Vikan


Vikan - 07.08.1969, Síða 24

Vikan - 07.08.1969, Síða 24
HANN ER FÆDDUR á Bárugöt- unni, og þegar hann óx svo úr grasi, að hann færi að fara út einn síns liðs, voru ekki aðrir leikir leiknir þar í götunni en knattspyrna. Hann var ekki hár í loftinu, þegar hann þótti ómissandi í leikinn og þegar skipt var liði, var hann venju- lega fyrstur nefndur og þótti happ að vinna hlutkestið; þá var hægt að ná í Hermann. Þá var mikið sparkað í bolta í Vesturbænum sem oftar, og strákarnir höfðu mörg félög. En „stóru“ félögin höfðu líka að- dráttarafl: KR, Víkingur, Valur, Fram. Að Hermanni stóðu ættir lítið samræmanlegar í félagsmál- um íþróttanna, í föðurætt er hann KR-ingur en Valsari í móð- urætt. Pabbi hans, Gunnar Gísla- son, lék með KR á sínum yngri árum, var til dæmis lengi bak- vörður ásamt Gunnari Húsebý, sem þá var alltaf markahæsti maðurinn. í KR-ættinni voru líka Sigurður og Bergur Bergs- synir, og Valur Þórðarson, sem lengi var markmaður KR, og margir fleiri minna þekktir leik- menn. Móðurættin er hins vegar Valsætt, og öllu sterkari, ef út í það er farið. Hermann Her- mannsson, móðurafi Hermanns Gunnarssonar, var einn af stofn- endum Vals og stuðningsmaður mikill, góður glímumaður á yngri árum. Amma Hermanns 4 I»essi mynd af Hermanni var tekin daginn áður en hann hélt utan til að freista gæfunnar og gerast atvinnu- maður í Austurríki. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). Fyrirliðarnir, Coluna og Hej-mann | Gunnarsson, takast í hendur, áður en hinn frægi leikur milli Vals og Ben- fica hófst, en honum lyktaði með jafn- tefli 0—0.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.