort, með öðrum orðum þrjú þúsund og fjögur hundruð únsur, en Elvira hafði fengið einn og einn fyrir litlu drengina sína tvo. EIoi gamli lyfti sínum klumpi og veifaði með honum til greifans. — Þér befur orðið á í messunni, Monsieur le Comté! Ég er ekki einn af þinum mönnum. Ég átti leið hjá og ílentist bara. Þú skuldar mér ekkert -- Þú ert verkamaður -elleftu stundarinnar, ræninginn þinn, svar- aði Joffrey de Peyrac gáðlátlega. Kanntu ekki Biblíuna? Jú, það -gerirðu. Jæja þá, mundu hvað þar stendur og þiggðu það, sem þér er boðið. Þú getur fengið þér nýjan eintrjáning og nægar vörur til að verzla með i tvö ár, svo getur þú komið aftur með öll loðskinn af löngu, löngu svæði og keppinaut- ar þinir munu kafna a-f afbrýðisemi ........ Gamli loðdýraveiðimaðurinn galopnaði augun í undrun og rak svo upp hlátur, siðan tók hann að láta sig drey.ma upphátt og lýsti þvi, hvernig hann ætlaði að hreinsa til upp með ánni. Svo litu menn hver á annan heldur vandræðalegir og eftir örstutt fundarhöld kvað einn upp úr: — Hvað eigum við að gera við allt þetta gull? Monsieur la Comté, þangað til hver maður fer sína leið eða við förum til borganna? Viltu nú ekki geyma gullið fyrir okkur, igreifi. Þú hræðist ekki gull, en það er of mikið fyrir okkur og ef við ættum að hafa það undir koddunum, myndum við aldrei geta sofnað. — Samþyk-kt, sagði Peyrac og hló við. — Bn virðið það vel fyrir vkkur í kvöld. Þetta er yk,kar handarverk og gjöf frá guði, sem skap- aði heiminn. 64. KAFLI Það var á þeirri stundu, sem Angelique fannst hún heyra hóað. Yfir sönginn, gítnrhliómana og tónana frá brakandi lirukassanum, sem Mada.me .Tónas spilaði á, heyrði hún kallað: — Iíjálp! Hjálp! En þetta var óhugsandi, svo hún sló því föstu, að röddin hefði aðeins verið í brjósti hennar sjálfrar, en næstum þegar í stað var bar- ið að dvrum. Angelique spratt á fætur. — Hvað er að? spurði Joffrey og þreif um hönd hennar og undr- aðist þetta skyndilega viðbragð. — Einhver var að banka. — Banka? Þig hlýtur að vera að dreyma, ástin mín. Söngvararnir þögnuðu og sneru sér í áttina til þeirra. — Hvað er að? — Einhver bankaði. — Bankaði einhver? hrópaði Nioholas Perrot uppyfir sig. — Hver gæti barið á dyr hjá okkur á nóttu, sem þessari? Aðeins andar og franskir Kanadamenn myndu voga sér að vera úti i veðri sem þessu. Þau þögnuðu öll og störðu óviss hvert á annað. — Andar! Þau fundu einangrun sína, lengst ií iðrum snævarins á þessum vetri, eins og þau væru ofan í djúpu gljúfri. Veturinn -hafði þau í ískaldri helgreip sinni og nú, þegar eldarnir loguðu ekki eins glatt, tóku þau belur eftir hinum gegnumþrengjandi, banvæna kulda, sem reyndi án afláts að finna sér leið gegnum hverja minnstu smugu. Þau heyrðu lágt hljóðskraf vindsins, sem þaut yfir freðinn snjóinn útifyrir og vældi allt í kringum þau, eins og óhugnarlegur fyrirboði. Þau vissu, að á þessum tíma árs -myndi enginn voga sér að brjótast til þeirra. Svo hver ætti að banka hjá þeim á Þessari frostköldu, vind- blásnu nótt ? — Andar! Angelique fannst hún heyra bankað aftur. — Heyrið þið þetta ekki? sagði hún og kipptist við. En að þessu sinni voru hljóðin ekki eins glögg og áður, og þegar hún horfði á gersamlega skilningsvana andlitin í kringunt sig, tók hún að velta því fyrir sér, hvort þetta væri ekki ofskynjanir. — Það getur hafa verið grein, asem hefur slegizt fyrir vindinum í veggina, tautaði hún. — En þá 'hefðum við heyrt það ........ Joffrey de Peyrac reis á fætur og gekk til dyra. — Faröu varlega, pabbi, hrópaði Florimond og þaut á eftir honum. Hann stóð fyrir framan föður sinn og það var hann sem varð fyrri til að opna dyrnar. Siðan gekk hann fram endilangan ganginn, sem var eins og fordyri, og sneri hurðarhúninum á ytri hurðinni. Kuldinn kom ajðandi inn í skálann og með honum fíngerður snjór. Florimond hafði s-kammbyssuna tilbúna og kastaði sér upp að veggnum. Inni í skálanum -hölluðu mennirnir og Angelique sér áfram og sáu aðeins daufa skímuna og snjóinn, sem þyrlaðist útifyrir. Óvænt tungls- ljós brauzt í gegnum skýin. — Það er enginn hér, sagði Florimond. — Og það er -hræðilega kalt, bætti hann svo við og lokaði dyrunum. Hann ko-m aftur inn í meginskálann og lokaði innri dyrunum. Allir önduðu fenginsamlega aftur, nema Angelique. Það var betra að láta sér líða vel áfram og -hafa hlýtt í þessu litla byrgi, -heldur en hugsa um það sem var á seyði útifyrir. Frostkaldur loftsveipur hafði farið um skálann eins og banvæn alda, sameinaði tóbaksreykinn i lartga ræmu, svo þau sáu hvort til annars gognum hvítan reykjarborða, sem vatzt um andlitin. Lamp- arnir og kertislogarnir höfðu slegizt flatir undan -þessum iskalda gusti, og það hafði slokknað á sumum og kólnandi kveikirnir ósuðu þykk- um lyktarvondum reykjarmekki. — Ég hugsa, að allt þetta Ijómandi góða vin hafi raskað dómgreind þinni, sagði Peyrac og rödd hans sefaði mennina til fullnustu. Angelique ein var hikandi áfram. —- Og hvað nú, ef einhver er deyjandi þarna úti í snjónum? Langt í burtu eða nærri, ég veit ekki hvort er, hugsaði hún. Og hún litaðist kviðafull um og taldi vini sína. Allir voru þar viðstaddir, heilir á húfi undir vökulum augum hennar. Jóffrey de Peyrac tók utan um hana eins og til að hughreysta hana. og leit á -hana með spurn í augum. En hún smaug frá honu-m. En þessi atburður batt enda á hátíðahöldin. Börnin voru þegar hálfsofandi. Þau voru borin til -hvílu með öllum sínum leikföngum og fröken Grasker var set-t á stól við hlið þeirra, til að vaka yfir þeim með rauðgulu, ofurlitið fávislegu glotti sinu. Um nokkurn tíma gerðu Bartholomew, Tómas og Honorine sitt bezta til að halda opnum augunum, til að gá hvort fröken Grasker ætlaði ek-ki að sofna líka, en baráttan við svefninn stóð ekki lengi og þau sofnuðu öll í mildri birtunni frá töfragraskerinu. Það var tekið til í stóra skálanum og allt i einu voru allir mjög þreyttir og þráðu helzt að sofna eins og þreytt dýr. Angelique reyndi að finna sér einhverja afsökun til að fara og litast um úti. Hún gæti aldrei sofnað almennilega ef hún færi að hugsa sér að einhverjar mannverur -hefðu villzt og væru að deyja í snjónum, kannske aðeins örfá skref frá hreysi þeirra. Hún sagðist ætla að skreppa með ofurlítinn sykur handa hestunum, því þeir áttu skilið að fá einhvern bragðbæti líka, á þrettándanótt. Enginn veit-ti henni neina athygli. Hún fór í þykkar leðurbuxur undir pilsin, síðan í loðstígvél og síðan kastaði hún þykkri skikkju. bryddaðri úlfaskinni yfir axlirnar. þessi klæðnaður og þykkir vettlingar yrðu að duga til að litast ögn um úti. Eloi Macollet stóð við ytri dyrnar, sömuleiðis fullklæddur yfir sam- kvæmisfötin, og var að kveikja á lu-kt. — Ertu að fara út i hreysið þitt? spurði hún. — Nei, ég ætla með þ-ér, Madame, úr því þú vilt endilega gá að því 'hvað er um að vera úti. 65. KAFLI Þau þurftu ekki að nota luktina. Þegar þau voru komin upp úr þrongum göngunum, sem höfðu verið höiggvin i gegnum snjóskaflinn, frá þröskuldinum og upp á yfirborð- ið. var tunglsljósið nóg-u bjart. Dökk ský þutu um himininn og skyggðu stundum á tunglið. Fyrr um kvöldið höfðu skýin verið það lágt að það hafði snjóað og það var spannarþvkk mjöll liggjandi ofan á hörðum sköflunum. Vindurinn þyrl- aði heitni tú og dró -hana i léttum ráku-m en kuldinn var óskaplegur og það marraði i snjónum undir fæti. Skafrennin-gurinn festist í föt-um þeirra með samskonar hljóði og sandbylur og þau sveið í andlitið undan nálaroddunum. Þau báru höfuðið 32. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.