Vikan


Vikan - 07.08.1969, Síða 13

Vikan - 07.08.1969, Síða 13
nur eins og lítil stúlka, sem upplifir fyrstu ástina ir . . . . ROBERT CORMIER. Jerry skammaðist sín. Hvernig gat nokkur maður hatað, eða haft andstyggð á svona renglulegum dreng, sem sýnilega var það klaufalegur að hann þvældist fyrir? En allt þetta virtist ekki skipta nokkru máli fyrir Cathy. — Hann talaði við mig í löngu frímínútunum, heyrði hann hana segja við Sally Hartfield í símann, daginn eftir. — Hann hefur svo yndislegt bros. — Hvað er eiginlega að gerast? Jerry langaði sannarlega tii að vita það. Hvað var að ske með hana Cathy, litlu stúlkuna hans? Cathy, sem fyrir skömmu klifraði í trjánum, og hjólaði í kapp við vinkonu sína. Hver var þessi stúlka, sem allt í einu var farin að gæla við kettlinga, virtist hafa ást á blómum, skrautlegum kjólum, já, jafnvel á háum hæl- um? Hann virti hana. fyrir sér með tortryggni, og sá að hún var orðin grannvaxin, ung stúlka, svolítið bústin um barm- inn, með sitt og glansandi hár, augun hlógu og dönsuðu, barmafull af blíðu. Það var ekki angi eftir af litla skelmin- um, sem lék sér að brúðum og kitlaði pabba. sinn undir hök- una, þegar hún skreið upp í fang hans, og hafði komizt að því að veiki bletturinn hans var þriðja rifbeinið að ofan. — Charlie Mitehell kemur á ballið á laugardagskvöldið, sagði hún mjög áköf, eitt kvöldið, um leið og hún lagði niður símann. — Er eitthvað sérstakt við það? spurði Tonnny. Cathy svaraði ekki. Hún virtist svífa upp stigann að her- bergi sínu. Jerrv horfði á Ellen, sem var upptekin af saunuun sínum. Ellen leit upp. — Veiztu hvað við erum að gera? spurði Jerry. — Hvað? — Við horfum hvort á annað með áhyggjusvip. — Eg veit það, sagði hún. Vandræðin voru að þau höfðu aldrei talað sig saman um hvernig þau ættu að taka því, þegar Cathy færi að vera á stefnumótum, einfaldlega vegna þess að þeim hafði aldrei dottið það í hug. Drengirnir voru svo ungir, það var langt þangað til þau þyrftu að hafa áhyggjur af þeim. Og fyrir nokkrum mánuðum hafði Cathy eiginlega ekki haft áhuga á öðru en að safna einhverjum ormum í sambandi við nátt- úrufræðina. (Jerry liafði ekki nennt að setja sig inn í það.) Hún hafði líka verið á kafi í því að senda út pésa fyrir frið- arsveitirnar, og skrifaði ritgerð í skólanum um það efni. Hún var löngu búin að ákveða lífsstarfið, en hún var ekki alveg viss um hvort hún ætlaði að verða læknir eða ballettdans- mær, eða jafnvel söngkona. Það síðasttalda var líklega mest Framhald á bls. 37. 32. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.