Vikan


Vikan - 07.08.1969, Side 10

Vikan - 07.08.1969, Side 10
ERTU MED í BÍÓ ? næsta kom hlaupandi, og ég tók duglega í handlegginn á henni til að stöðva hana. Síðan bar ég upp erindið. „Hvað heldur þú eiginlega að ég sé? Maður fer nú ekki í bíó með hverjum sem er. Og hvað heldurðu, að þú sért? Einhver Casanova? — Skammastín!" Að þessari dembu lokinni strunz- aði hún burt og sveiflaði veskinu duglega. Eg greip um vangann, fannst eins og mér hefði verið rétt- ur einn gúmorinn á latínu. Þetta voru herfileg málalok. Ég ætlaði mér ekki að standa í svona löguðu öllu lengur. Skárra væri að fara heim og láta ijósmyndarann taka myndir af systrum mínum átta .... Og þó! Þær voru nú vanar að berja mig óspart, ef þeim fannst ég eitt- hvað ósvífinn. Það er nefnilega ekkert sunnudagsgaman að láta átta valkyrjur berja á sér í einu. Nei, ég kaus heldur að reyna að stöðva eins og eina eða tvær í viðbót. Og það gerði ég. Þarna kom ein, alveg gullfalleg, með stór og mik- il sólgleraugu og hressileg í alla staði. Ég áræddi að ónáða hana. (Nú var ég ekki alveg eins stima- mjúkur, vildi hafa vaðið fyrir neð- an mig): „Eh, hérna, sko, ég er að fara í bíó — ertu ekki með?" Það leyndi sér ekki, að henni fannst ég sannarlega skrýtinn fugl. Hún horfði rannsakandi á mig: „Vil ég koma með þér í bíó?" „Já, einmitt." Ég útskýrði allt heila klabbið fyr- ir henni; að mér leiddist að fara einn í bíó og svo framvegis, og að því búnu sagði hún: „Ja, mig langar nú svolítið að fara með þér í bíó, en ég má bara ekki vera að því. Ég þarf nefnilega að ná í litlu systur mína á rólu- völlinn klukkan fimm (klukkuna vantaði tíu mínútur í fimm). En kannski seinna, ha?" Og það er eins víst og að ég er kominn af kónginum [ Danmörku, að hún skal einhvern tíma með mér í bíó. En samt setti þessi sama dama mig í svolítil vandræði: Hvað ef einhver stúlkan fengist svo til að koma með mér í bíó eftir allt sam- an? Ég mátti alls ekki vera að því, ekki klukkan fimm og því síður um kvöldið. Ég var búinn að fá drauma- dísina mína með mér í leikhúsið til að sjá Fiðlarann. Ekki gat ég hlaup- ið frá öllu saman og sagt, að ég Framhald á bls. 40 10 VJKAN 32- tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.