Vikan


Vikan - 07.08.1969, Page 32

Vikan - 07.08.1969, Page 32
SfeflN SfMST l___________________J OF SEINT AÐ BYRGJA BRUNNINN? Foreldrar í skólahverfi 33 í Manhattan í New York, höfðu lengi kvartað við borgaryfir- völd vegna hinnar geysimiklu umferðar um götuna fyrir fram- an skólann. Lengi vel var skellt skollaeyrum við bónum þeirra, en einn daginn vildi það slys til, að 8 ára drengur varð fyrir bíl og lézt. Þá voru það félagar hins unga drengs sem tóku sig til og kröfðust þess á all-róttækan hátt að öll bílaumferð væri bönnuð í götunni. Og þeir létu ekki sitja við orðin tóm, heldur urðu sér úti um byggingarefni og hlóðu vegg þvers yfir götuna. — Henni hefur nú verið algjör- lega lokað. ☆ ÍSLENZK EITU R LYFJAN EYZLA Alltaf öðru hvoru birtast fréttir í dagblöðunum þess efn- is að einhverjir vesalingar hafi verið teknir fyrir valíum-át og þar fram eftir götunum. — í „underground" Reykjavíkur er það ekkert leyndarmál lengur, að eiturlyfjaneyzla og sala er orðin ískyggilega algeng. Og þá er ekki verið að tala um valíum og magnyl, heldur hashi, mariju- ana og morfín. Mun nú vera orð- ið jafn auðvelt að verða sér úti um þessi lyf, og að fá sér áfengi. Meðfylgjandi mynd sýnir sænska unglinga reykja „pot“ (marijuana), en vaxandi eitur- lyfjaneyzla er sænskum yfir- völdum mekið áhyggjuefni. ýr JA, ÞESSIR KANAR Á vörusýningu sem nýlega var haldin í New York, vakti einna mesta athygli ný þjófabjalla, sem nota skyldi í bíla. Um leið og einhver óviðkomandi sezt upp í bílinn, hrópar hann (já, bíllinn) sjálfur á hjálp. Neyðarópið er sett inn á seg- ulbandstæki, og hljómar eitt- hvað á þessa leið: „Hjálp! Eg er svartur Bjúkki, og mér hef- ur verið stolið! Hringið strax í lögregluna og gefið upp númer- ið mitt, sem er NY1234!“ Hvaða þjófur sem er yrði ábyggilega dauðhræddur ef hann væri á stolnum bíl sem tæki upp á því að æpa og skrækja um allan bæ. Framleiðendurnir segja tækið hafa „raddstyrk“, sem dugar í 100 metra radíus. Apparatið hefur hlotið nafnið „The Moonlighter", og kostar uppsett með öllu tilheyrandi um 8000 íslenzkar krónur — fyrir utan alla tolla, sem myndu setja það upp í svona 16—20 þúsund. ☆ * AF FRÆGU FOLKI Isabella Roessellini, dóttir In- grid Bergman og leikstjórans Roberto Roessellini er nú í Róm, þar sem hún eyðir sumarleyf- inu og jafnar sig eftir alvarleg veikindi. Hér er hún í verzlun- arferð á snobbuðustu götu Róm- arborgar, Via Condotti, ásamt bróður sínum Roberto. CANDY VERÐUR MÖÐIR Sú sænska Ewa Aulin, (Miss Teen International) hefur nú lagt upp laupana við að vera mesti og bezti táningur í heimi, og ætlar nú að einbeita sér að því að vera mesta og bezta mamma í heimi. Áður en nokk- urn grunaði nokkuð, var Eva orðin móðir; fæddi son (sem heitir nú Shawn) á sjúkrahúsi í Sviss. Faðirinn heitir John Sha- dow, og er Lrezkur töffari með meiru. -fe 32 VIKAN 32- tw

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.