Vikan


Vikan - 07.08.1969, Síða 47

Vikan - 07.08.1969, Síða 47
þar niður og kveikti á sjónvarpinu. Hann vissi sem var, að þegar hann kæmi heim að kvöldi væri ég þar enn. Þegar svona hafði gengið í nokkrar vikur, fór ég að vakna grát- andi á morgnana. Eg dró sængina upp fyrir höfuð, og reyndi að loka mig inni í mínum eigin myrka heimi. Ef ég átti að sitja upprétt, þýddi það að ég varð að taka ákvarðanir, og ég var ekki einu sinni fær um að taka þá fyrstu. Jim grátbað mig að segja sér hvað væri að. A endanum lét ég undan, og játaði að ég gæti ekki ákveðið hvaða kjól ég ætti að fara í. Hann opnaði klæðaskápinn, tók út kjól og sagði blíðlega: „Farðu í þennan hérna." Ég er viss um að fjölskylda mín gat ekki skilið hegðun mína, en þau spurðu mig aldrei neinna spurninga. Og ef ég reyndi að gera eitthvað við húsverkin, sem var ekki mikið annað en að þvælast fyrir, réttu þau mér þolinmóða hjálparhönd. Leanne hjálpaði mér við að leggja á borð, á meðan hún barðist við að elda matinn. Craig, sem er hljóður og tilfinninganæm- ur, átti það til að leiða mig að glugganum og tala um snjóinn eða fuglana sem léku sér í trjánum. Mark hjálpaði til við uppþvottinn án þess að vera svo mikið sem beðinn um það, og ef Tammy fann mig sitjandi með hendur í skauti mér, las hún upphátt fyrir mig, í stað þess að biðja mig að lesa fyrir sig. Þegar Jim kom svo þreyttur heim frá vinnu, stytti hann sér stundir með því að spila við mig, og var sifellt að minna mig á að nú átti ég að gera. Jafnskjótt og mér tókst að vinna bug á einni þrautinni, virtist önnur vera komin , hennar stað. Nú var ég hrædd að vera ein. Ég ráfaði um tómt húsið, og langaði mest að fela mig bak við húsgögnin og hylja andlitið í höndum mér. Ég reyndi að lesa, en skildi ekki eitt einasta orð. Ég reyndi að prjóna en gat það ekki heldur. Þetta gekk jafnvel svo langt, að ég var farin að láta börnin vera heima, eitt og eitt í einu, í stað þess að láta þau fara í skólann. Það var alltaf auð- velt að sannfæra sig um að þau hefðu kvef, rétt til að friða sam- vizkuna. Ég lét þau sitja á gólfinu við hliðina á mér, og hélt þétt í höndina á því sem heima var (. það og það skiptið. Nærvera Tammy litlu var ávallt nóg til að róa mig, og Mark, sem var alltaf fyrstur á fætur á morgn- ana, fór að vakna enn fyrr, svo við gætum setið saman og beðið dags- birtunnar. Hvorki Jim né börnin virtust nokkurn tíma skammast sín fyrir veikindi mín. Þau töluðu um þau rétt eins og ég væri fótbrotin. En vinir okkar virtust tregir að hringja; voru sennilega hræddir um að hrökkva myndi út úr þeim eitthvað eins og: „Þvílik þvæla," eða „Þú ert nú eitthvað skrýtin." En nú var ég farin að skilja sjúkdóm minn. Ég átti við andleg og tilfinningaleg vandamál að stríða, en ég var ekki vitlaus. Ég hafði hlotið meðferð í sjúkrahúsi en hafði ekki verið sett á vitlausraspítala. Þar sem ég gerði mér grein fyrir hve þvinguð þau voru, fór ég að kalla sjálfa mig „Skrýtnu Nancy", og var verðlaun- uð með fagnaðarbrosi þegar þau skildu að ég var ekki viðkvæm ef talið barst að taugaáfallinu sem ég hafði fengið. Og ég þarfnaðist sam- gleði þeirra og félagsskapar jafn mikið og afturbata míns. Ég var orðin nógu góð til að geta keyrt, en Leanne fór með mér hvert sem ég fór. Ef við fórum í sjálfvirkt þvottahús og hún tók eftir að ég hikaði, aðgreindi hún þvottinn og sagði mér í hvaða vél hvert stykki ætti að fara. Nýlenduvörukaup var það erfiðasta sem ég gerði: þau stóðu saman af endalausum ákvörð- unum. Hvað átti ég að kaupa af þessu og hvað af hinu. Leanne tók af skarið: „Nú kaupum við kjúkl- ing, spaghetti og hakk. Þú hefur körfuna, mamma, og ég set í hana það sem við þurfum." Hún hvatti mig til að lesa. A bókasafninu hjálpaði hún mér að velja bækur sem hún sjálf hafði lesið. Og mér til mikillar ánægju komst ég að því, að ég gat fest hugann við einfalda atburðarás þeirra. En mest þakklát var ég fyrir það, að ég gat tekið þátt í gleði og sorgum sögupersónanna. Þegar ég spurði: „Hve langt er þangað til ég verð orðin góð?" svaraði læknirinn: „Sex mánuðir og allt upp í ár." Þessir sex mánuðir voru senn á enda, en ég var enn hnípin, ófær um að taka ákvarðan- ir, grátandi að ástæðulausu í tima og ótíma og ófær um að sætta mig við eitthvað nýtt. Hvernig gæti ég verið orðin góð á svo skömmum tíma sem eftir var? Átti ég kannske eftir ár í viðbót? Nei, ég gæti það bara ekki. Ég fór að tala við annað fólk sem hafði átt við sömu erfiðleika að stríða, og komst að raun um að það fólk skildi hvernig mér leið. Ég gat lesið út úr andlitum þeirra, að þau voru ekki aðeins að reyna að skilja: þau skildu. Þau höfðu átt í sama stríði og ég. Ein vinkona mín á spítalanum, sem hafði fengið tauga- áfall réttu ári áður, sagði við mig: „Já, ég gerði nákvæmlega það sama. Þú ert einungis á leið í gegn- um þetta allt saman, og á endanum verður þú jafn góð og fyrr. Þetta eru allt saman skref í áttina." Svo hló hún: „Finnst þér ekki alveg ægilegt að gera nýlenduvöruinn- kaup?" Ég samsinnti og hló með henni. Ég var ekki stök lengur. Aðrir höfðu staðið í sama stappi og ég og náð sér, svo hvers vegna gæti ég það ekki líka? Ég hætti að hugsa um næsta mánuð en fór að einbeita mér að daglegum bata. Og ég reyndi að vera ekki mjög vonsvik- in þegar sex mánuðir höfðu liðið og ekkert kraftaverk hafði átt sér stað. Ég lagði allt mitt i hendurnar á sálfræðingnum. Til að byrja með, átti ég erfitt með að tjá mig og ég þagði yfir því sem ég óttaðist að hann yrði óánægður með. Tvisvar í viku fór ég til hans og var aldrei eins. Stundum öskraði ég á hann í örvæntingu, eða þá að ég grét hljóðlega í von um meðaumkun. En fljótlega lærði ég það, að hann var ekki neinn dómari. Andlit hans var sviplaust, hann hlustaði bara. Hann var læknirinn sem var að leita að ástæðu sjúkdómsins — svo var það hans að gefa góð ráð. Það tók ótelj- andi klukkustundir af þolinmæði, þar sem hann bara hlustaði á mig. En hann gat og vildi hjálpa mér, bara ef ég vildi hjálpa mér sjálf. Vonir mínar ruku upp úr öllu valdi þegar ég var ágæt í tvo eða þrjá daga í einu og ég sagði við sjálfa mig: „Enga hnípni. Slæm líð- an er hérmeð óþekkt." En kannske strax daginn eftir rankaði ég við mér úti í horni í einhverri verzlun og stóð þar, unz einhver kunningi sem átti leið hjá sá aumur á mér og hjálpaði mér að verzla og svo út í bíl. Það var alveg eins og ég væri að byrja aftur á byrjuninni. Framfarirnar voru svo hægar, að mig langaði mest til að stappa fót- unum í gólfið — eða jafnvel gefast upp. En þá kom Jim til sögunnar og sagði blíðlega: „Þú verður að ná þér sjálf. Við getum hjálpað til, en þú verður að taka af skarið." Senn er árið á enda. Ég á enn erfitt ef mikið er að gera, en ef ég einbeiti mér að einu í einu gengur allt vel. Ég á heldur bágt með að taka á móti gestum, en ég get séð um að griIl-steikja fyrir fjölskyld- una úti í garði. Ég þarf ekki mikið til að fara úr sambandi, en ég reyni að gleyma með þvf að lesa i eina klukkustund á dag, eða eyða morgnunum úti í garði og virða fyrir mér fegurð blómanna hvers um sig. Og ég hef lært á þessu eina ári mikið um kærleika, blíðu og þolinmæði mannanna. En það sem mér finnst mikilvægast, er að ég er loks að komast að einhverju um sjálfa mig. Gæti mér hafa farið svo mikið fram án barnanna minna sem gerðu sér far um að skilja og umbera langt fram yfir aldur sinn og broska? Hvar væri ég stödd án þekkingar og einbeitingar sálfræð- ingsins míns? Og hefði ég nokkurn tíma getað náð mér svo sem raun ber vitni án öryggis faðmlaga mannsins míns og uppörvandi blíðuvrða hans? Ég held ekki. Nú bið ég þess heitast, að þau verði öll þar sem ég get náð til þeirra — þessi síðustu skref til fullkomins bata. ☆ Hann horfði beint í augu mín, þegar hann tók loks ákvörðun: — Þetta eru tilfinning- ar þínar. Þú gerir þér grein fyrir, að þú átt við vandamál að stríða, en þú veizt ekki hvenrig þú átt að bregðast við þeim ... 32. tbi. vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.